Beint lýðræði ný stjórnarskrá Tryggvi Gíslason skrifar 8. júní 2010 06:00 Skammt er öfga milli. Eftir alræði íslenskra stjórnmálaflokka heila öld - eða frá upphafi þingræðis, er farið að tala um beint lýðræði þar sem öll meginmál skal ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu. Jafnframt er talað um að fjórflokkurinn sé dauður og flokkakerfið hafi runnið sitt skeið á enda. Þetta er enn eitt dæmið um öfgar í íslenskri umræðu þar sem heimurinn er annaðhvort svartur eða hvítur. Beint lýðræði krefst þess að kjósendur setji sig inn í öll mál, þekki allt, skilji allt og viti allt. Slíkt er óhugsandi af þekkingarfræðilegum ástæðum. Enginn getur þekkt allt, skilið allt og vitað allt, heldur verðum við kjósendur að treysta kjörnum fulltrúum til þess að ráða fram úr málum samfélagsins og sveitarfélaga. Í slíku felst eðlileg verkaskipting í þjóðfélagi sérfræðinnar - þjóðfélagi þekkingarinnar. Auk þess er beint lýðræði þunglamalegt og kostnaðar-samt. Í þriðja lagi - og það sem skiptir mestu máli: í beinu lýðræði ber enginn ábyrgð, en ábyrgð er það sem skiptir máli. Eftir sviksemi viðskiptalífsins, dugleysi fjölmiðla og blindingsleik leiðtoga stjórnmálaflokka skiptir mestu máli, að fólk - ungt og gamalt, konur og karlar verði krafið um að bera ábyrgð á gerðum sínum og sé gert kleift og að bera ábyrgð á sér sjálft: í skólum, á heimilum og vinnustöðum, í umferðinni, í samskiptum við annað fólk - og í stjórnmálum. Til þess að auka ábyrgð almennings þurfum við ekki síst ábyrga stjórnmálaflokka og virkt fulltrúalýðræði, opna umræðu og algera upplýsingaskyldu. Ábyrgir stjórnmálaflokkar eiga að ráða því sjálfir, hverja þeir bjóða fram og ekki nota prófkjör - sem er blekking, upphaflega fundin upp til þess að slá ryki í augun á fólki og láta það halda að það ráði sjálft, en endaði með spillingu og því að hlaupandi strákar úr íþróttafélögum eða allt öðrum stjórnmálaflokkum réð framboðslistum. Stjórnmálaflokkar eiga að kynna stefnumál sín og viðhorf á einfaldan, skýran og skiljanlegan hátt og fjölmiðlar eiga að veita flokkum og frambjóðendum aðhald á grundvelli þekkingar á lögmálum samfélagsins - það þarf sem sagt menntaða blaðamenn og hlutlæga fjölmiðla. Hins vegar á nú að nota beint lýðræði til að setja landinu ný grundvallarlög - nýja stjórnarskrá, þar sem kjörið er til stjórnlagaþings beinni persónukosningu með landið allt sem eitt kjördæmi þar sem virðing fyrir manninum er fyrsta boðorðið eins og er í stjórnarskrá Þýskalands þar sem segir: Die Würde des Menschen ist uantastbar - „virðing mannsins er ósnertanleg". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Skammt er öfga milli. Eftir alræði íslenskra stjórnmálaflokka heila öld - eða frá upphafi þingræðis, er farið að tala um beint lýðræði þar sem öll meginmál skal ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu. Jafnframt er talað um að fjórflokkurinn sé dauður og flokkakerfið hafi runnið sitt skeið á enda. Þetta er enn eitt dæmið um öfgar í íslenskri umræðu þar sem heimurinn er annaðhvort svartur eða hvítur. Beint lýðræði krefst þess að kjósendur setji sig inn í öll mál, þekki allt, skilji allt og viti allt. Slíkt er óhugsandi af þekkingarfræðilegum ástæðum. Enginn getur þekkt allt, skilið allt og vitað allt, heldur verðum við kjósendur að treysta kjörnum fulltrúum til þess að ráða fram úr málum samfélagsins og sveitarfélaga. Í slíku felst eðlileg verkaskipting í þjóðfélagi sérfræðinnar - þjóðfélagi þekkingarinnar. Auk þess er beint lýðræði þunglamalegt og kostnaðar-samt. Í þriðja lagi - og það sem skiptir mestu máli: í beinu lýðræði ber enginn ábyrgð, en ábyrgð er það sem skiptir máli. Eftir sviksemi viðskiptalífsins, dugleysi fjölmiðla og blindingsleik leiðtoga stjórnmálaflokka skiptir mestu máli, að fólk - ungt og gamalt, konur og karlar verði krafið um að bera ábyrgð á gerðum sínum og sé gert kleift og að bera ábyrgð á sér sjálft: í skólum, á heimilum og vinnustöðum, í umferðinni, í samskiptum við annað fólk - og í stjórnmálum. Til þess að auka ábyrgð almennings þurfum við ekki síst ábyrga stjórnmálaflokka og virkt fulltrúalýðræði, opna umræðu og algera upplýsingaskyldu. Ábyrgir stjórnmálaflokkar eiga að ráða því sjálfir, hverja þeir bjóða fram og ekki nota prófkjör - sem er blekking, upphaflega fundin upp til þess að slá ryki í augun á fólki og láta það halda að það ráði sjálft, en endaði með spillingu og því að hlaupandi strákar úr íþróttafélögum eða allt öðrum stjórnmálaflokkum réð framboðslistum. Stjórnmálaflokkar eiga að kynna stefnumál sín og viðhorf á einfaldan, skýran og skiljanlegan hátt og fjölmiðlar eiga að veita flokkum og frambjóðendum aðhald á grundvelli þekkingar á lögmálum samfélagsins - það þarf sem sagt menntaða blaðamenn og hlutlæga fjölmiðla. Hins vegar á nú að nota beint lýðræði til að setja landinu ný grundvallarlög - nýja stjórnarskrá, þar sem kjörið er til stjórnlagaþings beinni persónukosningu með landið allt sem eitt kjördæmi þar sem virðing fyrir manninum er fyrsta boðorðið eins og er í stjórnarskrá Þýskalands þar sem segir: Die Würde des Menschen ist uantastbar - „virðing mannsins er ósnertanleg".
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar