Biðst velvirðingar á ummælum um Kúbu norðursins VG skrifar 14. febrúar 2013 09:42 Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, biðst velvirðingar á því að hafa líkt Íslandi við Kúbu þegar hann var spurður út í það hvað gæti gerst felldu Íslendingar fyrsta Icesave samninginn árið 2009. Þetta kemur fram í svargrein Gylfa við grein Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis sem ber heitið „Kerfisbundnar rangfærslur" og birtist í Fréttablaðinu síðastliðinn mánudag. Heiðar Már sagði að síðan Gylfi steig inn í stjórnmálin hafi hann sagt og gert ýmislegt sem orkaði tvímælis. Hann vill meina að fyrrverandi ráðherrann hafi haft kerfisbundið rangt fyrir sér. Svo tekur Heiðar meðal annars dæmi um aðkomu og ummæli Gylfa um SpKef og Byr, Landsbanka Íslands, Icesave og einnig bága stöðu Orkuveitunnar. Um Orkuveituna skrifar Heiðar Már: „Gylfi situr fyrir hönd Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Það fyrirtæki skuldar meira en 20 sinnum erlendar tekjur sínar til alþjóðlegra kröfuhafa. Til að setja hlutina í samhengi þá er það 5 sinnum meira en eðlilegt og sjálfbært getur talist. Í ljósi undangenginna atburða þyrfti að endursemja við erlenda kröfuhafa en Gylfi vill þar ekkert aðhafast. Enda hefur hann marglýst því yfir að skuldir sem stofnað var til fyrir hrun skuli greiða, með góðu eða illu." Þessu svarar Gylfi í dag með því að tekist hefði að snúa rekstri Orkuveitunnar og að nauðasamningar fyrir Orkuveituna myndu sjálfkrafa þýða nauðasamningar fyrir Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög sem ábyrgjast lán Orkuveitunnar. Slíkt sé þó ekki raunin, staða Orkuveitunnar sé mun betri nú að sögn Gylfa. Svo bætir Gylfi við: „Í ljósi þess að Heiðar Már gerir svo mikið úr fjárhagsvandræðum Orkuveitunnar og þörf hennar að hans mati fyrir nauðasamninga skora ég á hann að upplýsa um það hvaða aðkomu hann sér fyrir sér að hann gæti haft að slíkum nauðasamningum og hve mikið hann gæti hagnast á þeim. Það hefði verið eðlilegt að upplýsa um það í grein sem þessari." Sjálfur upplýsir Gylfi ekki um meintu aðkomu Heiðars Más ef til nauðasamninga kæmi. Gylfi lýkur grein sinni á því að svara Heiðar varðandi Icesave og skrifar: „Að lokum, Icesave. Þar getum við Heiðar Már þó verið sammála um eitt. Samlíkingin við Kúbu var vanhugsuð og kjánaleg og ekki nema sjálfsagt að biðjast velvirðingar á henni. Um allt annað í þessu Icesave-máli erum við Heiðar Már líklega ósammála og verðum það áfram." Tengdar fréttir Skilningur og misskilningur Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir tileinkaði mér grein í Fréttablaðinu á bolludaginn. Hann veður úr einu í annað en hryggjarstykkið í greininni er fullyrðingar um að ég hafi rangt fyrir mér um fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur. 14. febrúar 2013 06:00 Sakar Gylfa um kerfisbundnar rangfærslur Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur gagnrýnir Gylfa Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. 11. febrúar 2013 13:27 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, biðst velvirðingar á því að hafa líkt Íslandi við Kúbu þegar hann var spurður út í það hvað gæti gerst felldu Íslendingar fyrsta Icesave samninginn árið 2009. Þetta kemur fram í svargrein Gylfa við grein Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis sem ber heitið „Kerfisbundnar rangfærslur" og birtist í Fréttablaðinu síðastliðinn mánudag. Heiðar Már sagði að síðan Gylfi steig inn í stjórnmálin hafi hann sagt og gert ýmislegt sem orkaði tvímælis. Hann vill meina að fyrrverandi ráðherrann hafi haft kerfisbundið rangt fyrir sér. Svo tekur Heiðar meðal annars dæmi um aðkomu og ummæli Gylfa um SpKef og Byr, Landsbanka Íslands, Icesave og einnig bága stöðu Orkuveitunnar. Um Orkuveituna skrifar Heiðar Már: „Gylfi situr fyrir hönd Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Það fyrirtæki skuldar meira en 20 sinnum erlendar tekjur sínar til alþjóðlegra kröfuhafa. Til að setja hlutina í samhengi þá er það 5 sinnum meira en eðlilegt og sjálfbært getur talist. Í ljósi undangenginna atburða þyrfti að endursemja við erlenda kröfuhafa en Gylfi vill þar ekkert aðhafast. Enda hefur hann marglýst því yfir að skuldir sem stofnað var til fyrir hrun skuli greiða, með góðu eða illu." Þessu svarar Gylfi í dag með því að tekist hefði að snúa rekstri Orkuveitunnar og að nauðasamningar fyrir Orkuveituna myndu sjálfkrafa þýða nauðasamningar fyrir Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög sem ábyrgjast lán Orkuveitunnar. Slíkt sé þó ekki raunin, staða Orkuveitunnar sé mun betri nú að sögn Gylfa. Svo bætir Gylfi við: „Í ljósi þess að Heiðar Már gerir svo mikið úr fjárhagsvandræðum Orkuveitunnar og þörf hennar að hans mati fyrir nauðasamninga skora ég á hann að upplýsa um það hvaða aðkomu hann sér fyrir sér að hann gæti haft að slíkum nauðasamningum og hve mikið hann gæti hagnast á þeim. Það hefði verið eðlilegt að upplýsa um það í grein sem þessari." Sjálfur upplýsir Gylfi ekki um meintu aðkomu Heiðars Más ef til nauðasamninga kæmi. Gylfi lýkur grein sinni á því að svara Heiðar varðandi Icesave og skrifar: „Að lokum, Icesave. Þar getum við Heiðar Már þó verið sammála um eitt. Samlíkingin við Kúbu var vanhugsuð og kjánaleg og ekki nema sjálfsagt að biðjast velvirðingar á henni. Um allt annað í þessu Icesave-máli erum við Heiðar Már líklega ósammála og verðum það áfram."
Tengdar fréttir Skilningur og misskilningur Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir tileinkaði mér grein í Fréttablaðinu á bolludaginn. Hann veður úr einu í annað en hryggjarstykkið í greininni er fullyrðingar um að ég hafi rangt fyrir mér um fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur. 14. febrúar 2013 06:00 Sakar Gylfa um kerfisbundnar rangfærslur Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur gagnrýnir Gylfa Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. 11. febrúar 2013 13:27 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Skilningur og misskilningur Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir tileinkaði mér grein í Fréttablaðinu á bolludaginn. Hann veður úr einu í annað en hryggjarstykkið í greininni er fullyrðingar um að ég hafi rangt fyrir mér um fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur. 14. febrúar 2013 06:00
Sakar Gylfa um kerfisbundnar rangfærslur Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur gagnrýnir Gylfa Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. 11. febrúar 2013 13:27