Dagur leikskólans Haraldur F. Gíslason skrifar 6. febrúar 2012 12:54 Í dag er haldinn hátíðlegur í fimmta sinn Dagur leikskólans. Fyrir rúmum 60 árum síðan eða 6. febrúar 1950 stofnuðu nokkrir frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Dagur leikskólans er samvinnuverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmála-ráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að efla jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við. Mikið hefur mætt á okkur leikskólakennurum undanfarin ár. Við höfum mætt mótlæti af æðruleysi og tekist á við aðsteðjandi vandamál af festu og fagmennsku. Við höfum varist ef á okkar hefur verið ráðist en aldrei hefur það bitnað á gæðum leikskólastarfsins. Leikskólakennarar eru jákvæð stétt. Þá þyrstir í símenntun og eru viljugir að þróa sig í starfi og viðhalda sínum faglega metnaði. Leikskólinn á undir högg að sækja. Ásókn í leikskólakennaranám er í sögulegu lámarki. Það er tími til að spyrna við fótum og það mun Félag leikskólakennara gera í góðri samvinnu við ýmsa aðra hagsmunahópa. Öll stéttin mun leggja sitt lóð á vogarskálarnar og berjast áfram fyrir hugsjónum sínum í kennslu ungra barna með jákvæðni og fagmennsku að leiðarljósi. Eftir að ný lög um menntun kennara voru samþykkt árið 2008 þarf nú fimm ára meistaranám til að fá leyfisbréf til kennslu á leik- grunn- og framhaldsskólastigi. Háskólar munu árið 2013 því útskrifa hámenntaða sérfræðinga með mikla þekkingu í menntun barna og ungmenna. Því ber að fagna en jafnframt gera sér grein fyrir því að stór skref þarf að stíga til að leikskólakennarastarfið verði samkeppnishæft við kennarastörf á öðrum skólastigum hvað varðar laun og starfskjör. Góður leikskólakennari er vinur nemenda sinna, hann mætir hverjum einstakling á sínum forsendum og leitar skapandi leiða til að vinna með einstaklinginn út frá styrkleikum hans. Leikskólakennari veit að það eru margar leiðir til að ná markmiðum aðalnámskrár leikskóla og skólanámsskrá hvers skóla fyrir sig. Hann vinnur útfrá þeirri megin hugmyndafræði að það eru til margar lausnir á sama verkefninu og engin ein lausn er réttari en önnur. Sköpum og frumkvæði er drifkrafturinn í leikskólakennslu og á því byggjum við grunninn. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið að til leikskólakennarastarfa veljist hæft fólk sem sér hag í því og hefur faglegan metnað til að velja leikskólakennarastarfið sem ævistarf. Leikskólakennarar vinna með börn á mesta næmniskeiði í lífi þeirra. Ábyrgð okkar er mikil og við ætlum okkur að standa undir þeirri ábyrgð - STOLT! Ef þú þekkir leikskólakennara, taktu þéttingsfast í hendi hans, horfðu djúpt í augun á honum og segðu honum hvað þér finnst hann mikilvægur. Hann kann að meta það. Bjóðum góðan dag alla daga. Til hamingju með daginn. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er haldinn hátíðlegur í fimmta sinn Dagur leikskólans. Fyrir rúmum 60 árum síðan eða 6. febrúar 1950 stofnuðu nokkrir frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Dagur leikskólans er samvinnuverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmála-ráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að efla jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við. Mikið hefur mætt á okkur leikskólakennurum undanfarin ár. Við höfum mætt mótlæti af æðruleysi og tekist á við aðsteðjandi vandamál af festu og fagmennsku. Við höfum varist ef á okkar hefur verið ráðist en aldrei hefur það bitnað á gæðum leikskólastarfsins. Leikskólakennarar eru jákvæð stétt. Þá þyrstir í símenntun og eru viljugir að þróa sig í starfi og viðhalda sínum faglega metnaði. Leikskólinn á undir högg að sækja. Ásókn í leikskólakennaranám er í sögulegu lámarki. Það er tími til að spyrna við fótum og það mun Félag leikskólakennara gera í góðri samvinnu við ýmsa aðra hagsmunahópa. Öll stéttin mun leggja sitt lóð á vogarskálarnar og berjast áfram fyrir hugsjónum sínum í kennslu ungra barna með jákvæðni og fagmennsku að leiðarljósi. Eftir að ný lög um menntun kennara voru samþykkt árið 2008 þarf nú fimm ára meistaranám til að fá leyfisbréf til kennslu á leik- grunn- og framhaldsskólastigi. Háskólar munu árið 2013 því útskrifa hámenntaða sérfræðinga með mikla þekkingu í menntun barna og ungmenna. Því ber að fagna en jafnframt gera sér grein fyrir því að stór skref þarf að stíga til að leikskólakennarastarfið verði samkeppnishæft við kennarastörf á öðrum skólastigum hvað varðar laun og starfskjör. Góður leikskólakennari er vinur nemenda sinna, hann mætir hverjum einstakling á sínum forsendum og leitar skapandi leiða til að vinna með einstaklinginn út frá styrkleikum hans. Leikskólakennari veit að það eru margar leiðir til að ná markmiðum aðalnámskrár leikskóla og skólanámsskrá hvers skóla fyrir sig. Hann vinnur útfrá þeirri megin hugmyndafræði að það eru til margar lausnir á sama verkefninu og engin ein lausn er réttari en önnur. Sköpum og frumkvæði er drifkrafturinn í leikskólakennslu og á því byggjum við grunninn. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið að til leikskólakennarastarfa veljist hæft fólk sem sér hag í því og hefur faglegan metnað til að velja leikskólakennarastarfið sem ævistarf. Leikskólakennarar vinna með börn á mesta næmniskeiði í lífi þeirra. Ábyrgð okkar er mikil og við ætlum okkur að standa undir þeirri ábyrgð - STOLT! Ef þú þekkir leikskólakennara, taktu þéttingsfast í hendi hans, horfðu djúpt í augun á honum og segðu honum hvað þér finnst hann mikilvægur. Hann kann að meta það. Bjóðum góðan dag alla daga. Til hamingju með daginn. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar