Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2025 22:41 Það fór vel á með Luke Humphries og Paul Lim í Alexandra Palace í kvöld. Getty/John Walton Það var falleg stund á HM í pílukasti þegar 71 árs gamla goðsögnin Paul Lim, vægast sagt dyggilega studdur af áhorfendum, náði að vinna einn legg á móti Luke Humphries sem gat ekki annað en brosað. Humphries sagðist hreinlega hafa viljað tapa leggnum. Humphries, sem varð heimsmeistari fyrir tveimur árum, átti ekki í neinum vandræðumm með að vinna 3-0 sigur gegn Lim. Hann hefði vel getað unnið öll þrjú settin 3-0 en Lim náði að vinna legg í lokasettinu og var ákaft fagnað. LIM IS ON THE BOARD!!A first leg for Paul Lim in this tie and Ally Pally erupts 🙌Quality 🤣 pic.twitter.com/miLPFvDwNv— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2025 „Maður vill ekki alltaf rústa andstæðingnum. Það er þannig með suma en ekki aðra og hann er einn af þeim sem þig langar ekki til að rústa,“ sagði Humphries eftir sigurinn. „Fyrir mér var bara aðalatriðið að vinna. Ég var kominn í góða stöðu eftir fyrstu tvö settin. Hann [Lim] er algjör goðsögn og ég dýrka hann gjörsamlega. Vonandi var þetta ekki í síðasta sinn sem við sjáum hann á sviðinu. Ég vona að hann komi aftur að ári, að við mætumst ekki og hann fái að slá út aðra,“ sagði Humphries. HUMPHRIES TOO GOOD FOR LIM!It's an excellent display from Luke Humphries, and he has too much for Paul Lim as he limits him to just one leg. Some performance 👏📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R2 pic.twitter.com/936RO6fEHn— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2025 Humphries vissi vel að áhorfendur yrðu á bandi Lim sem virtist skemmta sér vel þrátt fyrir yfirburði Englendingsins. „Það var bara gaman að spila við hann aftur. Ég er aðdáandi en því miður þurftum við að mætast og ég þurfti að klára mitt í kvöld. En þetta var stórkostlegasta andrúmsloft sem ég hef upplifað. Þegar fólkið kallaði nafnið hans þá var það mesti hávaði sem ég hef heyrt,“ sagði Humphries, ánægður með stöðu sína í dag eftir tapið fyrir Lim fyrir nokkrum árum. Leikirnir í kvöld unnust af nokkru öryggi og komust Englendingarnir Charlie Manby og Nathan Aspinall áfram, ásamt Hollendingnum gian van Veen. Úrslit kvöldsins: Charlie Manby - Adam Sevada, 3-0 Luke Humphries - Paul Lim, 3-0 Nathan Aspinall - Leonard Gates, 3-0 Gian van Veen - Alan Soutar, 3-1 Mótið heldur svo áfram á morgun með átta leikjum, í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay, þar sem menn á borð við Peter Wright, Gary Anderson og Michael van Gerwen verða á ferðinni. Pílukast Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Sjá meira
Humphries, sem varð heimsmeistari fyrir tveimur árum, átti ekki í neinum vandræðumm með að vinna 3-0 sigur gegn Lim. Hann hefði vel getað unnið öll þrjú settin 3-0 en Lim náði að vinna legg í lokasettinu og var ákaft fagnað. LIM IS ON THE BOARD!!A first leg for Paul Lim in this tie and Ally Pally erupts 🙌Quality 🤣 pic.twitter.com/miLPFvDwNv— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2025 „Maður vill ekki alltaf rústa andstæðingnum. Það er þannig með suma en ekki aðra og hann er einn af þeim sem þig langar ekki til að rústa,“ sagði Humphries eftir sigurinn. „Fyrir mér var bara aðalatriðið að vinna. Ég var kominn í góða stöðu eftir fyrstu tvö settin. Hann [Lim] er algjör goðsögn og ég dýrka hann gjörsamlega. Vonandi var þetta ekki í síðasta sinn sem við sjáum hann á sviðinu. Ég vona að hann komi aftur að ári, að við mætumst ekki og hann fái að slá út aðra,“ sagði Humphries. HUMPHRIES TOO GOOD FOR LIM!It's an excellent display from Luke Humphries, and he has too much for Paul Lim as he limits him to just one leg. Some performance 👏📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R2 pic.twitter.com/936RO6fEHn— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2025 Humphries vissi vel að áhorfendur yrðu á bandi Lim sem virtist skemmta sér vel þrátt fyrir yfirburði Englendingsins. „Það var bara gaman að spila við hann aftur. Ég er aðdáandi en því miður þurftum við að mætast og ég þurfti að klára mitt í kvöld. En þetta var stórkostlegasta andrúmsloft sem ég hef upplifað. Þegar fólkið kallaði nafnið hans þá var það mesti hávaði sem ég hef heyrt,“ sagði Humphries, ánægður með stöðu sína í dag eftir tapið fyrir Lim fyrir nokkrum árum. Leikirnir í kvöld unnust af nokkru öryggi og komust Englendingarnir Charlie Manby og Nathan Aspinall áfram, ásamt Hollendingnum gian van Veen. Úrslit kvöldsins: Charlie Manby - Adam Sevada, 3-0 Luke Humphries - Paul Lim, 3-0 Nathan Aspinall - Leonard Gates, 3-0 Gian van Veen - Alan Soutar, 3-1 Mótið heldur svo áfram á morgun með átta leikjum, í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay, þar sem menn á borð við Peter Wright, Gary Anderson og Michael van Gerwen verða á ferðinni.
Úrslit kvöldsins: Charlie Manby - Adam Sevada, 3-0 Luke Humphries - Paul Lim, 3-0 Nathan Aspinall - Leonard Gates, 3-0 Gian van Veen - Alan Soutar, 3-1
Pílukast Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Sjá meira