Beint lýðræði ný stjórnarskrá Tryggvi Gíslason skrifar 8. júní 2010 06:00 Skammt er öfga milli. Eftir alræði íslenskra stjórnmálaflokka heila öld - eða frá upphafi þingræðis, er farið að tala um beint lýðræði þar sem öll meginmál skal ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu. Jafnframt er talað um að fjórflokkurinn sé dauður og flokkakerfið hafi runnið sitt skeið á enda. Þetta er enn eitt dæmið um öfgar í íslenskri umræðu þar sem heimurinn er annaðhvort svartur eða hvítur. Beint lýðræði krefst þess að kjósendur setji sig inn í öll mál, þekki allt, skilji allt og viti allt. Slíkt er óhugsandi af þekkingarfræðilegum ástæðum. Enginn getur þekkt allt, skilið allt og vitað allt, heldur verðum við kjósendur að treysta kjörnum fulltrúum til þess að ráða fram úr málum samfélagsins og sveitarfélaga. Í slíku felst eðlileg verkaskipting í þjóðfélagi sérfræðinnar - þjóðfélagi þekkingarinnar. Auk þess er beint lýðræði þunglamalegt og kostnaðar-samt. Í þriðja lagi - og það sem skiptir mestu máli: í beinu lýðræði ber enginn ábyrgð, en ábyrgð er það sem skiptir máli. Eftir sviksemi viðskiptalífsins, dugleysi fjölmiðla og blindingsleik leiðtoga stjórnmálaflokka skiptir mestu máli, að fólk - ungt og gamalt, konur og karlar verði krafið um að bera ábyrgð á gerðum sínum og sé gert kleift og að bera ábyrgð á sér sjálft: í skólum, á heimilum og vinnustöðum, í umferðinni, í samskiptum við annað fólk - og í stjórnmálum. Til þess að auka ábyrgð almennings þurfum við ekki síst ábyrga stjórnmálaflokka og virkt fulltrúalýðræði, opna umræðu og algera upplýsingaskyldu. Ábyrgir stjórnmálaflokkar eiga að ráða því sjálfir, hverja þeir bjóða fram og ekki nota prófkjör - sem er blekking, upphaflega fundin upp til þess að slá ryki í augun á fólki og láta það halda að það ráði sjálft, en endaði með spillingu og því að hlaupandi strákar úr íþróttafélögum eða allt öðrum stjórnmálaflokkum réð framboðslistum. Stjórnmálaflokkar eiga að kynna stefnumál sín og viðhorf á einfaldan, skýran og skiljanlegan hátt og fjölmiðlar eiga að veita flokkum og frambjóðendum aðhald á grundvelli þekkingar á lögmálum samfélagsins - það þarf sem sagt menntaða blaðamenn og hlutlæga fjölmiðla. Hins vegar á nú að nota beint lýðræði til að setja landinu ný grundvallarlög - nýja stjórnarskrá, þar sem kjörið er til stjórnlagaþings beinni persónukosningu með landið allt sem eitt kjördæmi þar sem virðing fyrir manninum er fyrsta boðorðið eins og er í stjórnarskrá Þýskalands þar sem segir: Die Würde des Menschen ist uantastbar - „virðing mannsins er ósnertanleg". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Skammt er öfga milli. Eftir alræði íslenskra stjórnmálaflokka heila öld - eða frá upphafi þingræðis, er farið að tala um beint lýðræði þar sem öll meginmál skal ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu. Jafnframt er talað um að fjórflokkurinn sé dauður og flokkakerfið hafi runnið sitt skeið á enda. Þetta er enn eitt dæmið um öfgar í íslenskri umræðu þar sem heimurinn er annaðhvort svartur eða hvítur. Beint lýðræði krefst þess að kjósendur setji sig inn í öll mál, þekki allt, skilji allt og viti allt. Slíkt er óhugsandi af þekkingarfræðilegum ástæðum. Enginn getur þekkt allt, skilið allt og vitað allt, heldur verðum við kjósendur að treysta kjörnum fulltrúum til þess að ráða fram úr málum samfélagsins og sveitarfélaga. Í slíku felst eðlileg verkaskipting í þjóðfélagi sérfræðinnar - þjóðfélagi þekkingarinnar. Auk þess er beint lýðræði þunglamalegt og kostnaðar-samt. Í þriðja lagi - og það sem skiptir mestu máli: í beinu lýðræði ber enginn ábyrgð, en ábyrgð er það sem skiptir máli. Eftir sviksemi viðskiptalífsins, dugleysi fjölmiðla og blindingsleik leiðtoga stjórnmálaflokka skiptir mestu máli, að fólk - ungt og gamalt, konur og karlar verði krafið um að bera ábyrgð á gerðum sínum og sé gert kleift og að bera ábyrgð á sér sjálft: í skólum, á heimilum og vinnustöðum, í umferðinni, í samskiptum við annað fólk - og í stjórnmálum. Til þess að auka ábyrgð almennings þurfum við ekki síst ábyrga stjórnmálaflokka og virkt fulltrúalýðræði, opna umræðu og algera upplýsingaskyldu. Ábyrgir stjórnmálaflokkar eiga að ráða því sjálfir, hverja þeir bjóða fram og ekki nota prófkjör - sem er blekking, upphaflega fundin upp til þess að slá ryki í augun á fólki og láta það halda að það ráði sjálft, en endaði með spillingu og því að hlaupandi strákar úr íþróttafélögum eða allt öðrum stjórnmálaflokkum réð framboðslistum. Stjórnmálaflokkar eiga að kynna stefnumál sín og viðhorf á einfaldan, skýran og skiljanlegan hátt og fjölmiðlar eiga að veita flokkum og frambjóðendum aðhald á grundvelli þekkingar á lögmálum samfélagsins - það þarf sem sagt menntaða blaðamenn og hlutlæga fjölmiðla. Hins vegar á nú að nota beint lýðræði til að setja landinu ný grundvallarlög - nýja stjórnarskrá, þar sem kjörið er til stjórnlagaþings beinni persónukosningu með landið allt sem eitt kjördæmi þar sem virðing fyrir manninum er fyrsta boðorðið eins og er í stjórnarskrá Þýskalands þar sem segir: Die Würde des Menschen ist uantastbar - „virðing mannsins er ósnertanleg".
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun