Undarleg vinnubrögð Alþýðuflokksins heitins og Samfylkingarinnar nú Vigdís Hauksdóttir skrifar 16. nóvember 2010 16:49 Öllum er hollt að glugga í gömul þingtíðindi. Þegar fréttir fóru að berast af því að Evrópusambandið, í gegnum sendiráð sitt hér á landi, ætlar að dæla inn í landið gríðarlegu fjármagni til kynningar á sambandinu, fór ég og skoðaði þingskjöl frá árinu 1978. Það ár voru sett lög nr. 62/1978 sem bönnuðu fjárhagslegan stuðning erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og blaðaútgáfu erlendra sendiráða á Íslandi. Við þennan lestur kemur ýmislegt í ljós. En grunnurinn var sá að Alþýðuflokkurinn hafði nær þurrkast út í aðdraganda lagasetningarinnar. Hér gríp ég niður í greinagerð frumvarpsins en þar segir orðrétt: „Orsök þess, að flutningsmenn flytja nú þetta sérstaka frumvarp sem varðar einn þátt málsins, er hins vegar sú, að upp komst nú í vetur og liggur fyrir játning eins stjórnmálaflokks, Alþýðuflokksins, að hann hafi leitað fjárframlaga erlendis frá og fái nú þaðan peninga til þess að kosta útgáfu blaðs síns og standa straum af annarri stjórnmálastarfsemi á landi hér." Eins og alþjóð veit var Alþýðuflokkurinn forveri Samfylkingarinnar. Grípum niður í ræðu fyrsta flutningsmanns frumvarpsins, Stefáns Jónssonar „...í tilefni af því, að ljóst varð nú í haust að hin nýja forusta Alþfl., sem nú er að byggja sig upp, eins og formaður flokksins, hv. þm. Benedikt Gröndal, orðar það, hafði leitað til erlendra aðila um fjárstyrk til þess að halda úti blaði sínu og til annarrar flokksstarfsemi hér á landi. Fyrir liggur ítrekuð játning formannsins varðandi þetta atriði svo og ritstjóra Alþýðublaðsins, Árna Gunnarssonar, sem sendur var utan gagngert til þess að ganga frá samningum um fjárgjafir þessar, hvernig svo sem þeir samningar kunna annars að hljóða. Hér er um einsdæmi að ræða í íslenskri stjórnmálasögu." Flutningsmönnum fannst það s.s. óhæfa að erlendum aðila "haldist það uppi" að gera út stjórnmálaflokk hér á landi. Við lestur þessara umræðna frá 1978 er eins og maður sé að lifa sama hlutinn aftur - þessi setning gæti t.d. verðið frá Icesave umræðunum frá síðasta ári: "Svo að tekið sé nærtækt dæmi úr sögunni, þá er það vafalaust að Norðmenn, Danir og Svíar reyndust okkur minni vinir í baráttu okkar um landhelgina en ýmsir höfðu vænst og gengu raunar í yfirlýsingum sínum þvert gegn okkur á þýðingarmiklum vettvangi þegar mikið var í húfi. Forustumenn verkamannaflokkanna þar voru okkur engu þarfari en annarra flokka forustumenn í því máli og þó raunar þeim mun verri sem þeir voru valdameiri í löndum sínum á þeim tíma." Þetta er rúmlega 30 ára gömul ræða - og ég spyr mig - hefur eitthvað breyst? Rúsínan í pylsuendanum er þó þessi og varpar í leiðinni ljósi á ástæður Evrópuveiki Samfylkingarinnar sem hún tók í arf frá Alþýðuflokknum heitnum. "Ljóst er einnig, að tengsl þessara flokka við sósíaldemókrata í Þýskalandi, sem mestir eru nú áhugamenn um viðgang Efnahagsbandalagsins, eru slík, að einnig þaðan er okkur hætta búin í gegnum fyrrnefnd stjórnmálasamtök á Norðurlöndum. Hefur reyndar komið í ljós, að verkamannaflokkarnir á Norðurlöndum hafa miðlað fé þaðan beinlínis í því skyni að dylja uppruna þess." Lengi býr að fyrstu gerð nú rúmum 30 árum síðar. Í ræðu Páls Péturssonar í umræðunum kom athyglisverður punktur fram en hann vitnar í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 16 frá 1971, Vínarsamnings um stjórnmálasamband, en þar segir: „Það skylda allra þeirra, sem njóta forréttinda og friðhelgi, að virða lög og reglur móttökuríkis, en þó þannig að forréttindi þeirra eða friðhelgi skerðist eigi. Á þeim hvílir einnig sú skylda að skipta sér ekki af innanlandsmálum þess ríkis." Þetta ákvæði er nú að finna í 55. gr. samningsins en sendiráð njóta friðhelgi í því landi sem þau starfa. Því er ljóst að fjáraustur erlendra sendiráða til kynningar á málstað og skoðanamyndana eru ólöglegar að íslenskum lögum sbr. lög nr. 62/1978 auk Vínarsamningsins. Því spyr ég mig - hefur eitthvað breyst í vinnubrögðum kratanna? Hví sækja þeir erlent fjármagn til að berjast fyrir málstað sínum - í stað þess að eiga málefnalega umræðu við landa sína - til að koma málum sínum í gegn? Skoðum ástæðu rúmlega 4 milljarða framlags Evrópusambandsins í aðlögunarferlinu í ljósi þessa. Hér er um klárt lögbrot að ræða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Öllum er hollt að glugga í gömul þingtíðindi. Þegar fréttir fóru að berast af því að Evrópusambandið, í gegnum sendiráð sitt hér á landi, ætlar að dæla inn í landið gríðarlegu fjármagni til kynningar á sambandinu, fór ég og skoðaði þingskjöl frá árinu 1978. Það ár voru sett lög nr. 62/1978 sem bönnuðu fjárhagslegan stuðning erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og blaðaútgáfu erlendra sendiráða á Íslandi. Við þennan lestur kemur ýmislegt í ljós. En grunnurinn var sá að Alþýðuflokkurinn hafði nær þurrkast út í aðdraganda lagasetningarinnar. Hér gríp ég niður í greinagerð frumvarpsins en þar segir orðrétt: „Orsök þess, að flutningsmenn flytja nú þetta sérstaka frumvarp sem varðar einn þátt málsins, er hins vegar sú, að upp komst nú í vetur og liggur fyrir játning eins stjórnmálaflokks, Alþýðuflokksins, að hann hafi leitað fjárframlaga erlendis frá og fái nú þaðan peninga til þess að kosta útgáfu blaðs síns og standa straum af annarri stjórnmálastarfsemi á landi hér." Eins og alþjóð veit var Alþýðuflokkurinn forveri Samfylkingarinnar. Grípum niður í ræðu fyrsta flutningsmanns frumvarpsins, Stefáns Jónssonar „...í tilefni af því, að ljóst varð nú í haust að hin nýja forusta Alþfl., sem nú er að byggja sig upp, eins og formaður flokksins, hv. þm. Benedikt Gröndal, orðar það, hafði leitað til erlendra aðila um fjárstyrk til þess að halda úti blaði sínu og til annarrar flokksstarfsemi hér á landi. Fyrir liggur ítrekuð játning formannsins varðandi þetta atriði svo og ritstjóra Alþýðublaðsins, Árna Gunnarssonar, sem sendur var utan gagngert til þess að ganga frá samningum um fjárgjafir þessar, hvernig svo sem þeir samningar kunna annars að hljóða. Hér er um einsdæmi að ræða í íslenskri stjórnmálasögu." Flutningsmönnum fannst það s.s. óhæfa að erlendum aðila "haldist það uppi" að gera út stjórnmálaflokk hér á landi. Við lestur þessara umræðna frá 1978 er eins og maður sé að lifa sama hlutinn aftur - þessi setning gæti t.d. verðið frá Icesave umræðunum frá síðasta ári: "Svo að tekið sé nærtækt dæmi úr sögunni, þá er það vafalaust að Norðmenn, Danir og Svíar reyndust okkur minni vinir í baráttu okkar um landhelgina en ýmsir höfðu vænst og gengu raunar í yfirlýsingum sínum þvert gegn okkur á þýðingarmiklum vettvangi þegar mikið var í húfi. Forustumenn verkamannaflokkanna þar voru okkur engu þarfari en annarra flokka forustumenn í því máli og þó raunar þeim mun verri sem þeir voru valdameiri í löndum sínum á þeim tíma." Þetta er rúmlega 30 ára gömul ræða - og ég spyr mig - hefur eitthvað breyst? Rúsínan í pylsuendanum er þó þessi og varpar í leiðinni ljósi á ástæður Evrópuveiki Samfylkingarinnar sem hún tók í arf frá Alþýðuflokknum heitnum. "Ljóst er einnig, að tengsl þessara flokka við sósíaldemókrata í Þýskalandi, sem mestir eru nú áhugamenn um viðgang Efnahagsbandalagsins, eru slík, að einnig þaðan er okkur hætta búin í gegnum fyrrnefnd stjórnmálasamtök á Norðurlöndum. Hefur reyndar komið í ljós, að verkamannaflokkarnir á Norðurlöndum hafa miðlað fé þaðan beinlínis í því skyni að dylja uppruna þess." Lengi býr að fyrstu gerð nú rúmum 30 árum síðar. Í ræðu Páls Péturssonar í umræðunum kom athyglisverður punktur fram en hann vitnar í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 16 frá 1971, Vínarsamnings um stjórnmálasamband, en þar segir: „Það skylda allra þeirra, sem njóta forréttinda og friðhelgi, að virða lög og reglur móttökuríkis, en þó þannig að forréttindi þeirra eða friðhelgi skerðist eigi. Á þeim hvílir einnig sú skylda að skipta sér ekki af innanlandsmálum þess ríkis." Þetta ákvæði er nú að finna í 55. gr. samningsins en sendiráð njóta friðhelgi í því landi sem þau starfa. Því er ljóst að fjáraustur erlendra sendiráða til kynningar á málstað og skoðanamyndana eru ólöglegar að íslenskum lögum sbr. lög nr. 62/1978 auk Vínarsamningsins. Því spyr ég mig - hefur eitthvað breyst í vinnubrögðum kratanna? Hví sækja þeir erlent fjármagn til að berjast fyrir málstað sínum - í stað þess að eiga málefnalega umræðu við landa sína - til að koma málum sínum í gegn? Skoðum ástæðu rúmlega 4 milljarða framlags Evrópusambandsins í aðlögunarferlinu í ljósi þessa. Hér er um klárt lögbrot að ræða.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun