Jóhanna Sigurðardóttir: Endurbætur á traustum grunni Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2010 06:00 Öll ráðuneyti og stofnanir þeirra hafa tekist á við margvíslegar breytingar í umhverfi sínu í kjölfar hruns bankakerfisins. Í fyrri grein minni fjallaði ég um helstu úrbætur sem nú þegar hefur verið unnið að á vettvangi forsætisráðuneytisins og miða að því að gera umhverfi stjórnmála og stjórnsýslu lýðræðislegra, skilvirkara og traustara. Í þessari síðari grein minni mun ég beina sjónum mínum að sambærilegum umbótaverkefnum sem unnin hafa verið á vettvangi annarra ráðuneyta frá hruni bankakerfisins. • Nýtt efnahags- og viðskiptaráðuneyti, sem sett var á stofn 1. október sl. í því augnamiði að styrkja stjórnun efnahagsmála, færa undir eitt ráðuneyti mikilvægar stofnanir og starfsemi og fækka þannig þeim ráðuneytum sem koma að stjórnun efnahagsmála. • Róttækt frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki hefur verið lagt fram þar sem m.a. er kveðið á um auknar eftirlitsheimildir FME, bann við lánum með veði í hlutabréfum eða stofnfjárbréfum lánveitanda og miklar takmarkanir á lánveitingum til lykilstarfsmanna. Auknar kröfur eru gerðar til stjórnarmanna og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja, heimildir til hvatakerfis og starfslokasaminga verða takmarkaðar. • Hlutafélagalögum og einkahlutafélagalögum hefur verið breytt m.a. með það að markmiði að auka gagnsæi um eignarhald og atkvæðisrétt í hlutafélögum og að jafna kynjahlutföll í stjórnum og meðal starfsfólks. • Frumvarp til laga um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði hefur verið lagt fram. Þar er m.a. lagt til að auknar kröfur verði gerðar til rekstrarfélaga og að strangari reglur gildi um fjárfestingar tengdra aðila til að koma í veg fyrir krosseignatengsl. • Ný stjórn og yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins var skipuð og gagnsæi í störfum þess hefur verið aukið. FME rannsakar nú ýmis mál vegna gruns um brot á lögum sem gilda á fjármálamarkaði og hefur þegar vísað tugum mála til sérstaks saksóknara, efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og embættis ríkissaksóknara. • Miklar breytingar urðu á starfsemi Seðlabankans á sl. ári með nýjum lögum. Auk nýrrar stjórnar bankans var skipuð peningastefnunefnd sem fer með vaxtaákvarðanir bankans. Nú er unnið að langtímastefnumótun á sviði peningamála í Seðlabankanum og boðuð hefur verið heildarendurskoðun á lögum um bankann. • Samningur var gerður við Evu Joly um aðkomu hennar að rannsókn sérstaks saksóknara á atburðum tengdum falli íslensku bankanna. Framlag til rannsóknarinnar var stóraukið, saksóknurum embættisins var fjölgað um þrjá, tugir einstaklinga ráðnir til starfa og ráðherra skipaði einnig sérstakan ríkissaksóknara yfir embættið. • Vegna aukins álags á dómskerfið hafa verið samþykkt lög sem heimila fjölgun héraðsdómara um fimm auk þess sem starfsmönnum embættanna hefur verið fjölgað. • Lagt hefur verið fram frumvarp um breytingu á lögum um dómstóla þar sem lagðar eru til nýjar reglur um fyrirkomulag við skipun dómara, aukið vægi matsnefndar og aðkomu Alþingis þegar ráðherra vill víkja frá tillögum matsnefndar. • Endurreisn viðskiptabankanna tókst mun betur en vonir stóðu til og samkomulag náðist við kröfuhafa gömlu bankanna. Nýju viðskiptabankarnir eru því fullfjármagnaðir og traustir. • Vegna endurreisnar bankakerfisins hefur ríkið sett sér eigandastefnu. Stefnan tekur mið af þeim sérstöku aðstæðum sem skapast hafa við endurreisn bankakerfisins og með henni er leitast við að skapa trúverðugleika og traust á ríkinu sem eiganda fjármálafyrirtækja. • Bankasýsla ríkisins hefur tekið til starfa og sér stofnunin alfarið um samskipti við fjármálafyrirtæki sem tengjast eigandahlutverki ríkisins. Markmiðið er að umsýsla eignarhluta verði fagleg og traust og hafin yfir vafa. • Gerð var könnun á þörf á skatteftirliti í kjölfar bankahrunsins og í framhaldi af henni ákveðið að stórefla skatteftirlit og skattrannsóknir og veitt til þess fé. M.a. var lögleidd skylda fjármálastofnana til að veita skattyfirvöldum allar upplýsingar um eignir, skuldir, tekjur af hvers konar fjármálagjörningum og tekin upp lagaákvæði um skattskyldu aflandsfélaga. Þá hafa verið samþykkt lög sem heimila skattyfirvöldum kyrrsetningu eigna til tryggingar á vangoldnum sköttum vegna mála sem sæta rannsókn. • Lagt hefur verið fram frumvarp um fyrstu heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra. Þar er m.a. að finna reglur um gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum, um ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra og ítarlegri vernd heimildarmanna blaða- og fréttamanna. Margt fleira gæti ég nefnt en í þessum tveimur greinum hef ég farið yfir helstu þætti þeirrar róttæku uppstokkunar sem ríkisstjórnir mínar hafa beitt sér fyrir frá hruni. Því fer fjarri að enn sjái fyrir endann á þessum miklu breytingum og skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis mun án efa benda á brotalamir sem enn hefur ekki verið tekið á. Frá fyrsta degi hafa ríkisstjórnir mínar verið einbeittar í því að breyta lagaumhverfi og vinnubrögðum til að tryggja að mistök fortíðarinnar endurtaki sig ekki og að endurreisnin verði byggð á traustum grunni til framtíðar. Þessu mikilvæga verkefni miðar vel og það er trú mín og vissa að niðurstöður þeirrar yfirgripsmiklu og fordæmalausa rannsóknar á aðdraganda hrunsins sem birtast mun þjóðinni á mánudaginn muni nýtast til enn frekari umbóta í þessum efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Öll ráðuneyti og stofnanir þeirra hafa tekist á við margvíslegar breytingar í umhverfi sínu í kjölfar hruns bankakerfisins. Í fyrri grein minni fjallaði ég um helstu úrbætur sem nú þegar hefur verið unnið að á vettvangi forsætisráðuneytisins og miða að því að gera umhverfi stjórnmála og stjórnsýslu lýðræðislegra, skilvirkara og traustara. Í þessari síðari grein minni mun ég beina sjónum mínum að sambærilegum umbótaverkefnum sem unnin hafa verið á vettvangi annarra ráðuneyta frá hruni bankakerfisins. • Nýtt efnahags- og viðskiptaráðuneyti, sem sett var á stofn 1. október sl. í því augnamiði að styrkja stjórnun efnahagsmála, færa undir eitt ráðuneyti mikilvægar stofnanir og starfsemi og fækka þannig þeim ráðuneytum sem koma að stjórnun efnahagsmála. • Róttækt frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki hefur verið lagt fram þar sem m.a. er kveðið á um auknar eftirlitsheimildir FME, bann við lánum með veði í hlutabréfum eða stofnfjárbréfum lánveitanda og miklar takmarkanir á lánveitingum til lykilstarfsmanna. Auknar kröfur eru gerðar til stjórnarmanna og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja, heimildir til hvatakerfis og starfslokasaminga verða takmarkaðar. • Hlutafélagalögum og einkahlutafélagalögum hefur verið breytt m.a. með það að markmiði að auka gagnsæi um eignarhald og atkvæðisrétt í hlutafélögum og að jafna kynjahlutföll í stjórnum og meðal starfsfólks. • Frumvarp til laga um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði hefur verið lagt fram. Þar er m.a. lagt til að auknar kröfur verði gerðar til rekstrarfélaga og að strangari reglur gildi um fjárfestingar tengdra aðila til að koma í veg fyrir krosseignatengsl. • Ný stjórn og yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins var skipuð og gagnsæi í störfum þess hefur verið aukið. FME rannsakar nú ýmis mál vegna gruns um brot á lögum sem gilda á fjármálamarkaði og hefur þegar vísað tugum mála til sérstaks saksóknara, efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og embættis ríkissaksóknara. • Miklar breytingar urðu á starfsemi Seðlabankans á sl. ári með nýjum lögum. Auk nýrrar stjórnar bankans var skipuð peningastefnunefnd sem fer með vaxtaákvarðanir bankans. Nú er unnið að langtímastefnumótun á sviði peningamála í Seðlabankanum og boðuð hefur verið heildarendurskoðun á lögum um bankann. • Samningur var gerður við Evu Joly um aðkomu hennar að rannsókn sérstaks saksóknara á atburðum tengdum falli íslensku bankanna. Framlag til rannsóknarinnar var stóraukið, saksóknurum embættisins var fjölgað um þrjá, tugir einstaklinga ráðnir til starfa og ráðherra skipaði einnig sérstakan ríkissaksóknara yfir embættið. • Vegna aukins álags á dómskerfið hafa verið samþykkt lög sem heimila fjölgun héraðsdómara um fimm auk þess sem starfsmönnum embættanna hefur verið fjölgað. • Lagt hefur verið fram frumvarp um breytingu á lögum um dómstóla þar sem lagðar eru til nýjar reglur um fyrirkomulag við skipun dómara, aukið vægi matsnefndar og aðkomu Alþingis þegar ráðherra vill víkja frá tillögum matsnefndar. • Endurreisn viðskiptabankanna tókst mun betur en vonir stóðu til og samkomulag náðist við kröfuhafa gömlu bankanna. Nýju viðskiptabankarnir eru því fullfjármagnaðir og traustir. • Vegna endurreisnar bankakerfisins hefur ríkið sett sér eigandastefnu. Stefnan tekur mið af þeim sérstöku aðstæðum sem skapast hafa við endurreisn bankakerfisins og með henni er leitast við að skapa trúverðugleika og traust á ríkinu sem eiganda fjármálafyrirtækja. • Bankasýsla ríkisins hefur tekið til starfa og sér stofnunin alfarið um samskipti við fjármálafyrirtæki sem tengjast eigandahlutverki ríkisins. Markmiðið er að umsýsla eignarhluta verði fagleg og traust og hafin yfir vafa. • Gerð var könnun á þörf á skatteftirliti í kjölfar bankahrunsins og í framhaldi af henni ákveðið að stórefla skatteftirlit og skattrannsóknir og veitt til þess fé. M.a. var lögleidd skylda fjármálastofnana til að veita skattyfirvöldum allar upplýsingar um eignir, skuldir, tekjur af hvers konar fjármálagjörningum og tekin upp lagaákvæði um skattskyldu aflandsfélaga. Þá hafa verið samþykkt lög sem heimila skattyfirvöldum kyrrsetningu eigna til tryggingar á vangoldnum sköttum vegna mála sem sæta rannsókn. • Lagt hefur verið fram frumvarp um fyrstu heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra. Þar er m.a. að finna reglur um gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum, um ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra og ítarlegri vernd heimildarmanna blaða- og fréttamanna. Margt fleira gæti ég nefnt en í þessum tveimur greinum hef ég farið yfir helstu þætti þeirrar róttæku uppstokkunar sem ríkisstjórnir mínar hafa beitt sér fyrir frá hruni. Því fer fjarri að enn sjái fyrir endann á þessum miklu breytingum og skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis mun án efa benda á brotalamir sem enn hefur ekki verið tekið á. Frá fyrsta degi hafa ríkisstjórnir mínar verið einbeittar í því að breyta lagaumhverfi og vinnubrögðum til að tryggja að mistök fortíðarinnar endurtaki sig ekki og að endurreisnin verði byggð á traustum grunni til framtíðar. Þessu mikilvæga verkefni miðar vel og það er trú mín og vissa að niðurstöður þeirrar yfirgripsmiklu og fordæmalausa rannsóknar á aðdraganda hrunsins sem birtast mun þjóðinni á mánudaginn muni nýtast til enn frekari umbóta í þessum efnum.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun