Jóhanna Sigurðardóttir: Róttækar stjórnsýsluumbætur Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 9. apríl 2010 06:00 Hrun bankakerfisins hefur kallað á grundvallarendurskoðun fjölmargra þátta í samfélagi okkar. Bankarnir brugðust, stjórnkerfið brást, stjórnmálin brugðust, eftirlitskerfið brást, fjölmiðlarnir brugðust, hugmyndakerfi hins frjálsa markaðar brást og á okkur öllum hvílir sú skylda að búa svo um hnúta við endurreisnina að slíkt gerist ekki aftur. Frá því að ný ríkisstjórn tók við í febrúar 2009 hefur markvisst verið unnið að endurbótum á lagaumhverfi og vinnubrögðum í gangvirki samfélagsins, hvort sem litið er til ráðuneyta, eftirlitsstofnana, fyrirtækja, fjármálastofnana, fjölmiðla, stjórnmálaflokka eða stjórnskipunarinnar í heild. Hér verða reifaðar helstu úrbætur sem þegar hefur verið hrundið í framkvæmd og aðrar sem unnið er að á vettvangi forsætisráðuneytisins. Þær breytingar sem gerðar hafa verið miða allar að því að gera umhverfi stjórnmálanna og stjórnsýslunnar lýðræðislegra, skilvirkara og traustara ekki síst með því að auka gagnsæi, aðgengi og áhrif almennings. Forsætisráðuneytið hefur verið endurskipulagt í því skyni að skerpa á forystu- og stefnumótunarhlutverki þess. Settar hafa verið á fót fastar ráðherranefndir á sviði efnahagsmála, ríkisfjármála, Evrópumála og jafnréttismála sem hittast reglulega og tryggja samráð og formleg vinnubrögð. Verkaskiptingu ráðuneyta hefur verið breytt og ráðuneyti efnahagsmála stofnað. Frekari breytingar á ráðuneytum og stofnunum eru í farvegi og hafa það að markmiði að efla stjórnsýsluna og gera hana skilvirkari og einfaldari og um leið hagkvæmari. Unnið er að því að bæta starfshætti ríkisstjórnarinnar og ráðherranefnda enn frekar í því skyni að efla samstarf og samráð innan Stjórnarráðsins sem og að því að breyta innra skipulagi ráðuneyta innan Stjórnarráðsins, stöðu embættismanna og annarra starfsmanna og pólitískra aðstoðarmanna ráðherra. Þá eru til umfjöllunar niðurstöður nefndar sem fjallaði undir forystu Páls Hreinssonar um starfsskilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra og réttarbrotum í stjórnsýslunni sem skipuð var í samræmi við ályktun Alþingis frá 2. júní 1998. Svo virðist sem ekki hafi verið unnið með tillögur nefndarinnar fyrr en nú ellefu árum eftir að nefndin skilaði forsætisráðuneytinu niðurstöðum sínum. Starfshópur um endurskoðun upplýsingalaga er nú að ljúka störfum. Hann fjallar m.a. um hvort möguleiki sé á því að víkka út gildissvið upplýsingalaganna og rýmka aðgengi almennings að upplýsingum í fórum stjórnvalda. Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um siðareglur fyrir embættismenn og aðra starfsmenn innan stjórnsýslunnar. Megintilgangur frumvarpsins er að skapa lagalega umgjörð um siðareglur fyrir stjórnsýslu ríkisins og störf ráðherra. Er það í fyrsta sinn sem kveðið er á um setningu slíkra reglna hér á landi. Frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur hefur verið lagt fram á Alþingi. Frumvarp til laga um stjórnlagaþing hefur verið lagt fram á Alþingi. Samþykktar voru breytingar á lögum um stjórnmálasamtök og frambjóðendur, ekki síst vegna áranna 2002-2006, og nú liggur fyrir nýtt lagafrumvarp sem kynnt verður í ríkisstjórn í dag um enn frekari upplýsingaskyldu þessara aðila auk frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Samþykktar hafa verið reglur um skráningu hagsmunatengsla ráðherra. Frumvarp til laga um breyting á lögum um opinberar eftirlitsreglur verður lagt fram á næstu dögum með það að markmiði að bæta vinnubrögð við undirbúning lagasetningar. Frumvarp til laga um persónukjör hefur verið lagt fram á Alþingi. Þá hef ég skipað nefnd undir forystu Gunnars Helga Kristinssonar sem skal taka skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis til ítarlegrar umfjöllunar og meta þau atriði sem beinast kunna sérstaklega að stjórnsýslunni og starfsháttum Stjórnarráðsins. Hér hafa aðeins verið raktar ýmsar úrbætur sem unnið hefur verið að innan forsætisráðuneytisins á liðnu ári til að tryggja lýðræðislegra og traustara gangvirki samfélagsins en það sem leiddi til hruns. Í annarri grein sem birt verður í Fréttablaðinu á morgun verða reifaðar helstu úrbætur sem unnið hefur verið að í öðrum ráðuneytum innan Stjórnarráðsins í sama tilgangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Hrun bankakerfisins hefur kallað á grundvallarendurskoðun fjölmargra þátta í samfélagi okkar. Bankarnir brugðust, stjórnkerfið brást, stjórnmálin brugðust, eftirlitskerfið brást, fjölmiðlarnir brugðust, hugmyndakerfi hins frjálsa markaðar brást og á okkur öllum hvílir sú skylda að búa svo um hnúta við endurreisnina að slíkt gerist ekki aftur. Frá því að ný ríkisstjórn tók við í febrúar 2009 hefur markvisst verið unnið að endurbótum á lagaumhverfi og vinnubrögðum í gangvirki samfélagsins, hvort sem litið er til ráðuneyta, eftirlitsstofnana, fyrirtækja, fjármálastofnana, fjölmiðla, stjórnmálaflokka eða stjórnskipunarinnar í heild. Hér verða reifaðar helstu úrbætur sem þegar hefur verið hrundið í framkvæmd og aðrar sem unnið er að á vettvangi forsætisráðuneytisins. Þær breytingar sem gerðar hafa verið miða allar að því að gera umhverfi stjórnmálanna og stjórnsýslunnar lýðræðislegra, skilvirkara og traustara ekki síst með því að auka gagnsæi, aðgengi og áhrif almennings. Forsætisráðuneytið hefur verið endurskipulagt í því skyni að skerpa á forystu- og stefnumótunarhlutverki þess. Settar hafa verið á fót fastar ráðherranefndir á sviði efnahagsmála, ríkisfjármála, Evrópumála og jafnréttismála sem hittast reglulega og tryggja samráð og formleg vinnubrögð. Verkaskiptingu ráðuneyta hefur verið breytt og ráðuneyti efnahagsmála stofnað. Frekari breytingar á ráðuneytum og stofnunum eru í farvegi og hafa það að markmiði að efla stjórnsýsluna og gera hana skilvirkari og einfaldari og um leið hagkvæmari. Unnið er að því að bæta starfshætti ríkisstjórnarinnar og ráðherranefnda enn frekar í því skyni að efla samstarf og samráð innan Stjórnarráðsins sem og að því að breyta innra skipulagi ráðuneyta innan Stjórnarráðsins, stöðu embættismanna og annarra starfsmanna og pólitískra aðstoðarmanna ráðherra. Þá eru til umfjöllunar niðurstöður nefndar sem fjallaði undir forystu Páls Hreinssonar um starfsskilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra og réttarbrotum í stjórnsýslunni sem skipuð var í samræmi við ályktun Alþingis frá 2. júní 1998. Svo virðist sem ekki hafi verið unnið með tillögur nefndarinnar fyrr en nú ellefu árum eftir að nefndin skilaði forsætisráðuneytinu niðurstöðum sínum. Starfshópur um endurskoðun upplýsingalaga er nú að ljúka störfum. Hann fjallar m.a. um hvort möguleiki sé á því að víkka út gildissvið upplýsingalaganna og rýmka aðgengi almennings að upplýsingum í fórum stjórnvalda. Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um siðareglur fyrir embættismenn og aðra starfsmenn innan stjórnsýslunnar. Megintilgangur frumvarpsins er að skapa lagalega umgjörð um siðareglur fyrir stjórnsýslu ríkisins og störf ráðherra. Er það í fyrsta sinn sem kveðið er á um setningu slíkra reglna hér á landi. Frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur hefur verið lagt fram á Alþingi. Frumvarp til laga um stjórnlagaþing hefur verið lagt fram á Alþingi. Samþykktar voru breytingar á lögum um stjórnmálasamtök og frambjóðendur, ekki síst vegna áranna 2002-2006, og nú liggur fyrir nýtt lagafrumvarp sem kynnt verður í ríkisstjórn í dag um enn frekari upplýsingaskyldu þessara aðila auk frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Samþykktar hafa verið reglur um skráningu hagsmunatengsla ráðherra. Frumvarp til laga um breyting á lögum um opinberar eftirlitsreglur verður lagt fram á næstu dögum með það að markmiði að bæta vinnubrögð við undirbúning lagasetningar. Frumvarp til laga um persónukjör hefur verið lagt fram á Alþingi. Þá hef ég skipað nefnd undir forystu Gunnars Helga Kristinssonar sem skal taka skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis til ítarlegrar umfjöllunar og meta þau atriði sem beinast kunna sérstaklega að stjórnsýslunni og starfsháttum Stjórnarráðsins. Hér hafa aðeins verið raktar ýmsar úrbætur sem unnið hefur verið að innan forsætisráðuneytisins á liðnu ári til að tryggja lýðræðislegra og traustara gangvirki samfélagsins en það sem leiddi til hruns. Í annarri grein sem birt verður í Fréttablaðinu á morgun verða reifaðar helstu úrbætur sem unnið hefur verið að í öðrum ráðuneytum innan Stjórnarráðsins í sama tilgangi.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun