Orð og hugtak Hannes Pétursson skrifar 13. september 2011 06:00 Í grein sem ég birti í Fréttablaðinu 20. ágúst síðastliðinn lét ég þess getið að til Goethes mætti rekja hugtakið heimsbókmenntir, „Weltliteratur“. Gauti Kristmannsson dósent er ekki á því máli. Hér í blaðinu (1. september) benti hann á stað í þýzkri bók frá árinu 1773 þar sem þetta orð kemur fyrir, þ.e. um hálfum sjötta áratug fyrr en Goethe tók sér það í munn í frægum samræðum sínum við Eckermann. Hér fer Gauti Kristmannsson of hratt í sakir. Það stóð hvergi í grein minni að Goethe hefði fyrstur þýzkra manna gripið til sjálfs orðsins „Weltliteratur“ og veit ég ekki hvort nokkur hefur ýjað að slíku, þó kann svo að vera (og mætti gúgla þetta!). Ég nefndi eingöngu að Goethe hefði búið til hugtak úr orðinu „Weltliteratur“. Það hugtak hefur síðan lifað í umræðum manna um það hvernig skilja beri orðið heimsbókmenntir. Eru heimsbókmenntir samanlagðar bókmenntir allra þjóða á öllum tímum, merkar og miður merkar, eða eru þær eitthvað annað og þá hvað? Í þýzku bókarklausunni frá 1773 kemur ekki nógu glöggt í ljós hvað átt er við með „Weltliteratur“. Ég bið Gauta Kristmannsson vinsamlegast að lesa aftur og betur en hann virðist hafa gert þau ummæli sem Eckermann hefur eftir Goethe úr samræðum þeirra í Weimar 31. janúar 1827. Hann hlýtur þá að sjá að Goethe býr til nýtt hugtak úr orðinu „Weltliteratur“. Í örstuttu máli: Samkvæmt því sem Eckermann skrásetur lagði Goethe á efri árum þann skilning í orðið heimsbókmenntir að þær væru bókmenntir á nýju og víðara menningarsviði en fyrir var hjá hverri þjóð um sig, en í sögulegum tengslum við þjóðarbókmenntir („Nationalliteratur“, orð sem Goethe notar í skilgreiningu sinni). Sannra fyrirmynda sé þó ávallt að leita hjá Grikkjum að fornu, segir hann. Sú viðmiðun hefur sumum þótt allþröng og vísa meðal annars til þess að Goethe dáði Shakespeare, hafði hann í engu minni hávegum en forngrísku stórskáldin. Tímarnir sverfa til ýmis hugtök. Þannig munu heimsbókmenntir tákna nú á dögum framar öðru þann hluta heildarbókmenntanna sem gæddur er menningarlegu áhrifagildi í heiminum frá kyni til kyns. En þetta breytir engu um hitt, að Goethe bjó fyrstur til bókmenntafræðilega skilgreiningu á orðinu heimsbókmenntir, hugtak sem var annars konar en bláber orðsins hljóðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Skoðanir Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í grein sem ég birti í Fréttablaðinu 20. ágúst síðastliðinn lét ég þess getið að til Goethes mætti rekja hugtakið heimsbókmenntir, „Weltliteratur“. Gauti Kristmannsson dósent er ekki á því máli. Hér í blaðinu (1. september) benti hann á stað í þýzkri bók frá árinu 1773 þar sem þetta orð kemur fyrir, þ.e. um hálfum sjötta áratug fyrr en Goethe tók sér það í munn í frægum samræðum sínum við Eckermann. Hér fer Gauti Kristmannsson of hratt í sakir. Það stóð hvergi í grein minni að Goethe hefði fyrstur þýzkra manna gripið til sjálfs orðsins „Weltliteratur“ og veit ég ekki hvort nokkur hefur ýjað að slíku, þó kann svo að vera (og mætti gúgla þetta!). Ég nefndi eingöngu að Goethe hefði búið til hugtak úr orðinu „Weltliteratur“. Það hugtak hefur síðan lifað í umræðum manna um það hvernig skilja beri orðið heimsbókmenntir. Eru heimsbókmenntir samanlagðar bókmenntir allra þjóða á öllum tímum, merkar og miður merkar, eða eru þær eitthvað annað og þá hvað? Í þýzku bókarklausunni frá 1773 kemur ekki nógu glöggt í ljós hvað átt er við með „Weltliteratur“. Ég bið Gauta Kristmannsson vinsamlegast að lesa aftur og betur en hann virðist hafa gert þau ummæli sem Eckermann hefur eftir Goethe úr samræðum þeirra í Weimar 31. janúar 1827. Hann hlýtur þá að sjá að Goethe býr til nýtt hugtak úr orðinu „Weltliteratur“. Í örstuttu máli: Samkvæmt því sem Eckermann skrásetur lagði Goethe á efri árum þann skilning í orðið heimsbókmenntir að þær væru bókmenntir á nýju og víðara menningarsviði en fyrir var hjá hverri þjóð um sig, en í sögulegum tengslum við þjóðarbókmenntir („Nationalliteratur“, orð sem Goethe notar í skilgreiningu sinni). Sannra fyrirmynda sé þó ávallt að leita hjá Grikkjum að fornu, segir hann. Sú viðmiðun hefur sumum þótt allþröng og vísa meðal annars til þess að Goethe dáði Shakespeare, hafði hann í engu minni hávegum en forngrísku stórskáldin. Tímarnir sverfa til ýmis hugtök. Þannig munu heimsbókmenntir tákna nú á dögum framar öðru þann hluta heildarbókmenntanna sem gæddur er menningarlegu áhrifagildi í heiminum frá kyni til kyns. En þetta breytir engu um hitt, að Goethe bjó fyrstur til bókmenntafræðilega skilgreiningu á orðinu heimsbókmenntir, hugtak sem var annars konar en bláber orðsins hljóðan.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun