Framtíð landsliðsins björt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. október 2012 06:00 Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari og Heimir Hallgrímsson, aðstoðarmaður hans, á blaðamannafundinum í gær. Mynd/Vilhelm Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær vegna næstu leikja Íslands í undankeppni HM 2014. Ísland mætir Albönum ytra á föstudaginn næstkomandi og tekur svo á móti Sviss þriðjudaginn 16. október. Ísland byrjaði undankeppnina með því að vinna Noreg 2-0 en tapa svo 1-0 fyrir Kýpverjum ytra. Lagerbäck lofaði frammistöðu Íslands í fyrri leiknum en sagði að úrslitin gegn Kýpur hefðu valdið sér vonbrigðum. „Líklega vorum við of metnaðarfullir í varnarleik okkar," sagði hann. „Það er eitthvað sem skrifast á mína ábyrgð og er það undir mér komið að laga það fyrir næsta leik, en ég veit af reynslu minni með sænska landsliðinu hversu erfitt það er að fara til Albaníu og spila þar." Lagerbäck tilkynnti landsliðshópinn sinn fyrr í vikunni. Aron Jóhannsson, AGF, var eini nýliðinn en Björn Bergmann Sigurðarson, Wolves, var ekki í hópnum. „Í stuttu máli vill Björn einbeita sér að Wolves. Hann vill frekar æfa þar og vera 100 prósent einbeittur að sínu félagsliði. Ef menn vilja ekki koma í landsliðið þá vil ég ekki sannfæra þá um það. Við munum sjá til um framhaldið en það er ljóst að við verðum áfram í sambandi við hann og athugum síðar hvort hann vilji koma aftur í landsliðið," sagði Lagerbäck sem sagðist einnig sakna hins meidda Kolbeins Sigþórssonar mikið. „Hann hefur nú verið hjá mér í þremur leikjum og miðað við það sem ég hef séð tel ég að hann hafi fulla burði til að verða einn allra besti sóknarmaður Evrópu. Árangur hans með landsliðinu, átta mörk í ellefu leikjum, er ótrúlegur." Hann nýtti einnig tækifærið til að benda á nokkrar staðreyndir um hversu ungt og efnilegt landslið Íslendingar eiga. „Meðalaldur er í kringum 26 ár sem er nokkuð ungt í landsliðum. Þá hafa leikmenn spilað að meðaltali aðeins 17,8 landsleiki sem er verulega lítið," segir hann. „Ég vona að ég lifi í nokkur ár í viðbót til að geta fylgst með íslenska landsliðinu. Framtíðin er mjög björt." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær vegna næstu leikja Íslands í undankeppni HM 2014. Ísland mætir Albönum ytra á föstudaginn næstkomandi og tekur svo á móti Sviss þriðjudaginn 16. október. Ísland byrjaði undankeppnina með því að vinna Noreg 2-0 en tapa svo 1-0 fyrir Kýpverjum ytra. Lagerbäck lofaði frammistöðu Íslands í fyrri leiknum en sagði að úrslitin gegn Kýpur hefðu valdið sér vonbrigðum. „Líklega vorum við of metnaðarfullir í varnarleik okkar," sagði hann. „Það er eitthvað sem skrifast á mína ábyrgð og er það undir mér komið að laga það fyrir næsta leik, en ég veit af reynslu minni með sænska landsliðinu hversu erfitt það er að fara til Albaníu og spila þar." Lagerbäck tilkynnti landsliðshópinn sinn fyrr í vikunni. Aron Jóhannsson, AGF, var eini nýliðinn en Björn Bergmann Sigurðarson, Wolves, var ekki í hópnum. „Í stuttu máli vill Björn einbeita sér að Wolves. Hann vill frekar æfa þar og vera 100 prósent einbeittur að sínu félagsliði. Ef menn vilja ekki koma í landsliðið þá vil ég ekki sannfæra þá um það. Við munum sjá til um framhaldið en það er ljóst að við verðum áfram í sambandi við hann og athugum síðar hvort hann vilji koma aftur í landsliðið," sagði Lagerbäck sem sagðist einnig sakna hins meidda Kolbeins Sigþórssonar mikið. „Hann hefur nú verið hjá mér í þremur leikjum og miðað við það sem ég hef séð tel ég að hann hafi fulla burði til að verða einn allra besti sóknarmaður Evrópu. Árangur hans með landsliðinu, átta mörk í ellefu leikjum, er ótrúlegur." Hann nýtti einnig tækifærið til að benda á nokkrar staðreyndir um hversu ungt og efnilegt landslið Íslendingar eiga. „Meðalaldur er í kringum 26 ár sem er nokkuð ungt í landsliðum. Þá hafa leikmenn spilað að meðaltali aðeins 17,8 landsleiki sem er verulega lítið," segir hann. „Ég vona að ég lifi í nokkur ár í viðbót til að geta fylgst með íslenska landsliðinu. Framtíðin er mjög björt."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira