113 Kjaravælubíllinn Fjóla Þorvaldsdóttir og Haraldur F. Gíslason skrifar 1. maí 2012 10:00 Í dag er 1. maí, baráttudagur hvers vinnandi manns, það skín maísól og leikskólakennarar hafa eins og margar aðrar stéttir upplifað erfiða tíma og atvinnuþref undanfarin misseri. Það hentar þeim sem stjórna að flagga mikilvægi leikskólans og því frábæra starfi sem þar fer fram á tyllidögum og rétt fyrir kosningar. Það hentar þeim ekki að benda á að leikskólakennarar eru með lægst launuðu kennurum í OECD löndunum. Það er skammarlegt hversu lítils við Íslendingar metum þau störf sem eru grundvöllurinn að okkar velferðarþjóðfélagi. Störf sem snúa að umönnun, uppeldi og menntun – störf sem hafa manngildið að leiðarljósi og eru gefandi, krefjandi, erfið og fela í sér mikla ábyrgð. Við viðurkennum flest mikilvægi góðra kennara. Samfélag okkar á hins vegar mjög erfitt með að meta þetta mikilvægi til launa. Það virðist líka vera erfitt að ná eyrum þeirra sem hafa raunverulegt vald til að hækka laun kennara. Einnig virðist líka vera erfitt að vita hver í raun og veru hefur valdið. Stundum er kjarabaráttan afgreidd sem kjaravæl. „Kemur kjaravælubíllinn brunandi víú víú". „Sjáið þessa vælandi kennara", segja þeir hrokafullu. „Af hverju fá þeir sér ekki bara almennilega launaða vinnu?" Sumir kennarar gefast upp og fá sér „almennilega launaða vinnu". Leikskólinn hefur ekki efni á því að missa kennara í önnur störf. Samkvæmt lögum nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda eiga 2/3 hlutar starfsfólks í leikskóla að lágmarki að vera með leikskólakennaramenntun. Staðreyndin er sú að eingöngu 1/3 hluti starfsfólks í leikskóla er með leikskólakennaramenntun. Við erum að brjóta lög á hverjum einasta degi. Er það í lagi? Er verið að vinna markvisst að því að uppfylla skilyrði laganna? Eða eru þessi lög bara orðin tóm? Höfum við sem samfélag ekki metnað til að byggja upp framsækið, faglegt og metnaðarfullt skólakerfi? Við gætum leyst þetta vandamál á morgun. Milljón á mánuði í laun og allir vilja vera kennarar. Háskólarnir myndu fyllast af efnilegum kennaranemum. Kröfurnar myndu aukast og gæðin með. Við myndum ekki sætta okkur við neitt nema það besta. Eða hvað? Er þetta kannski ekki svona einfalt? Íslendingar verða að nota kreppuna til þess að læra af henni, hvað er það raunverulega sem skiptir máli, í hverju er framtíð þjóðarinnar falin? Það er ekki nóg að minnast á mikilvægi menntunar á tyllidögum, það verður líka að fylgja því alvara og framkvæmd. Það kostar að mennta þjóðina og þó svo að til megi spara á einhverjum stöðum er mikilvægt að grunnurinn sé í lagi. Í leikskólanum verður ekki sparað meira, leikskólakennarar hafa nú þegar lagt sitt af mörkum til þess að aðstoða samfélagið út úr kreppunni. Í dag er mikilvægt að allir, ekki bara leikskólakennarar, staldri við og hugi að réttindum sínum. Í kjölfar kreppunnar virðist sem víða hafi verið slakað á réttindum launafólks. Launafólk hefur lagt sitt af mörkum til þess að hið opinbera og almennur vinnumarkaður geti unnið sig út úr kreppunni. Það verður ekki alltaf kreppa og því er mikilvægt nú að fara að huga að framtíðinni. Grunnurinn að menntun þjóðarinnar er lagður á leikskólastiginu. Leggjum metnað okkar í að gera gott skólastig enn betra. Til hamingju með daginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Skoðun Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Sjá meira
Í dag er 1. maí, baráttudagur hvers vinnandi manns, það skín maísól og leikskólakennarar hafa eins og margar aðrar stéttir upplifað erfiða tíma og atvinnuþref undanfarin misseri. Það hentar þeim sem stjórna að flagga mikilvægi leikskólans og því frábæra starfi sem þar fer fram á tyllidögum og rétt fyrir kosningar. Það hentar þeim ekki að benda á að leikskólakennarar eru með lægst launuðu kennurum í OECD löndunum. Það er skammarlegt hversu lítils við Íslendingar metum þau störf sem eru grundvöllurinn að okkar velferðarþjóðfélagi. Störf sem snúa að umönnun, uppeldi og menntun – störf sem hafa manngildið að leiðarljósi og eru gefandi, krefjandi, erfið og fela í sér mikla ábyrgð. Við viðurkennum flest mikilvægi góðra kennara. Samfélag okkar á hins vegar mjög erfitt með að meta þetta mikilvægi til launa. Það virðist líka vera erfitt að ná eyrum þeirra sem hafa raunverulegt vald til að hækka laun kennara. Einnig virðist líka vera erfitt að vita hver í raun og veru hefur valdið. Stundum er kjarabaráttan afgreidd sem kjaravæl. „Kemur kjaravælubíllinn brunandi víú víú". „Sjáið þessa vælandi kennara", segja þeir hrokafullu. „Af hverju fá þeir sér ekki bara almennilega launaða vinnu?" Sumir kennarar gefast upp og fá sér „almennilega launaða vinnu". Leikskólinn hefur ekki efni á því að missa kennara í önnur störf. Samkvæmt lögum nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda eiga 2/3 hlutar starfsfólks í leikskóla að lágmarki að vera með leikskólakennaramenntun. Staðreyndin er sú að eingöngu 1/3 hluti starfsfólks í leikskóla er með leikskólakennaramenntun. Við erum að brjóta lög á hverjum einasta degi. Er það í lagi? Er verið að vinna markvisst að því að uppfylla skilyrði laganna? Eða eru þessi lög bara orðin tóm? Höfum við sem samfélag ekki metnað til að byggja upp framsækið, faglegt og metnaðarfullt skólakerfi? Við gætum leyst þetta vandamál á morgun. Milljón á mánuði í laun og allir vilja vera kennarar. Háskólarnir myndu fyllast af efnilegum kennaranemum. Kröfurnar myndu aukast og gæðin með. Við myndum ekki sætta okkur við neitt nema það besta. Eða hvað? Er þetta kannski ekki svona einfalt? Íslendingar verða að nota kreppuna til þess að læra af henni, hvað er það raunverulega sem skiptir máli, í hverju er framtíð þjóðarinnar falin? Það er ekki nóg að minnast á mikilvægi menntunar á tyllidögum, það verður líka að fylgja því alvara og framkvæmd. Það kostar að mennta þjóðina og þó svo að til megi spara á einhverjum stöðum er mikilvægt að grunnurinn sé í lagi. Í leikskólanum verður ekki sparað meira, leikskólakennarar hafa nú þegar lagt sitt af mörkum til þess að aðstoða samfélagið út úr kreppunni. Í dag er mikilvægt að allir, ekki bara leikskólakennarar, staldri við og hugi að réttindum sínum. Í kjölfar kreppunnar virðist sem víða hafi verið slakað á réttindum launafólks. Launafólk hefur lagt sitt af mörkum til þess að hið opinbera og almennur vinnumarkaður geti unnið sig út úr kreppunni. Það verður ekki alltaf kreppa og því er mikilvægt nú að fara að huga að framtíðinni. Grunnurinn að menntun þjóðarinnar er lagður á leikskólastiginu. Leggjum metnað okkar í að gera gott skólastig enn betra. Til hamingju með daginn.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun