Ekki missa af þessu! Guðbjartur Hannesson skrifar 8. júlí 2011 08:00 Með okkar augum hóf göngu sína í Ríkissjónvarpinu síðastliðinn mánudag. Ég fylgdist spenntur með enda nýmæli á ferð í íslenskri dagskrárgerð. Við stjórnvölinn er fólk með þroskahömlun sem fjallar um málefni líðandi stundar með sínum augum og opnar þar sýn sem alla jafna stendur sjónvarpsáhorfendum ekki til boða. Efnistök fyrsta þáttar voru í sjálfu sér ekki framandi. Saman fóru stuttar fréttaskýringar í bland við léttara efni og framsetningin kunnugleg úr hefðbundnum magasínþáttum. Til umfjöllunar voru málefni sem miklu varða í lífi fólks með fötlun en einnig atriði sem eru jafnt á áhugasviði fatlaðs fólks sem ófatlaðs og varða okkur öll í stóru og smáu. Umfjöllun um Fjölmennt var áhugaverð og augljóst hvað miklu skiptir að fólki með fötlun gefist kostur á að mennta sig og þjálfa færni sína svo það fái notið sín sem best í samfélaginu. Réttur til náms þarf að vera öllum tryggður og ávinningur er ávallt fyrir hendi hver sem á í hlut sé áhuginn er fyrir hendi. Blindur faðir sem rætt var við lýsti stöðu sinni miðað við sjáandi feður og sagðist hlusta á son sinn vaxa úr grasi. Þótt auðvitað væri sitthvað honum erfiðara að annast í uppeldinu hefði hann margt annað að gefa syni sínum sem væri ekki síður mikils virði. Umfjöllunarefni þáttarins áttu sammerkt að umsjónarmennirnir drógu fram á einfaldan en skýran hátt að öll erum við að fást við það sama þegar allt kemur til alls, þótt áherslur séu mismunandi eftir einstaklingum, aðstæðum þeirra og lífsreynslu. Umsjónarmennirnir sinntu verkefnum sínum vel, jafnt tæknifólkið á bak við tjöldin og fólkið fyrir framan myndavélarnar. Áhugi spyrla á viðfangsefnunum leyndi sér ekki, spurningum var vel fylgt eftir en þó fór saman einbeiting og afslappað og þægilegt viðmót. Ég hef ekki mikinn áhuga á tísku en þótti sannfærandi umfjöllun um klæðaburð sumarsins hjá þeim sem vilja fylgjast með og matreiðsluhornið fékk mig til að sleikja út um. Með okkar augum er tímamótaþáttur í íslensku sjónvarpi og vonandi er með honum sleginn tónn sem fær að hljóma áfram. Það er svo mikilvægt að undirstrika fjölbreytileika samfélagsins og sýna hve það er miklu ríkara einmitt vegna hans. Ég nota líka tækifærið og rifja upp slagorð fatlaðs fólks: Ekkert um okkur án okkar! nokkuð sem allir ættu að hafa hugfast sem á einhvern hátt fjalla um tilhögun mála sem varða fatlaða. Ég þakka öllum þeim sem gerðu mögulega framleiðslu þessara þátta sem enginn ætti að missa af í Ríkissjónvarpinu á mánudögum kl. 18.30. Ég hvet fólk líka til að heimsækja þáttinn á fésbók: facebook.com/medokkaraugum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Með okkar augum hóf göngu sína í Ríkissjónvarpinu síðastliðinn mánudag. Ég fylgdist spenntur með enda nýmæli á ferð í íslenskri dagskrárgerð. Við stjórnvölinn er fólk með þroskahömlun sem fjallar um málefni líðandi stundar með sínum augum og opnar þar sýn sem alla jafna stendur sjónvarpsáhorfendum ekki til boða. Efnistök fyrsta þáttar voru í sjálfu sér ekki framandi. Saman fóru stuttar fréttaskýringar í bland við léttara efni og framsetningin kunnugleg úr hefðbundnum magasínþáttum. Til umfjöllunar voru málefni sem miklu varða í lífi fólks með fötlun en einnig atriði sem eru jafnt á áhugasviði fatlaðs fólks sem ófatlaðs og varða okkur öll í stóru og smáu. Umfjöllun um Fjölmennt var áhugaverð og augljóst hvað miklu skiptir að fólki með fötlun gefist kostur á að mennta sig og þjálfa færni sína svo það fái notið sín sem best í samfélaginu. Réttur til náms þarf að vera öllum tryggður og ávinningur er ávallt fyrir hendi hver sem á í hlut sé áhuginn er fyrir hendi. Blindur faðir sem rætt var við lýsti stöðu sinni miðað við sjáandi feður og sagðist hlusta á son sinn vaxa úr grasi. Þótt auðvitað væri sitthvað honum erfiðara að annast í uppeldinu hefði hann margt annað að gefa syni sínum sem væri ekki síður mikils virði. Umfjöllunarefni þáttarins áttu sammerkt að umsjónarmennirnir drógu fram á einfaldan en skýran hátt að öll erum við að fást við það sama þegar allt kemur til alls, þótt áherslur séu mismunandi eftir einstaklingum, aðstæðum þeirra og lífsreynslu. Umsjónarmennirnir sinntu verkefnum sínum vel, jafnt tæknifólkið á bak við tjöldin og fólkið fyrir framan myndavélarnar. Áhugi spyrla á viðfangsefnunum leyndi sér ekki, spurningum var vel fylgt eftir en þó fór saman einbeiting og afslappað og þægilegt viðmót. Ég hef ekki mikinn áhuga á tísku en þótti sannfærandi umfjöllun um klæðaburð sumarsins hjá þeim sem vilja fylgjast með og matreiðsluhornið fékk mig til að sleikja út um. Með okkar augum er tímamótaþáttur í íslensku sjónvarpi og vonandi er með honum sleginn tónn sem fær að hljóma áfram. Það er svo mikilvægt að undirstrika fjölbreytileika samfélagsins og sýna hve það er miklu ríkara einmitt vegna hans. Ég nota líka tækifærið og rifja upp slagorð fatlaðs fólks: Ekkert um okkur án okkar! nokkuð sem allir ættu að hafa hugfast sem á einhvern hátt fjalla um tilhögun mála sem varða fatlaða. Ég þakka öllum þeim sem gerðu mögulega framleiðslu þessara þátta sem enginn ætti að missa af í Ríkissjónvarpinu á mánudögum kl. 18.30. Ég hvet fólk líka til að heimsækja þáttinn á fésbók: facebook.com/medokkaraugum.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun