Bretar bíða spenntir eftir brúðkaupi Vilhjálms og Kate 9. apríl 2011 13:30 Það er ekkert venjulegt við brúðkaup Vilhjálms prins og Kate Middleton en því mun meðal annars bregða fyrir í ensku sápuóperunni Eastenders. Persónurnar munu þannig halda upp á brúðkaupið upp á breskan máta í sjónvarpsþættinum sjálfum. Þá hefur Channel 5 fest kaup á leikinni mynd um samband Vilhjálms og Kate sem verður sýnd í aðdraganda brúðkaupsins. Bretar bíða spenntir eftir brúðkaupi ársins hinn 29. apríl þegar Vilhjálmur prins gengur að eiga unnustu sína, Kate Middleton. Enska biskupakirkjan biður fyrir því að hjónin verði hvort öðru trú. Breska þjóðin bíður nú með öndina í hálsinum eftir því að Kate Middleton verði hennar næsta prinsessa þegar hún gengur að eiga Vilhjálm prins. Parið hefur verið sundur og saman undanfarin ár en nú er komið að stóru stundinni. Búist er við því að 600 þúsund ferðamenn leggi leið sína til Lundúna til þess eins að fylgjast með athöfninni og öllu húllumhæinu. Athöfnin og brúðkaupið verða í beinni útsendingu á RÚV og þau Bogi Ágústsson og Elísabet Brekkan munu lýsa því sem fyrir augu ber. Athöfnin stendur frá tíu að morgni föstudagsins 29. apríl til korter yfir tólf. Eftir að hafa verið gefin saman er hinum nýgiftu ekið í opnum vagni að Buckingham-höll, þar sem Vilhjálmur og Kate munu veifa til þjóðar sinnar. Til að koma í veg fyrir tafir hefur gestum brúðkaupsins verið ráðlagt að mæta tveimur og hálfum tíma fyrir athöfnina sjálfa. Tvö þúsund gestir eru á fyrsta gestalistanum og þar má sjá nöfn á borð við Kanye West, David Beckham, Elton John og aðrar slíkar stórstjörnur. Athygli vekur að fáum þjóðhöfðingjum er boðið, Barack Obama fékk ekki boðskort né Frakklandsforsetinn Sarkozy eða Ólafur Ragnar Grímsson. Tvö þúsund manna listinn verður síðan skorinn niður í 600 sem verður boðið í hressingu hjá Elísabetu drottningu. Aðalveislan er síðan kvöldverður í boði Karls Bretaprins en þangað fá aðeins 300 gestir boðskort. Ekkert hefur verið gefið út hvað verður á matseðlinum en fjölmiðlar gera því skóna að matseðillinn verði mjög breskur. Þá er jafnframt búist við því að brúðkaupið sjálft eigi eftir að vera vítamínsprauta í annars krepptan efnahag Bretlands og hafa tölur eins og þrír milljarðar punda verið nefndar í því samhengi. Varningur tengdur brúðkaupinu eigi eftir að rjúka út, áfengisneysla verði umtalsverð og fólk eigi eftir að gera vel við sig í mat. Búið er að setja Kate Middleton-dúkku á markað sem sérfræðingar spá að eigi eftir að njóta mikilla vinsælda og ekki má heldur gleyma því að sannur konungsvinur gæti keypt æskuheimili prinsessunnar sem er nú til sölu. Bretar hafa ekki upplifað jafn spennandi tíma í konunglegum ástamálum síðan Karl Bretaprins giftist Díönu Spencer fyrir næstum þrjátíu árum en það var kallað „brúðkaup aldarinnar" í bresku pressunni. Það markaði reyndar upphaf ákaflega dökkra tíma í sögu bresku konungsfjölskyldunnar þar sem söguþráðurinn minnti á sápuóperu frá Ameríku. Því kemur það kannski engum á óvart að forsvarsmenn ensku biskupakirkjunnar skuli nú biðja fyrir því að Vilhjálmur og Kate Middleton verði hvort öðru trú í hjónabandinu og standi við þann samning sem þau gera frammi fyrir Guði og mönnum í Westminster Abbey. Breska blaðið Telegraph fjallar um bænina á vefsíðu sinni og rifjar upp sögu svika í Buckingham seint á síðustu öld. Þannig viðurkenndi Karl Bretaprins í sjónvarpsviðtali að hann hefði haldið framhjá Díönu með núverandi eiginkonu sinni, Camillu Parker Bowles. Díana launaði honum lambið gráa og upplýsti í öðru sjónvarpsviðtali að hún hefði alltaf elskað og dáð liðsforingjann James Hewitt. Elísabetu Bretadrottningu svelgdist síðan á morgunkaffinu skömmu seinna þegar hún sá myndir af tengdadóttur sinni, Söruh Ferguson, og ástmanni hennar, John Bryan, láta vel að hvort öðru á snekkju. Sarah var þá enn gift Andrési prins. Breska þjóðin virðist hins vegar trúa því að með þessu hjónabandi ljúki hrakfallasögu ástarinnar innan bresku krúnunnar. Og þeir forðast allar hástemmdar nafngiftir eins og brúðkaup aldarinnar. Allt kapp er lagt á að gera brúðkaupið sem glæsilegast úr garði og fjölmiðlum er gert að sýna bæði Kate og fjölskyldu hennar tilhlýðilega virðingu, enginn vill láta prinsessuna ungu upplifa Díönu-martröðina. Í gær kvartaði fjölskylda Middleton meðal annars undan áreitni frá ljósmyndurum en þeir höfðu þá setið um móður Kate þar sem hún var að versla. freyrgigja@frettabladid.is William & Kate Kóngafólk Bretland Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Bretar bíða spenntir eftir brúðkaupi ársins hinn 29. apríl þegar Vilhjálmur prins gengur að eiga unnustu sína, Kate Middleton. Enska biskupakirkjan biður fyrir því að hjónin verði hvort öðru trú. Breska þjóðin bíður nú með öndina í hálsinum eftir því að Kate Middleton verði hennar næsta prinsessa þegar hún gengur að eiga Vilhjálm prins. Parið hefur verið sundur og saman undanfarin ár en nú er komið að stóru stundinni. Búist er við því að 600 þúsund ferðamenn leggi leið sína til Lundúna til þess eins að fylgjast með athöfninni og öllu húllumhæinu. Athöfnin og brúðkaupið verða í beinni útsendingu á RÚV og þau Bogi Ágústsson og Elísabet Brekkan munu lýsa því sem fyrir augu ber. Athöfnin stendur frá tíu að morgni föstudagsins 29. apríl til korter yfir tólf. Eftir að hafa verið gefin saman er hinum nýgiftu ekið í opnum vagni að Buckingham-höll, þar sem Vilhjálmur og Kate munu veifa til þjóðar sinnar. Til að koma í veg fyrir tafir hefur gestum brúðkaupsins verið ráðlagt að mæta tveimur og hálfum tíma fyrir athöfnina sjálfa. Tvö þúsund gestir eru á fyrsta gestalistanum og þar má sjá nöfn á borð við Kanye West, David Beckham, Elton John og aðrar slíkar stórstjörnur. Athygli vekur að fáum þjóðhöfðingjum er boðið, Barack Obama fékk ekki boðskort né Frakklandsforsetinn Sarkozy eða Ólafur Ragnar Grímsson. Tvö þúsund manna listinn verður síðan skorinn niður í 600 sem verður boðið í hressingu hjá Elísabetu drottningu. Aðalveislan er síðan kvöldverður í boði Karls Bretaprins en þangað fá aðeins 300 gestir boðskort. Ekkert hefur verið gefið út hvað verður á matseðlinum en fjölmiðlar gera því skóna að matseðillinn verði mjög breskur. Þá er jafnframt búist við því að brúðkaupið sjálft eigi eftir að vera vítamínsprauta í annars krepptan efnahag Bretlands og hafa tölur eins og þrír milljarðar punda verið nefndar í því samhengi. Varningur tengdur brúðkaupinu eigi eftir að rjúka út, áfengisneysla verði umtalsverð og fólk eigi eftir að gera vel við sig í mat. Búið er að setja Kate Middleton-dúkku á markað sem sérfræðingar spá að eigi eftir að njóta mikilla vinsælda og ekki má heldur gleyma því að sannur konungsvinur gæti keypt æskuheimili prinsessunnar sem er nú til sölu. Bretar hafa ekki upplifað jafn spennandi tíma í konunglegum ástamálum síðan Karl Bretaprins giftist Díönu Spencer fyrir næstum þrjátíu árum en það var kallað „brúðkaup aldarinnar" í bresku pressunni. Það markaði reyndar upphaf ákaflega dökkra tíma í sögu bresku konungsfjölskyldunnar þar sem söguþráðurinn minnti á sápuóperu frá Ameríku. Því kemur það kannski engum á óvart að forsvarsmenn ensku biskupakirkjunnar skuli nú biðja fyrir því að Vilhjálmur og Kate Middleton verði hvort öðru trú í hjónabandinu og standi við þann samning sem þau gera frammi fyrir Guði og mönnum í Westminster Abbey. Breska blaðið Telegraph fjallar um bænina á vefsíðu sinni og rifjar upp sögu svika í Buckingham seint á síðustu öld. Þannig viðurkenndi Karl Bretaprins í sjónvarpsviðtali að hann hefði haldið framhjá Díönu með núverandi eiginkonu sinni, Camillu Parker Bowles. Díana launaði honum lambið gráa og upplýsti í öðru sjónvarpsviðtali að hún hefði alltaf elskað og dáð liðsforingjann James Hewitt. Elísabetu Bretadrottningu svelgdist síðan á morgunkaffinu skömmu seinna þegar hún sá myndir af tengdadóttur sinni, Söruh Ferguson, og ástmanni hennar, John Bryan, láta vel að hvort öðru á snekkju. Sarah var þá enn gift Andrési prins. Breska þjóðin virðist hins vegar trúa því að með þessu hjónabandi ljúki hrakfallasögu ástarinnar innan bresku krúnunnar. Og þeir forðast allar hástemmdar nafngiftir eins og brúðkaup aldarinnar. Allt kapp er lagt á að gera brúðkaupið sem glæsilegast úr garði og fjölmiðlum er gert að sýna bæði Kate og fjölskyldu hennar tilhlýðilega virðingu, enginn vill láta prinsessuna ungu upplifa Díönu-martröðina. Í gær kvartaði fjölskylda Middleton meðal annars undan áreitni frá ljósmyndurum en þeir höfðu þá setið um móður Kate þar sem hún var að versla. freyrgigja@frettabladid.is
William & Kate Kóngafólk Bretland Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira