Eiginmaður og sonur Ingibjargar Sólrúnar segja sig úr Samfylkingunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. október 2010 12:15 Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segist hryggur yfir þeirri ákvörðun Alþingis að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Vísir/GVA Björgvin G. Sigurðsson segist hryggur yfir því að Geir H. Haarde hafi einn verið ákærður fyrir landsdómi. Hann segist hafa gengið í gegnum allt tilfinningalitrófið, en skrifað sig frá reiðinni. Eiginmaður og yngri sonur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa sagt sig úr Samfylkingunni vegna atkvæðagreiðslunnar í landsdómsmálinu. Mikil óánægja er meðal Samfylkingarfólks með að hluti þingflokksins hafi viljað ákæra fyrrverandi ráðherra flokksins fyrir landsdómi, þótt það hafi á endanum verið niðurstaða Alþingis að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra einan. Bæði Hjörleifur Sveinbjörnsson, eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar, og yngri sonur þeirra hjóna, sögðu sig úr Samfylkingunni í þessari viku þegar atkvæðagreiðslan á Alþingi lá fyrir. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, sem var á endanum ekki ákærður, sneri aftur á Alþingi í gær. Hann segist hryggur yfir þeirri niðurstöðu þingsins að ákæra Geir. „Mér þótti niðurstaðan dapurleg. Ég var ekkert ánægður með það og var hryggur yfir því að Geir skyldi sendur fyrir landsdóm því mér þykir efni ekki standa til. Það sem var gert og ekki gert síðustu mánuðina fyrir hrun og alþjóðakreppuna miklu hefur ekki verið sýnt fram á að hefði haft afgerandi áhrif," segir Björgvin. Þessi tími fram að atkvæðagreiðslunni hefur verið erfiður fyrir Björgvin, en hann segist hafa farð í gegnum allt tilfinningalitrófið. Hann segist hins vegar ekki bera kala til nokkurs manns og segist hafa skrifað sig frá reiðinni. Fram kefur komið að Björgvin ætlaði að segja af sér embætti strax daginn eftir örlagaríka ákvörðun ríkisins um að taka yfir 75 prósenta hlut í Glitni banka hinn 29. september september 2008. Ástæðan er sú að honum, sem ráðherra bankamála, hafði verið haldið utan við atburðarásina sem leiddi til yfirtökunnar. Össur Skarphéðinsson lagði hins vegar hart að honum að halda áfram og segja ekki af sér. Kemur þetta t.d fram í Umsátrinu, bók Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. En hvernig er samband Björgvins og Össurar í dag? „Samband okkar er jafn gott núna og það var fyrir tíu árum," segir Björgvin. Landsdómur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson segist hryggur yfir því að Geir H. Haarde hafi einn verið ákærður fyrir landsdómi. Hann segist hafa gengið í gegnum allt tilfinningalitrófið, en skrifað sig frá reiðinni. Eiginmaður og yngri sonur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa sagt sig úr Samfylkingunni vegna atkvæðagreiðslunnar í landsdómsmálinu. Mikil óánægja er meðal Samfylkingarfólks með að hluti þingflokksins hafi viljað ákæra fyrrverandi ráðherra flokksins fyrir landsdómi, þótt það hafi á endanum verið niðurstaða Alþingis að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra einan. Bæði Hjörleifur Sveinbjörnsson, eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar, og yngri sonur þeirra hjóna, sögðu sig úr Samfylkingunni í þessari viku þegar atkvæðagreiðslan á Alþingi lá fyrir. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, sem var á endanum ekki ákærður, sneri aftur á Alþingi í gær. Hann segist hryggur yfir þeirri niðurstöðu þingsins að ákæra Geir. „Mér þótti niðurstaðan dapurleg. Ég var ekkert ánægður með það og var hryggur yfir því að Geir skyldi sendur fyrir landsdóm því mér þykir efni ekki standa til. Það sem var gert og ekki gert síðustu mánuðina fyrir hrun og alþjóðakreppuna miklu hefur ekki verið sýnt fram á að hefði haft afgerandi áhrif," segir Björgvin. Þessi tími fram að atkvæðagreiðslunni hefur verið erfiður fyrir Björgvin, en hann segist hafa farð í gegnum allt tilfinningalitrófið. Hann segist hins vegar ekki bera kala til nokkurs manns og segist hafa skrifað sig frá reiðinni. Fram kefur komið að Björgvin ætlaði að segja af sér embætti strax daginn eftir örlagaríka ákvörðun ríkisins um að taka yfir 75 prósenta hlut í Glitni banka hinn 29. september september 2008. Ástæðan er sú að honum, sem ráðherra bankamála, hafði verið haldið utan við atburðarásina sem leiddi til yfirtökunnar. Össur Skarphéðinsson lagði hins vegar hart að honum að halda áfram og segja ekki af sér. Kemur þetta t.d fram í Umsátrinu, bók Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. En hvernig er samband Björgvins og Össurar í dag? „Samband okkar er jafn gott núna og það var fyrir tíu árum," segir Björgvin.
Landsdómur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira