Opið bréf til Atla og Hrafns 21. október 2010 06:00 Kæru Hrafn Magnússon og Atli Gíslason. Eftir að hafa lesið viðtal við ykkur í Fréttablaðinu þann 24. september sl., finn ég mig knúinn til að rita ykkur eftirfarandi: Í viðtalinu við ykkur félagana kom fram að líkur væru á að Alþingi muni hætta við að rannsaka lífeyrissjóðina þar sem nú þegar sé hafin rannsókn á vegum lífeyrissjóðanna sjálfra, þ.e. Landssambands lífeyrissjóða. Eins og fram kom í grein eftir mig sem birtist í Fréttablaðinu fyrir skömmu, dreg ég stórlega í efa að slík rannsókn geti orðið annað en hvítþvottur þess sem fæst við að rannsaka eigin gerðir. Varla þarf að rifja upp fyrir ykkur að á fundi Landssamtaka lífeyrissjóðanna var ákveðið að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd óháðra, óvilhallra og hæfra einstaklinga sem hefði það hlutverk að gera úttekt á fjárfestingastefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda hrunsins. Sömu aðilar samþykktu að fela ríkissáttasemjara að tilnefna þrjá einstaklinga til setu í nefndinni. Af einhverri ástæðu sem líklega er sjálfstætt rannsóknarefni ákvað sáttasemjari aðeins að mæla með því að óvilhallur aðili tæki verkefnið að sér. Á vefnum http://skemman.is frá 04.05.2010 má lesa að Hrafn Bragason, formaður rannsóknar nefndarinnar, hafði áður verið leiðbeinandi annars starfsmanns nefndarinnar, Kristjáns Geirs Péturssonar. Þeir félagar höfðu nefnilega „rannsakað" þessi mál áður. Varla þarf að taka fram að hér eru varla lengur óháðir og hæfir aðilar á ferð. Atli sagðist ætla að bíða eftir annarri skýrslu sem unnin verður af sömu aðilum og ætlar svo að sjá til hvort ástæða verði til að rannsaka lífeyrissjóðina eitthvað frekar. Allt ber þetta vott um það gagnsæi og heiðarleika sem íslenskum almenningi er boðið upp á um þessar mundir. Því spyr ég, getur verið að störf Atla fyrir verkalýðshreyfinguna, og þá sérstaklega innan stéttarfélagsins Eflingar, stýri hér för? Auðvitað veit ég ekki hvað fór á milli Atla og Hrafns en Hrafn sagði í umræddri frétt að þegar við útkomu skýrslu þingmannanefndarinnar hefði verið haft samband við nefndina og áréttað að sjálfstæð og óháð úttekt færi fram. En þetta var auðvitað alls ekki rétt. Rannsóknin er auðvitað hvorki óháð né sjálfstæð. Með öllum ráðum virðist reynt að koma í veg fyrir að Alþingi rannsaki lífeyrissjóðina. Er ekki nauðsynlegt fyrir lífeyrissjóðina að öðlast traust og verða hafnir yfir áleitnar spurningar um spillingu? Að Hrafn skuli hafa viðurkennt að umrætt samtal hafi átt sér stað gerir hina óháðu rannsókn Landssamtakanna nefnilega alls ekki eins óháða og fólki er ætlað að halda. Getur verið, eftir allt sem á undan er gengið, að Landssamtök lífeyrissjóðanna komist upp með að stjórna rannsókn á sjálfum sér frá A til Ö? Atli Gíslason hefur starfað fyrir verkalýðshreyfinguna í áratugi. Er óeðlilegt að efast um aðkomu hans þegar annað eins mál og rannsókn á lífeyrissjóðum landsins er á döfinni? Hingað til hef ég haft trú á Atla, en eins og málið blasir við núna hefur orðið breyting á. Réttast væri að þingmaðurinn segði sig frá þessu máli nú þegar. Eins er ég á þeirri skoðun að stöðva beri rannsóknarnefnd Landssamtakanna strax og fela raunverulegum óháðum rannsakendum málið. Hér þarf alþjóðlegt rannsóknarfyrirtæki eins og t.d. Kroll að koma að málum. Engin launung er á að Kroll er óháður rannsakandi og engu háð nema heiðarlegri niðurstöðu. Það er sanngjörn krafa að lífeyrissjóðir launafólks verði hreinsaðir af því óorði sem af þeim fer. Við sem eigum og treystum á sjóðina hljótum að gera kröfu til þess að hér orki ekkert tvímælis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæru Hrafn Magnússon og Atli Gíslason. Eftir að hafa lesið viðtal við ykkur í Fréttablaðinu þann 24. september sl., finn ég mig knúinn til að rita ykkur eftirfarandi: Í viðtalinu við ykkur félagana kom fram að líkur væru á að Alþingi muni hætta við að rannsaka lífeyrissjóðina þar sem nú þegar sé hafin rannsókn á vegum lífeyrissjóðanna sjálfra, þ.e. Landssambands lífeyrissjóða. Eins og fram kom í grein eftir mig sem birtist í Fréttablaðinu fyrir skömmu, dreg ég stórlega í efa að slík rannsókn geti orðið annað en hvítþvottur þess sem fæst við að rannsaka eigin gerðir. Varla þarf að rifja upp fyrir ykkur að á fundi Landssamtaka lífeyrissjóðanna var ákveðið að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd óháðra, óvilhallra og hæfra einstaklinga sem hefði það hlutverk að gera úttekt á fjárfestingastefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda hrunsins. Sömu aðilar samþykktu að fela ríkissáttasemjara að tilnefna þrjá einstaklinga til setu í nefndinni. Af einhverri ástæðu sem líklega er sjálfstætt rannsóknarefni ákvað sáttasemjari aðeins að mæla með því að óvilhallur aðili tæki verkefnið að sér. Á vefnum http://skemman.is frá 04.05.2010 má lesa að Hrafn Bragason, formaður rannsóknar nefndarinnar, hafði áður verið leiðbeinandi annars starfsmanns nefndarinnar, Kristjáns Geirs Péturssonar. Þeir félagar höfðu nefnilega „rannsakað" þessi mál áður. Varla þarf að taka fram að hér eru varla lengur óháðir og hæfir aðilar á ferð. Atli sagðist ætla að bíða eftir annarri skýrslu sem unnin verður af sömu aðilum og ætlar svo að sjá til hvort ástæða verði til að rannsaka lífeyrissjóðina eitthvað frekar. Allt ber þetta vott um það gagnsæi og heiðarleika sem íslenskum almenningi er boðið upp á um þessar mundir. Því spyr ég, getur verið að störf Atla fyrir verkalýðshreyfinguna, og þá sérstaklega innan stéttarfélagsins Eflingar, stýri hér för? Auðvitað veit ég ekki hvað fór á milli Atla og Hrafns en Hrafn sagði í umræddri frétt að þegar við útkomu skýrslu þingmannanefndarinnar hefði verið haft samband við nefndina og áréttað að sjálfstæð og óháð úttekt færi fram. En þetta var auðvitað alls ekki rétt. Rannsóknin er auðvitað hvorki óháð né sjálfstæð. Með öllum ráðum virðist reynt að koma í veg fyrir að Alþingi rannsaki lífeyrissjóðina. Er ekki nauðsynlegt fyrir lífeyrissjóðina að öðlast traust og verða hafnir yfir áleitnar spurningar um spillingu? Að Hrafn skuli hafa viðurkennt að umrætt samtal hafi átt sér stað gerir hina óháðu rannsókn Landssamtakanna nefnilega alls ekki eins óháða og fólki er ætlað að halda. Getur verið, eftir allt sem á undan er gengið, að Landssamtök lífeyrissjóðanna komist upp með að stjórna rannsókn á sjálfum sér frá A til Ö? Atli Gíslason hefur starfað fyrir verkalýðshreyfinguna í áratugi. Er óeðlilegt að efast um aðkomu hans þegar annað eins mál og rannsókn á lífeyrissjóðum landsins er á döfinni? Hingað til hef ég haft trú á Atla, en eins og málið blasir við núna hefur orðið breyting á. Réttast væri að þingmaðurinn segði sig frá þessu máli nú þegar. Eins er ég á þeirri skoðun að stöðva beri rannsóknarnefnd Landssamtakanna strax og fela raunverulegum óháðum rannsakendum málið. Hér þarf alþjóðlegt rannsóknarfyrirtæki eins og t.d. Kroll að koma að málum. Engin launung er á að Kroll er óháður rannsakandi og engu háð nema heiðarlegri niðurstöðu. Það er sanngjörn krafa að lífeyrissjóðir launafólks verði hreinsaðir af því óorði sem af þeim fer. Við sem eigum og treystum á sjóðina hljótum að gera kröfu til þess að hér orki ekkert tvímælis.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun