Aðeins meira af leikskólamálum Jón 1. desember 2011 06:00 Ég vil byrja á því að þakka þér ágæti borgarstjóri fyrir málefnalega grein um leikskólamál og skorti á gullnámum undir Ráðhúsi Reykjavíkur. Allir leikskólakennarar sem ég þekki gera sér fulla grein fyrir því að engar gullnámur eru í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þeir vita hins vegar að börn eru gullnámur og hlutverk leikskólakennara er að fá þau til að glóa. Ég hef nú samt ýmislegt um fullyrðingar þínar í annars ágætri grein að athuga. Það er rétt sem þú segir að talsverður hiti var í leikskólakennurum þegar sest var við samningaborðið, vegna þess að þeir höfðu dregist verulega á eftir viðmiðunarstéttum í launum. Kröfðust leikskólakennarar þess að laun þeirra yrðu leiðrétt. Viðsemjendur okkar viðurkenndu að talsverður launamunur hafði myndast á leikskólakennurum og viðmiðunarstéttum en voru fyrst um sinn ekki sammála því að það ætti að leiðrétta hann núna. Eins og flestir vita kostaði það harða baráttu að knýja fram samkomulag um tímasetta launaleiðréttingu. Mjög snemma í samningaferlinu buðum við upp á þann kost að hluti launaleiðréttingarinnar væri gerður með því að binda í kjarasamninga hið svokallaða neysluhlé. Því var alfarið hafnað af þeim aðilum sem fara með samningsumboðið fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Sú leið sem var farin er allt önnur og er vel útlistuð í fylgiskjali 3 í kjarasamningi. Það er því mjög ósmekklegt að halda því fram að vegna þess að við höfðum boðið upp á þessa leið værum við að samþykkja að þessar greiðslur yrðu teknar af leikskólakennurum í Reykjavík þegar blekið á nýgerðum kjarasamningi væri þornað. Það kom fáum leikskólakennurum á óvart að Reykjavíkurborg skyldi fella niður neysluhléið, enda er það búið liggja í loftinu á hverju ári frá því 2008. Það sem kom eins og köld vatnsgusa framan í leikskólakennara í Reykjavík var að greiðslurnar yrðu eingöngu teknar af þeim sem eru í Félagi leikskólakennara. Með því erum við ekki að hvetja til þess að þeir sem eru í Félagi stjórnenda leikskóla, Starfsmannafélagi Reykjavíkur, BHM eða Eflingu missi þessar greiðslur, heldur fögnum við því að þetta fólk haldi laununum sínum. Við mótmælum því hins vegar harðlega að sitja ekki lengur við sama borð. Það er ekki rétt sem þú segir að Reykjavík sé eina sveitarfélagið sem greiði neysluhlé því Húsavík gerir það líka. Allt tal um að það sé minna álag á leikskólum í Reykjavík í dag en árið 2007 vísa ég til föðurhúsanna. Máli mínu til til stuðnings bendi ég á bréfið „Hvaða fiskur er í Reykjavík?“ sem ég sendi þér og öðrum ráðamönnum hjá borginni um afleysingarmál 24.10. sl. Hvorki þú né aðrir sáu sér fært að svara því bréfi efnislega. Bréfið var eingöngu ritað til að vekja athygli á því sem ég tók svo vel eftir þegar ég byrjaði í starfi formanns Félags leikskólakennara. Þegar mér var ljóst að bréfinu yrði ekki svarað hafa birst viðtöl við mig um efni þess í blöðunum Fréttatímanum og Reykjavík. Ég fagna því að þú viðurkennir að bæta þurfi starfsumhverfi leikskólakennara eins og kemur fram í niðurlagi greinar þinnar. Við vitum nefnilega báðir að það að viðurkenna vandann er fyrsta skrefið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Skoðanir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á því að þakka þér ágæti borgarstjóri fyrir málefnalega grein um leikskólamál og skorti á gullnámum undir Ráðhúsi Reykjavíkur. Allir leikskólakennarar sem ég þekki gera sér fulla grein fyrir því að engar gullnámur eru í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þeir vita hins vegar að börn eru gullnámur og hlutverk leikskólakennara er að fá þau til að glóa. Ég hef nú samt ýmislegt um fullyrðingar þínar í annars ágætri grein að athuga. Það er rétt sem þú segir að talsverður hiti var í leikskólakennurum þegar sest var við samningaborðið, vegna þess að þeir höfðu dregist verulega á eftir viðmiðunarstéttum í launum. Kröfðust leikskólakennarar þess að laun þeirra yrðu leiðrétt. Viðsemjendur okkar viðurkenndu að talsverður launamunur hafði myndast á leikskólakennurum og viðmiðunarstéttum en voru fyrst um sinn ekki sammála því að það ætti að leiðrétta hann núna. Eins og flestir vita kostaði það harða baráttu að knýja fram samkomulag um tímasetta launaleiðréttingu. Mjög snemma í samningaferlinu buðum við upp á þann kost að hluti launaleiðréttingarinnar væri gerður með því að binda í kjarasamninga hið svokallaða neysluhlé. Því var alfarið hafnað af þeim aðilum sem fara með samningsumboðið fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Sú leið sem var farin er allt önnur og er vel útlistuð í fylgiskjali 3 í kjarasamningi. Það er því mjög ósmekklegt að halda því fram að vegna þess að við höfðum boðið upp á þessa leið værum við að samþykkja að þessar greiðslur yrðu teknar af leikskólakennurum í Reykjavík þegar blekið á nýgerðum kjarasamningi væri þornað. Það kom fáum leikskólakennurum á óvart að Reykjavíkurborg skyldi fella niður neysluhléið, enda er það búið liggja í loftinu á hverju ári frá því 2008. Það sem kom eins og köld vatnsgusa framan í leikskólakennara í Reykjavík var að greiðslurnar yrðu eingöngu teknar af þeim sem eru í Félagi leikskólakennara. Með því erum við ekki að hvetja til þess að þeir sem eru í Félagi stjórnenda leikskóla, Starfsmannafélagi Reykjavíkur, BHM eða Eflingu missi þessar greiðslur, heldur fögnum við því að þetta fólk haldi laununum sínum. Við mótmælum því hins vegar harðlega að sitja ekki lengur við sama borð. Það er ekki rétt sem þú segir að Reykjavík sé eina sveitarfélagið sem greiði neysluhlé því Húsavík gerir það líka. Allt tal um að það sé minna álag á leikskólum í Reykjavík í dag en árið 2007 vísa ég til föðurhúsanna. Máli mínu til til stuðnings bendi ég á bréfið „Hvaða fiskur er í Reykjavík?“ sem ég sendi þér og öðrum ráðamönnum hjá borginni um afleysingarmál 24.10. sl. Hvorki þú né aðrir sáu sér fært að svara því bréfi efnislega. Bréfið var eingöngu ritað til að vekja athygli á því sem ég tók svo vel eftir þegar ég byrjaði í starfi formanns Félags leikskólakennara. Þegar mér var ljóst að bréfinu yrði ekki svarað hafa birst viðtöl við mig um efni þess í blöðunum Fréttatímanum og Reykjavík. Ég fagna því að þú viðurkennir að bæta þurfi starfsumhverfi leikskólakennara eins og kemur fram í niðurlagi greinar þinnar. Við vitum nefnilega báðir að það að viðurkenna vandann er fyrsta skrefið.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun