Framboð og eftirspurn Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 21. október 2009 06:00 Síðastliðinn föstudag birtist frétt á Lögregluvefnum um að vísbendingar séu um að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt hér á landi [http://www.logreglan.is/displayer.asp?cat_id=81&module_id=220&element_id=14546]. Það er vissulega ástæða til að fagna því að lögreglan veki athygli á þeim glæpum sem eiga sér stað hér og byggja á nauðung fólks, en þegar snýr að mansali til kynferðislegar misneytingar er aðallega um konur að ræða. Bæði karlar og konur eru seld mansali til nauðungarvinnu af öðru tagi. Í umræddri frétt mátti lesa að: „Í höfuðborgum nágrannalandanna [hafi]erlendar vændiskonur, sem leita viðskiptavina á götunni, valdið margvíslegum vanda á undanliðnum árum.“ Þó má skilja næstu setningar þannig að götuvændi endurspegli þaulskipulagða glæpastarfsemi sem erlendir glæpaflokkar halda uppi, oft með aðstoð heimamanna. Spurningin vaknar því, hvort það séu vændiskonurnar, eða þeir glæpamenn sem „gera þær út“ sem valdi vandanum? Hugsunin sem endurspeglast í ofangreindri tilvitnun gengur algjörlega á skjön við undirliggjandi markmið íslenskra, norskra og sænskra laga um vændi. Hin svokallaða sænska leið, sem hefur verið innleidd bæði á Íslandi og í Noregi gerir kaup á vændi refsiverð, en ekki sölu. Þar er gengið út frá því sem rannsóknir sýna, að stór hluti þeirra sem eru í vændi eru þar ekki af fúsum og frjálsum vilja. Vandinn, og það sem þarf að uppræta, er eftirspurnin. Henni svarar skipulögð glæpastarfsemi með flutningi kvenna yfir landamæri, þar sem þær stunda vændi í ánauð. Yfirlýsing lögreglunnar hins vegar gerir því sjónarmiði hátt undir höfði að vændiskonurnar séu vandinn, en hvorki sú skipulagða glæpastarfsemi sem setur þær á göturnar, né eftirspurn þeirra sem kaupa sér aðgang að líkömum þeirra. Greiningardeild lögreglustjóra ber ábyrgð á því að setja upplýsingar fram á þann hátt að ábyrgð sé lögð á rétta aðila í umfjöllun um jafnmikilvægt málefni og hér um ræðir. Ábyrgð embættisins á þessu sviði er rík, enda var umrædd tilvitnun tekin óbreytt og gagnrýnislaust upp af flestum fjölmiðlum á landinu, sem gerir það að verkum að umræðan og meðvitund almennings litast af þessu sjónarmiði. Það er von mín að bæði lögregluembætti landsins og fjölmiðlar hugi að þessu í áframhaldandi umræðu um mansal og vændi á Íslandi. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Bára R. Ómarsdóttir Mest lesið Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn föstudag birtist frétt á Lögregluvefnum um að vísbendingar séu um að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt hér á landi [http://www.logreglan.is/displayer.asp?cat_id=81&module_id=220&element_id=14546]. Það er vissulega ástæða til að fagna því að lögreglan veki athygli á þeim glæpum sem eiga sér stað hér og byggja á nauðung fólks, en þegar snýr að mansali til kynferðislegar misneytingar er aðallega um konur að ræða. Bæði karlar og konur eru seld mansali til nauðungarvinnu af öðru tagi. Í umræddri frétt mátti lesa að: „Í höfuðborgum nágrannalandanna [hafi]erlendar vændiskonur, sem leita viðskiptavina á götunni, valdið margvíslegum vanda á undanliðnum árum.“ Þó má skilja næstu setningar þannig að götuvændi endurspegli þaulskipulagða glæpastarfsemi sem erlendir glæpaflokkar halda uppi, oft með aðstoð heimamanna. Spurningin vaknar því, hvort það séu vændiskonurnar, eða þeir glæpamenn sem „gera þær út“ sem valdi vandanum? Hugsunin sem endurspeglast í ofangreindri tilvitnun gengur algjörlega á skjön við undirliggjandi markmið íslenskra, norskra og sænskra laga um vændi. Hin svokallaða sænska leið, sem hefur verið innleidd bæði á Íslandi og í Noregi gerir kaup á vændi refsiverð, en ekki sölu. Þar er gengið út frá því sem rannsóknir sýna, að stór hluti þeirra sem eru í vændi eru þar ekki af fúsum og frjálsum vilja. Vandinn, og það sem þarf að uppræta, er eftirspurnin. Henni svarar skipulögð glæpastarfsemi með flutningi kvenna yfir landamæri, þar sem þær stunda vændi í ánauð. Yfirlýsing lögreglunnar hins vegar gerir því sjónarmiði hátt undir höfði að vændiskonurnar séu vandinn, en hvorki sú skipulagða glæpastarfsemi sem setur þær á göturnar, né eftirspurn þeirra sem kaupa sér aðgang að líkömum þeirra. Greiningardeild lögreglustjóra ber ábyrgð á því að setja upplýsingar fram á þann hátt að ábyrgð sé lögð á rétta aðila í umfjöllun um jafnmikilvægt málefni og hér um ræðir. Ábyrgð embættisins á þessu sviði er rík, enda var umrædd tilvitnun tekin óbreytt og gagnrýnislaust upp af flestum fjölmiðlum á landinu, sem gerir það að verkum að umræðan og meðvitund almennings litast af þessu sjónarmiði. Það er von mín að bæði lögregluembætti landsins og fjölmiðlar hugi að þessu í áframhaldandi umræðu um mansal og vændi á Íslandi. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun