Geta allir grætt á Húnavallaleið? Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 5. júní 2012 06:00 Möguleg stytting Hringvegarins um 14 km fram hjá Blönduósi hefur verið kölluð Húnavallaleið. Leiðin tekur af einn hættulegasta kafla Hringvegarins í Langadal. Austur-Húnvetningar hafa lagst gegn henni, sérstaklega Blönduósingar. Telja þeir að þeir tapi á því að Hringvegurinn verði ekki í gegnum bæinn vegna minni þjónustusölu og fleira. Segjum sem svo að það sé rétt þó um það megi deila. Ekki er víst að allir skilji hvað gróðinn er gríðarlegur af styttingunni. Þeir sem græða (vegfarendur), græða miklu meira en þeir sem tapa (Húnvetningar). Í tilfelli sem þessu þar sem nettógróðinn er feikilegur á að vera hægt að bæta þeim upp skaðann sem tapa með því að þeir fái hluta gróðans. Og allir eiga að geta verið ánægðir! En hvernig á að bæta Húnvetningum upp hugsanlegt tap? Hér er ein hugmynd af mörgum mögulegum. Vegstyttingin er hátt í jafnmikil og í tilfelli Vaðlaheiðarganga, umferð er þó minni en kostnaður við framkvæmdina ekki nema brot af kostnaði við Vaðlaheiðargöng. Ef ríkið gerði styttinguna en rukkaði veggjald á nýrri brú yfir Blöndu í 25 ár myndi verkefnið auðveldlega þola að hluti veggjaldsins færi til samfélagsverkefna í héraðinu. Ef t.d. 100 kr. af veggjaldinu rynnu í nýsköpunarsjóð sem eingöngu stæði íbúum í Austur-Húnavatnssýslu til boða þá þýddi það að hægt væri að úthluta úr þeim sjóði til nýsköpunarverkefna um 100.000 kr. á degi hverjum, 35 m.kr. á ári. Líklega myndi verkefnið þola 200 kr. af veggjaldinu eða 200.000 kr. á dag, 70 m.kr. á ári. Þar sem oft er krafist mótframlags þegar sótt er í rannsókna- og nýsköpunarsjóði á landsvísu væri líklega hægt að auka fé til nýsköpunar á svæðinu um enn hærri upphæð en þetta. Hvað þýddi þetta fyrir Blönduós og A-Hún.? Þar yrði kjörið að eiga heima fyrir þá sem eru frumkvöðlar. Í fyrsta lagi myndu heimamenn sem eru hugmyndaríkir og atorkusamir ekki fara burt af svæðinu. Í öðru lagi myndi héraðið soga til sín atorkusamt fólk sem myndi stofna fyrirtæki m.a. í ferðamennsku. Einnig er hægt að hugsa sér fjárfestingarsjóð sem legði fé í atvinnurekstur í héraðinu. Á 25 árum kæmu inn í þann sjóð kannski 850 m.kr. miðað við hundraðkallinn, 1.700 m.kr. miðað við 200 kallinn. Ef sjóðurinn væri eingöngu ávaxtaður á meðan hann væri að byggjast upp yrði hann líklega langt yfir 2 milljörðum króna eftir 25 ár. Hvað er hægt að gera fyrir 2 milljarða í A-Hún.? Vonandi fjárfesta í arðsamri atvinnustarfsemi sem stækkaði sjóðinn enn frekar. Vinna að erlendri fjárfestingu á svæðinu og margt fleira. Slíkur sjóður yrði hlutfallslega gríðarlega sterkur, Skagfirðingar myndu líta öfundaraugum til vesturs en ekki öfugt. Yrði þetta hættulegt fordæmi? Fordæmið yrði vegstytting með mikilli arðsemi með veggjaldi þar sem byggðir í varnarbaráttu teldu sig skaðast. Þannig verkefni eru fá á Íslandi og líklega allt í lagi að ræða hvort sama ætti við í slíkum tilfellum. Því miður hefur umræðan um þessa framkvæmd aldrei snúist um það að allir geti grætt. Samt er algjörlega öruggt að slík útfærsla er til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þorvaldur Heiðarsson Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Möguleg stytting Hringvegarins um 14 km fram hjá Blönduósi hefur verið kölluð Húnavallaleið. Leiðin tekur af einn hættulegasta kafla Hringvegarins í Langadal. Austur-Húnvetningar hafa lagst gegn henni, sérstaklega Blönduósingar. Telja þeir að þeir tapi á því að Hringvegurinn verði ekki í gegnum bæinn vegna minni þjónustusölu og fleira. Segjum sem svo að það sé rétt þó um það megi deila. Ekki er víst að allir skilji hvað gróðinn er gríðarlegur af styttingunni. Þeir sem græða (vegfarendur), græða miklu meira en þeir sem tapa (Húnvetningar). Í tilfelli sem þessu þar sem nettógróðinn er feikilegur á að vera hægt að bæta þeim upp skaðann sem tapa með því að þeir fái hluta gróðans. Og allir eiga að geta verið ánægðir! En hvernig á að bæta Húnvetningum upp hugsanlegt tap? Hér er ein hugmynd af mörgum mögulegum. Vegstyttingin er hátt í jafnmikil og í tilfelli Vaðlaheiðarganga, umferð er þó minni en kostnaður við framkvæmdina ekki nema brot af kostnaði við Vaðlaheiðargöng. Ef ríkið gerði styttinguna en rukkaði veggjald á nýrri brú yfir Blöndu í 25 ár myndi verkefnið auðveldlega þola að hluti veggjaldsins færi til samfélagsverkefna í héraðinu. Ef t.d. 100 kr. af veggjaldinu rynnu í nýsköpunarsjóð sem eingöngu stæði íbúum í Austur-Húnavatnssýslu til boða þá þýddi það að hægt væri að úthluta úr þeim sjóði til nýsköpunarverkefna um 100.000 kr. á degi hverjum, 35 m.kr. á ári. Líklega myndi verkefnið þola 200 kr. af veggjaldinu eða 200.000 kr. á dag, 70 m.kr. á ári. Þar sem oft er krafist mótframlags þegar sótt er í rannsókna- og nýsköpunarsjóði á landsvísu væri líklega hægt að auka fé til nýsköpunar á svæðinu um enn hærri upphæð en þetta. Hvað þýddi þetta fyrir Blönduós og A-Hún.? Þar yrði kjörið að eiga heima fyrir þá sem eru frumkvöðlar. Í fyrsta lagi myndu heimamenn sem eru hugmyndaríkir og atorkusamir ekki fara burt af svæðinu. Í öðru lagi myndi héraðið soga til sín atorkusamt fólk sem myndi stofna fyrirtæki m.a. í ferðamennsku. Einnig er hægt að hugsa sér fjárfestingarsjóð sem legði fé í atvinnurekstur í héraðinu. Á 25 árum kæmu inn í þann sjóð kannski 850 m.kr. miðað við hundraðkallinn, 1.700 m.kr. miðað við 200 kallinn. Ef sjóðurinn væri eingöngu ávaxtaður á meðan hann væri að byggjast upp yrði hann líklega langt yfir 2 milljörðum króna eftir 25 ár. Hvað er hægt að gera fyrir 2 milljarða í A-Hún.? Vonandi fjárfesta í arðsamri atvinnustarfsemi sem stækkaði sjóðinn enn frekar. Vinna að erlendri fjárfestingu á svæðinu og margt fleira. Slíkur sjóður yrði hlutfallslega gríðarlega sterkur, Skagfirðingar myndu líta öfundaraugum til vesturs en ekki öfugt. Yrði þetta hættulegt fordæmi? Fordæmið yrði vegstytting með mikilli arðsemi með veggjaldi þar sem byggðir í varnarbaráttu teldu sig skaðast. Þannig verkefni eru fá á Íslandi og líklega allt í lagi að ræða hvort sama ætti við í slíkum tilfellum. Því miður hefur umræðan um þessa framkvæmd aldrei snúist um það að allir geti grætt. Samt er algjörlega öruggt að slík útfærsla er til.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun