Landsnet greiðir fyrir risa- stjóriðju á kostnað almennings 28. mars 2012 08:00 Í svargrein sinni við gagnrýni undirritaðs velur Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, að misnota aðstöðu sína í tilraun til þess afvegaleiða lesendur. Enginn misskilningur er til staðar af hálfu undirritaðs og ágæt þekking á hlutverki Landsnets fyrir hendi, þótt eflaust sé hún meiri hjá forstjóra fyrirtækisins, eðli málsins samkvæmt. Eftir frekari skoðun er þó ljóst að staðan er verri en ég upphaflega ætlaði. Landsnet hefur skv. lögum skyldum að gegna gagnvart þjóðfélaginu öllu en sinnir þeim ekki með samfélagslega hagsmuni að leiðarljósi. Stóriðjuvæðing af gamla skólanum er leiðarljósið. Fyrirtækið getur ekki eingöngu séð til þess að almenningur borgi fyrir raforkuflutningskerfi stóriðjuvera – í stað þess að arðsemi stóriðjurekstursins geri það – heldur eru kostnaðarútreikningar beintengdir stórri kostnaðarbreytu sem fyrirtækið skilgreinir sjálft á forsendum sérhagsmuna, í samráði við ráðgjafana sem forstjórinn treystir svo vel (raforkulög 65/2003, sbr. breytingu á 12. gr. með lögum 19/2011). Þótt kveðið sé á um þjóðhagslega hagkvæmni og umhverfissjónarmið virðist enga skilgreinda hvata að finna í þá veru. Þvert á útúrsnúninga forstjóra fyrirtækisins þá getur Landsnet einmitt hámarkað hagnað sinn á kostnað samfélagsins, innan ramma laganna. Undirritaður hefur ekki misskilið skoðun sína, þrátt fyrir tilraunir forstjóra Landsnets til þess að halda öðru fram. Táknmynd liðinna tíma endurspeglast ekki síst í aðferðafræði Landsnets sem vinnur ötullega að því að fá sífellt fleiri í samfélaginu upp á móti sér. Sú aðferðafræði við greiningu á gæðum gegn hagkvæmni – svo ekki sé talað um sjónræn áhrif – er sömuleiðis endurspeglun úreltra forsendna og einkennist af skammtímasjónarmiðum um arðsemi en ekki samfélagslegri hagkvæmni til langs tíma. Ef Landsnet vill fræðast um þróun nýrra lausna verður fyrirtækið að opna vettvang fyrir það en ekki loka sig af með ráðgjöfum sínum. Það er e.t.v. mat forstjóra Landsnets að möstrin sem ráðgert er að reisa hafi lítil umhverfisáhrif. Í matsskýrslu kemur hinsvegar fram að þessi nýju möstur eru helmingi hærri en þau sem þar eru fyrir og þau munu standa í tvöfaldri til þrefaldri röð í þeirri hæð og þekja 110m til 140m breitt svæði yfir marga tugi kílómetra. Nýr háspennuskógur á Reykjanesskaga verður að veruleika! Þá liggja engar upplýsingar fyrir um sjónræn áhrif tengivirkis á Njarðvíkurheiði með tilheyrandi víravirki ásamt stórri 18m hárri 4.000m2 byggingu – beint við bæjardyr Reykjanesbæjar. E.t.v. er það mat forstjórans að allt þetta hafi engin áhrif á umhverfið. Í reynd er um alvarleg neikvæð umhverfisáhrif að ræða (matsskýrsla bls.28 og 60). Myndir á vefsvæðinu www.sudvesturlinur.is eru ósannfærandi og sjónarhornin virðast valin með það í huga að gera sem minnst úr sjónrænum áhrifum nýju mastranna. Þar eru t.a.m. nokkrar myndir þar sem ekkert sést – hvorki fyrir né eftir breytingu. Eru þetta þá ósýnileg möstur? Er það nútímaverkfræðin sem forstjóri Landsnets vísar til? Reynt er að því er virðist að fela þá neikvæðu birtingarmynd sem mun blasa við Suðurnesjafólki sem og öllum ferðamönnum sem sækja Ísland heim um flugstöðina. Sérhagsmunagæsla Landsnets felst m.a. í skilgreiningunni á hagkvæmni. Neikvæðu afleiðingarnar sem felast í hönnunarvinnu Landsnets og ráðgjafanna traustu eru hreinlega af allt annarri stærðargráðu en mögulega afleiddar breytingar á hinu skilgreinda „flutningsgjaldi“ sem vísað er í. Um er að ræða neikvæða ímynd svæðisins í heild í marga áratugi, lækkun fasteignaverðs, verri skilyrði til uppbyggingar ferðamennsku og minnkun gæða rýmisins sem íbúar svæðisins búa við. Víðtæk efnahagsleg neikvæð áhrif eru það sem hlýst af sérhagsmunagæslunni, sem og slæm fyrstu kynni erlendra gesta af landinu. Það sorglega er auðvitað að til eru umhverfisvænni sem og hagkvæmari lausnir – um það eru dæmi víða sem ekki er rými fyrir hér. Landsnet hefur þær ekki. Vill fyrirtækið fá nýjar lausnir í hendur í gegnum fjölmiðla? Málið er flóknara en svo. E.t.v. er háspennulínan sem liggur niður í Reyðarfjörð dæmi um nýsköpunina sem forstjórinn er að tala um. Eða vinningstillagan í arkitektasamkeppninni 2008 – hreinræktað stálgrindarmastur. Er ástandið á Hellisheiði að mati forstjórans merki um framsýnina sem hann telur Landsnet framfylgja? Ryðguð stálgrindarmöstur í umvörpum – bæði ný og gömul. Þetta er það sem Landsnet getur státað sig af – í reynd afrakstur fákeppni og hvergi merki um framsýni að finna. Suðvesturlínur er enn eitt dæmið um úrelda hugsun og fullkominn skort á framsýni. Hvernig getur forstjóri Landsnets fullyrt svona stoltur að hann sé með hagkvæmustu lausnina? Á hverju byggir það? Útreikningar undirritaðs sýna allt annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Rannver Rafnsson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Sjá meira
Í svargrein sinni við gagnrýni undirritaðs velur Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, að misnota aðstöðu sína í tilraun til þess afvegaleiða lesendur. Enginn misskilningur er til staðar af hálfu undirritaðs og ágæt þekking á hlutverki Landsnets fyrir hendi, þótt eflaust sé hún meiri hjá forstjóra fyrirtækisins, eðli málsins samkvæmt. Eftir frekari skoðun er þó ljóst að staðan er verri en ég upphaflega ætlaði. Landsnet hefur skv. lögum skyldum að gegna gagnvart þjóðfélaginu öllu en sinnir þeim ekki með samfélagslega hagsmuni að leiðarljósi. Stóriðjuvæðing af gamla skólanum er leiðarljósið. Fyrirtækið getur ekki eingöngu séð til þess að almenningur borgi fyrir raforkuflutningskerfi stóriðjuvera – í stað þess að arðsemi stóriðjurekstursins geri það – heldur eru kostnaðarútreikningar beintengdir stórri kostnaðarbreytu sem fyrirtækið skilgreinir sjálft á forsendum sérhagsmuna, í samráði við ráðgjafana sem forstjórinn treystir svo vel (raforkulög 65/2003, sbr. breytingu á 12. gr. með lögum 19/2011). Þótt kveðið sé á um þjóðhagslega hagkvæmni og umhverfissjónarmið virðist enga skilgreinda hvata að finna í þá veru. Þvert á útúrsnúninga forstjóra fyrirtækisins þá getur Landsnet einmitt hámarkað hagnað sinn á kostnað samfélagsins, innan ramma laganna. Undirritaður hefur ekki misskilið skoðun sína, þrátt fyrir tilraunir forstjóra Landsnets til þess að halda öðru fram. Táknmynd liðinna tíma endurspeglast ekki síst í aðferðafræði Landsnets sem vinnur ötullega að því að fá sífellt fleiri í samfélaginu upp á móti sér. Sú aðferðafræði við greiningu á gæðum gegn hagkvæmni – svo ekki sé talað um sjónræn áhrif – er sömuleiðis endurspeglun úreltra forsendna og einkennist af skammtímasjónarmiðum um arðsemi en ekki samfélagslegri hagkvæmni til langs tíma. Ef Landsnet vill fræðast um þróun nýrra lausna verður fyrirtækið að opna vettvang fyrir það en ekki loka sig af með ráðgjöfum sínum. Það er e.t.v. mat forstjóra Landsnets að möstrin sem ráðgert er að reisa hafi lítil umhverfisáhrif. Í matsskýrslu kemur hinsvegar fram að þessi nýju möstur eru helmingi hærri en þau sem þar eru fyrir og þau munu standa í tvöfaldri til þrefaldri röð í þeirri hæð og þekja 110m til 140m breitt svæði yfir marga tugi kílómetra. Nýr háspennuskógur á Reykjanesskaga verður að veruleika! Þá liggja engar upplýsingar fyrir um sjónræn áhrif tengivirkis á Njarðvíkurheiði með tilheyrandi víravirki ásamt stórri 18m hárri 4.000m2 byggingu – beint við bæjardyr Reykjanesbæjar. E.t.v. er það mat forstjórans að allt þetta hafi engin áhrif á umhverfið. Í reynd er um alvarleg neikvæð umhverfisáhrif að ræða (matsskýrsla bls.28 og 60). Myndir á vefsvæðinu www.sudvesturlinur.is eru ósannfærandi og sjónarhornin virðast valin með það í huga að gera sem minnst úr sjónrænum áhrifum nýju mastranna. Þar eru t.a.m. nokkrar myndir þar sem ekkert sést – hvorki fyrir né eftir breytingu. Eru þetta þá ósýnileg möstur? Er það nútímaverkfræðin sem forstjóri Landsnets vísar til? Reynt er að því er virðist að fela þá neikvæðu birtingarmynd sem mun blasa við Suðurnesjafólki sem og öllum ferðamönnum sem sækja Ísland heim um flugstöðina. Sérhagsmunagæsla Landsnets felst m.a. í skilgreiningunni á hagkvæmni. Neikvæðu afleiðingarnar sem felast í hönnunarvinnu Landsnets og ráðgjafanna traustu eru hreinlega af allt annarri stærðargráðu en mögulega afleiddar breytingar á hinu skilgreinda „flutningsgjaldi“ sem vísað er í. Um er að ræða neikvæða ímynd svæðisins í heild í marga áratugi, lækkun fasteignaverðs, verri skilyrði til uppbyggingar ferðamennsku og minnkun gæða rýmisins sem íbúar svæðisins búa við. Víðtæk efnahagsleg neikvæð áhrif eru það sem hlýst af sérhagsmunagæslunni, sem og slæm fyrstu kynni erlendra gesta af landinu. Það sorglega er auðvitað að til eru umhverfisvænni sem og hagkvæmari lausnir – um það eru dæmi víða sem ekki er rými fyrir hér. Landsnet hefur þær ekki. Vill fyrirtækið fá nýjar lausnir í hendur í gegnum fjölmiðla? Málið er flóknara en svo. E.t.v. er háspennulínan sem liggur niður í Reyðarfjörð dæmi um nýsköpunina sem forstjórinn er að tala um. Eða vinningstillagan í arkitektasamkeppninni 2008 – hreinræktað stálgrindarmastur. Er ástandið á Hellisheiði að mati forstjórans merki um framsýnina sem hann telur Landsnet framfylgja? Ryðguð stálgrindarmöstur í umvörpum – bæði ný og gömul. Þetta er það sem Landsnet getur státað sig af – í reynd afrakstur fákeppni og hvergi merki um framsýni að finna. Suðvesturlínur er enn eitt dæmið um úrelda hugsun og fullkominn skort á framsýni. Hvernig getur forstjóri Landsnets fullyrt svona stoltur að hann sé með hagkvæmustu lausnina? Á hverju byggir það? Útreikningar undirritaðs sýna allt annað.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun