Réttlæti og raunsæi að leiðarljósi Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skrifar 27. febrúar 2012 07:00 Drjúgur hluti þjóðfélagsumræðunnar hefur að undanförnu snúist um skuldavanda heimilanna. Það er skiljanlegt. Gengislánadómur Hæstaréttar um miðjan mánuðinn setti málið í nýjan farveg og vakti spurningar um leið og hann gaf fyrirheit um frekari niðurfærslu lána á kostnað bankanna. Samtímis er þess krafist að stjórnvöld beiti sér fyrir almennum afskriftum húsnæðislána að því marki að heimilin geti staðið í skilum og nái á ný jafnvægi og viðspyrnu. En allar aðgerðir verður að ígrunda og greina þarf aðstæður rétt. Góð eiginfjárstaða fjármálafyrirtækja hlýtur til dæmis að greiða fyrir því að dómi Hæstaréttar verði fullnægt og þúsundir lántakenda fái leiðréttingu sinna mála. Því miður er það svo að allar tillögur um flata niðurfærslu, færa ekki skuldir niður heldur færa þær til. Enda gufa skuldir ekki upp. Ýmist er verið að færa skuldir yfir á skattgreiðendur eða á börnin okkar og komandi kynslóðir. Þeir sem fara vilja leið flatrar niðurfærslu lána verða því að upplýsa hver eigi að borga brúsann. Æ fleiri átta sig á því að töfralausnir eru ekki til og íhuga á þeim grundvelli hvað sé til ráða. Skuldastaða heimilanna verður áfram eitt af stóru málunum á borði ríkisstjórnarinnar. Leitin að sanngirni og jöfnuði heldur áfram þar sem samfélagið léttir þeim róðurinn sem harðast voru leiknir í kreppunni. Í þessu sambandi má minna á þá staðreynd að meiri jöfnuður ríkir nú í íslenska þjóðfélaginu en árin fyrir hrun. Við kvikum hvergi frá því að finna lausnir jafnvel þótt erlendir álitsgjafar, eins og Lars Christensen, sérfræðingur hjá Danske Bank, telji víst að nú þegar sé Ísland „heimsmeistari í að færa niður skuldir heimilanna". Unnið að lausnSérstök ráðherranefnd vinnur að mótun úrræða fyrir þann hóp sem fór á mis við 110 prósenta leiðina vegna svonefndra lánsveða. Einnig er verið að kanna leiðir til að koma til móts við þá sem keyptu sína fyrstu eign þegar fasteignaverð var í hæstu hæðum. Til athugunar er hvernig minnka megi umfang verðtryggðra lána. Ég vænti þess að breið samstaða náist í þinginu um niðurstöðu þess máls. Það tekur mig sárt að heyra af bágum kjörum og vonleysi þeirra sem reynt hafa sitt ítrasta til að standa í skilum, þrátt fyrir verulega aukna greiðslubyrði af völdum hrunsins. Erfiðust er glíma þeirra sem ekki hafa vinnu. Í mörgum slíkum tilvikum dugar fátt annað en sérsniðnar aðgerðir. En margt vekur nú vonir um betri tíð. Dregið hefur úr vanskilum. Tölur FME sýna að um mitt ár 2010 voru 34 prósent í vanskilum við bankanna. Nú í febrúar er þetta hlutfall komið niður í 20 prósent. Nýjar tölur um gjaldþrot einstaklinga benda í sömu átt. Ef horft er til síðustu 10 ára voru gjaldþrot einstaklinga 50 prósentum fleiri að meðaltali en þau voru að jafnaði undanfarin þrjú ár. Ýmislegt bendir til þess að umræðan um skuldavanda heimilanna sé raunsærri en áður. Með raunsæi, aðgát og samstöðu að leiðarljósi viljum við leita að farsælli og réttlátri lausn á skuldavanda þeirra sem enn eru í nauðum staddir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Drjúgur hluti þjóðfélagsumræðunnar hefur að undanförnu snúist um skuldavanda heimilanna. Það er skiljanlegt. Gengislánadómur Hæstaréttar um miðjan mánuðinn setti málið í nýjan farveg og vakti spurningar um leið og hann gaf fyrirheit um frekari niðurfærslu lána á kostnað bankanna. Samtímis er þess krafist að stjórnvöld beiti sér fyrir almennum afskriftum húsnæðislána að því marki að heimilin geti staðið í skilum og nái á ný jafnvægi og viðspyrnu. En allar aðgerðir verður að ígrunda og greina þarf aðstæður rétt. Góð eiginfjárstaða fjármálafyrirtækja hlýtur til dæmis að greiða fyrir því að dómi Hæstaréttar verði fullnægt og þúsundir lántakenda fái leiðréttingu sinna mála. Því miður er það svo að allar tillögur um flata niðurfærslu, færa ekki skuldir niður heldur færa þær til. Enda gufa skuldir ekki upp. Ýmist er verið að færa skuldir yfir á skattgreiðendur eða á börnin okkar og komandi kynslóðir. Þeir sem fara vilja leið flatrar niðurfærslu lána verða því að upplýsa hver eigi að borga brúsann. Æ fleiri átta sig á því að töfralausnir eru ekki til og íhuga á þeim grundvelli hvað sé til ráða. Skuldastaða heimilanna verður áfram eitt af stóru málunum á borði ríkisstjórnarinnar. Leitin að sanngirni og jöfnuði heldur áfram þar sem samfélagið léttir þeim róðurinn sem harðast voru leiknir í kreppunni. Í þessu sambandi má minna á þá staðreynd að meiri jöfnuður ríkir nú í íslenska þjóðfélaginu en árin fyrir hrun. Við kvikum hvergi frá því að finna lausnir jafnvel þótt erlendir álitsgjafar, eins og Lars Christensen, sérfræðingur hjá Danske Bank, telji víst að nú þegar sé Ísland „heimsmeistari í að færa niður skuldir heimilanna". Unnið að lausnSérstök ráðherranefnd vinnur að mótun úrræða fyrir þann hóp sem fór á mis við 110 prósenta leiðina vegna svonefndra lánsveða. Einnig er verið að kanna leiðir til að koma til móts við þá sem keyptu sína fyrstu eign þegar fasteignaverð var í hæstu hæðum. Til athugunar er hvernig minnka megi umfang verðtryggðra lána. Ég vænti þess að breið samstaða náist í þinginu um niðurstöðu þess máls. Það tekur mig sárt að heyra af bágum kjörum og vonleysi þeirra sem reynt hafa sitt ítrasta til að standa í skilum, þrátt fyrir verulega aukna greiðslubyrði af völdum hrunsins. Erfiðust er glíma þeirra sem ekki hafa vinnu. Í mörgum slíkum tilvikum dugar fátt annað en sérsniðnar aðgerðir. En margt vekur nú vonir um betri tíð. Dregið hefur úr vanskilum. Tölur FME sýna að um mitt ár 2010 voru 34 prósent í vanskilum við bankanna. Nú í febrúar er þetta hlutfall komið niður í 20 prósent. Nýjar tölur um gjaldþrot einstaklinga benda í sömu átt. Ef horft er til síðustu 10 ára voru gjaldþrot einstaklinga 50 prósentum fleiri að meðaltali en þau voru að jafnaði undanfarin þrjú ár. Ýmislegt bendir til þess að umræðan um skuldavanda heimilanna sé raunsærri en áður. Með raunsæi, aðgát og samstöðu að leiðarljósi viljum við leita að farsælli og réttlátri lausn á skuldavanda þeirra sem enn eru í nauðum staddir.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun