Ungliðar lýsa vantrausti á Ástu JHH skrifar 22. janúar 2012 23:45 Ungir jafnaðarmenn lýsa vantrausti á Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, í ályktun sem þeir sendu fjölmiðlum í kvöld. Ástæðan er sú að hún, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum Samfylkingarinnar, vilja að tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að leggja niður málshöfðun gegn Geir Haarde fyrir Landsdómi fái efnislega umfjöllun á Alþingi. „Ungir jafnaðarmenn telja að málshöfðunin gegn Geir H. Haarde sé stjórnskipulega í réttum farvegi og Landsdómur hefur metið meginhluta ákærunnar tæka til efnislegrar meðferðar. Dómstóllinn á nú aðeins eftir að takast á við spurninguna um sekt eða sýknu Geirs H. Haarde," segir í ályktun ungra jafnaðarmanna. Ályktunin er svohljóðandi í heild: Ungir jafnaðamenn lýsa vantrausti á forseta Alþingis. Ungir jafnaðarmenn telja að málshöfðunin gegn Geir H. Haarde sé stjórnskipulega í réttum farvegi og Landsdómur hefur metið meiginhluta ákærunnar tæka til efnislegrar meðferðar. Dómstóllinn á nú aðeins eftir að takast á við spurninguna um sekt eða sýknu Geirs H. Haarde. Það er ekki einungis óeðlilegt að Alþingi skerist í leikinn með þeim hætti sem lagt er til í tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins, heldur er það beinlínis hættulegt í stjórnskipulagi sem byggir á þrískiptingu ríkisvaldsins. Með því að greiða atkvæði með áframhaldandi meðferð tillögunnar tóku fjórir þingmenn Samfylkingarinnar afstöðu gegn sjálfstæði Landsdóms og þar með dómsvaldsins í heild. Í huga Ungra jafnaðarmanna getur slík afstaða aldrei samræmst hugsjónum jafnaðarmanna um réttarríki og mikilvægi valddreifingar í samfélaginu. Sérstaklega þykir Ungum jafnaðarmönnum forkastanlegt að forseti Alþingis, æðsti fulltrúi löggjafarvaldsins samkvæmt stjórnarskránni, skuli taka afstöðu gegn dómsvaldinu með þessum hætti. Því lýsir miðstjórn Ungra jafnaðarmanna vantrausti á forseta Alþingis, og krefst þess að þingmönnum sem fyrst verði veitt tækifæri til þess að kjósa sér nýjan forseta. Ungir jafnaðarmenn harma að þessir þingmenn Samfylkingarinnar, auk sumra þingmanna Vinstri-Grænna, hafi látið blekkjast til að taka þátt í pólitískum skollaleik formanns Sjálfstæðisflokksins með ófyrirséðum afleiðingum fyrir stöðu ríkisstjórnarinnar og stöðu Landsdóms sem dómstóls. Ungir jafnaðarmenn lýsa fullkominni vanþóknun sinni á því dómgreindarleysi sem þingmennirnir, þ.m.t. tveir núverandi ráðherrar og fjórir fyrrverandi ráðherrar, hafa sýnt í þessu máli. Landsdómur Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn lýsa vantrausti á Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, í ályktun sem þeir sendu fjölmiðlum í kvöld. Ástæðan er sú að hún, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum Samfylkingarinnar, vilja að tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að leggja niður málshöfðun gegn Geir Haarde fyrir Landsdómi fái efnislega umfjöllun á Alþingi. „Ungir jafnaðarmenn telja að málshöfðunin gegn Geir H. Haarde sé stjórnskipulega í réttum farvegi og Landsdómur hefur metið meginhluta ákærunnar tæka til efnislegrar meðferðar. Dómstóllinn á nú aðeins eftir að takast á við spurninguna um sekt eða sýknu Geirs H. Haarde," segir í ályktun ungra jafnaðarmanna. Ályktunin er svohljóðandi í heild: Ungir jafnaðamenn lýsa vantrausti á forseta Alþingis. Ungir jafnaðarmenn telja að málshöfðunin gegn Geir H. Haarde sé stjórnskipulega í réttum farvegi og Landsdómur hefur metið meiginhluta ákærunnar tæka til efnislegrar meðferðar. Dómstóllinn á nú aðeins eftir að takast á við spurninguna um sekt eða sýknu Geirs H. Haarde. Það er ekki einungis óeðlilegt að Alþingi skerist í leikinn með þeim hætti sem lagt er til í tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins, heldur er það beinlínis hættulegt í stjórnskipulagi sem byggir á þrískiptingu ríkisvaldsins. Með því að greiða atkvæði með áframhaldandi meðferð tillögunnar tóku fjórir þingmenn Samfylkingarinnar afstöðu gegn sjálfstæði Landsdóms og þar með dómsvaldsins í heild. Í huga Ungra jafnaðarmanna getur slík afstaða aldrei samræmst hugsjónum jafnaðarmanna um réttarríki og mikilvægi valddreifingar í samfélaginu. Sérstaklega þykir Ungum jafnaðarmönnum forkastanlegt að forseti Alþingis, æðsti fulltrúi löggjafarvaldsins samkvæmt stjórnarskránni, skuli taka afstöðu gegn dómsvaldinu með þessum hætti. Því lýsir miðstjórn Ungra jafnaðarmanna vantrausti á forseta Alþingis, og krefst þess að þingmönnum sem fyrst verði veitt tækifæri til þess að kjósa sér nýjan forseta. Ungir jafnaðarmenn harma að þessir þingmenn Samfylkingarinnar, auk sumra þingmanna Vinstri-Grænna, hafi látið blekkjast til að taka þátt í pólitískum skollaleik formanns Sjálfstæðisflokksins með ófyrirséðum afleiðingum fyrir stöðu ríkisstjórnarinnar og stöðu Landsdóms sem dómstóls. Ungir jafnaðarmenn lýsa fullkominni vanþóknun sinni á því dómgreindarleysi sem þingmennirnir, þ.m.t. tveir núverandi ráðherrar og fjórir fyrrverandi ráðherrar, hafa sýnt í þessu máli.
Landsdómur Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira