Þetta mál fellir ekki margbarða stjórnina 22. september 2010 04:00 Setið undir umræðunum. fréttablaðið/gva Hefur landsdómsmálið, og þá sér í lagi skoðun forsætisráðherra á því, áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið? „Þetta mál mun ekki fella stjórnina, jafn margbarin og hún er,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, í samtali við Fréttablaðið seinni partinn í gær. Rykið sem ræða forsætisráðherra á mánudag þyrlaði upp var þá að mestu sest. „Þetta er ekki nálægt því að vera stjórnarslitsmál. Hér hefur gengið á ýmsu, til dæmis gekk ráðherra út vegna Icesave. Það hafði gríðarlegar afleiðingar fyrir land og þjóð og við erum minnt á það á hverjum degi,“ segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG. Nokkur titringur varð í pólitíkinni í kjölfar þess að Jóhanna Sigurðardóttir opinberaði það mat sitt að ekki séu efni til að saksækja fjóra fyrrum ráðherra fyrir landsdómi. Sumir þingmenn VG pirruðust. „Að sjálfsögðu pirruðumst við,“ segir Björn Valur Gíslason. „Það var góð samstaða um þingmannanefndina og menn áttu von á að leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna myndu fylkja sér að baki henni í stað þess að annar þeirra reyni nú að gera lítið úr starfi hennar.“ Annar úr VG segir orð Jóhönnu engu breyta um stjórnarsamstarfið og um viðbrögðin úr þingflokknum sagði hann: „Menn þurfa stundum að fá að hvessa sig.“ Hvað sem þeirri þörf líður virðist sem sumir hafi gefið sér hver afstaða Jóhönnu til málsins væri. Úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins hefur raunar heyrst að Jóhanna hafi fjarstýrt fulltrúum Samfylkingarinnar í nefndinni. Sú kenning rímar illa við það sem nú liggur fyrir. Afstaða Jóhönnu er á skjön við afstöðu nefndarmannanna Magnúsar Orra Schram og Oddnýjar Harðardóttur. Veruleikinn er sá, að sögn Þórunnar, að Samfylkingin hefur ekki pólitíska línu í málinu. „Forysta flokksins gefur ekki línu um afgreiðsluna. Þess vegna erum við að tala við sérfræðinga, bjóða ráðherrunum fyrrverandi á fundi og halda mikla þingflokksfundi um efnið þar sem það er rætt fram og til baka,“ segir Þórunn. Þingflokkur VG gerði í gær samþykkt um málið. Trausti er lýst á nefndina og vinnubrögðin sögð vönduð. Þingið verði að axla ábyrgð á málinu og leiða það til lykta á málefnalegan og lýðræðislegan hátt, án óþarfa tafa og undanbragða. Þetta síðastnefnda er raunverulegt áhyggjuefni Vinstri grænna. „Mér sýnist þetta vera pex um lögfræðileg og tæknileg atriði miklu heldur en efnislegt,“ segir Björn Valur um umræður síðustu daga. „Alla vega af hálfu sjálfstæðismanna og það má líka greina á ræðum Samfylkingarinnar. Það bendir til þess að menn séu að reyna að koma sér frá málinu en það er ekki hægt. Við komumst ekki undan þessu.“ Af orðum Björns og Þórunnar, og samtölum við aðra þingmenn, verða ekki dregnar aðrar niðurstöður en að staða ríkisstjórnarinnar sé óbreytt eftir að landsdómsmálið kom á dagskrá þingsins. Ræða forsætisráðherra hafi ekki haft sérstök áhrif á samstarf stjórnarflokkanna. Á hinn bóginn er enn óvissa um lyktir. Mál kunna vissulega að þróast þannig að ríkisstjórnin beri skaða af.bjorn@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hefur landsdómsmálið, og þá sér í lagi skoðun forsætisráðherra á því, áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið? „Þetta mál mun ekki fella stjórnina, jafn margbarin og hún er,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, í samtali við Fréttablaðið seinni partinn í gær. Rykið sem ræða forsætisráðherra á mánudag þyrlaði upp var þá að mestu sest. „Þetta er ekki nálægt því að vera stjórnarslitsmál. Hér hefur gengið á ýmsu, til dæmis gekk ráðherra út vegna Icesave. Það hafði gríðarlegar afleiðingar fyrir land og þjóð og við erum minnt á það á hverjum degi,“ segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG. Nokkur titringur varð í pólitíkinni í kjölfar þess að Jóhanna Sigurðardóttir opinberaði það mat sitt að ekki séu efni til að saksækja fjóra fyrrum ráðherra fyrir landsdómi. Sumir þingmenn VG pirruðust. „Að sjálfsögðu pirruðumst við,“ segir Björn Valur Gíslason. „Það var góð samstaða um þingmannanefndina og menn áttu von á að leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna myndu fylkja sér að baki henni í stað þess að annar þeirra reyni nú að gera lítið úr starfi hennar.“ Annar úr VG segir orð Jóhönnu engu breyta um stjórnarsamstarfið og um viðbrögðin úr þingflokknum sagði hann: „Menn þurfa stundum að fá að hvessa sig.“ Hvað sem þeirri þörf líður virðist sem sumir hafi gefið sér hver afstaða Jóhönnu til málsins væri. Úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins hefur raunar heyrst að Jóhanna hafi fjarstýrt fulltrúum Samfylkingarinnar í nefndinni. Sú kenning rímar illa við það sem nú liggur fyrir. Afstaða Jóhönnu er á skjön við afstöðu nefndarmannanna Magnúsar Orra Schram og Oddnýjar Harðardóttur. Veruleikinn er sá, að sögn Þórunnar, að Samfylkingin hefur ekki pólitíska línu í málinu. „Forysta flokksins gefur ekki línu um afgreiðsluna. Þess vegna erum við að tala við sérfræðinga, bjóða ráðherrunum fyrrverandi á fundi og halda mikla þingflokksfundi um efnið þar sem það er rætt fram og til baka,“ segir Þórunn. Þingflokkur VG gerði í gær samþykkt um málið. Trausti er lýst á nefndina og vinnubrögðin sögð vönduð. Þingið verði að axla ábyrgð á málinu og leiða það til lykta á málefnalegan og lýðræðislegan hátt, án óþarfa tafa og undanbragða. Þetta síðastnefnda er raunverulegt áhyggjuefni Vinstri grænna. „Mér sýnist þetta vera pex um lögfræðileg og tæknileg atriði miklu heldur en efnislegt,“ segir Björn Valur um umræður síðustu daga. „Alla vega af hálfu sjálfstæðismanna og það má líka greina á ræðum Samfylkingarinnar. Það bendir til þess að menn séu að reyna að koma sér frá málinu en það er ekki hægt. Við komumst ekki undan þessu.“ Af orðum Björns og Þórunnar, og samtölum við aðra þingmenn, verða ekki dregnar aðrar niðurstöður en að staða ríkisstjórnarinnar sé óbreytt eftir að landsdómsmálið kom á dagskrá þingsins. Ræða forsætisráðherra hafi ekki haft sérstök áhrif á samstarf stjórnarflokkanna. Á hinn bóginn er enn óvissa um lyktir. Mál kunna vissulega að þróast þannig að ríkisstjórnin beri skaða af.bjorn@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira