Gildi og sígildi Jón Sigurðsson skrifar 28. desember 2009 06:00 Fyrir nokkru var haldinn þjóðfundur til þess að greina og kynna þau gildi sem ætla má að Íslendingar flestir vilji að móti þjóðlíf og stjórnarfar. Niðurstöður þjóðfundarins eru þær að menn vilja leggja áherslu á heiðarleika, jafnrétti, virðingu og réttlæti. Þjóðfundurinn er aðdáunarvert frumkvæði og má ekki þokast til hliðar fyrir hávaðamálum líðandi stundar. Menn geta sagt að það sé auðvelt að nefna þessi gamalkunnu gildi, en vandinn felist í því að gefa þeim raunverulegt og varanlegt innihald í verki. Þar ráðast úrslitin og þess vegna má þjóðfundinum eiginlega aldrei ljúka. Þetta er endalaust verkefni, að minna á þessi gildi, að fylgja þeim eftir, að veita bæði ráðgjöf og aðhald. Í þessu er enginn lokaáfangi heldur skiptir hreyfingin sjálf öllu máli áfram, viðleitnin til að koma góðu til leiðar. Gildi þjóðfundarins eru ekki nýmæli. Þessi gildi hafa aldrei brugðist og þau brugðust ekki á síðasta ári. Menn misfóru með viðskiptalegt frelsi. Áhættusækni á fjármálamarkaði keyrði sjálfa sig í þrot og dró samfélagið niður með sér. Stjórnvöld, löggjöf og eftirlitsstofnanir höfðu ekki við hraðanum. Sjálfsánægjan reyndist ofurdramb og féll um sjálfa sig. Sú villa að fjármunum sé treystandi var afhjúpuð. Sú villa að græðgi sé góð var afhjúpuð. Íslenska krónan er auðvitað fórnarlamb mannlegra ákvarðana, en hún hafði aldrei reynst stöðug eða traust viðmiðun. Allt þetta sannaðist nú sem löngum áður. Þjóðfundurinn staðfestir að íslenska þjóðin heldur þreki sínu, grunngildum og þrótti til þess að ná sér aftur á strik. Tilhögun fundarins sýnir að það er vel unnt að virkja fjöldann til málefnalegrar vinnu og árangurs. Og þjóðfundurinn sýnir líka að enda þótt margir hafi tekið einhvern þátt í bólgu liðinna ára, þá ná menn áttunum aftur og geta sameinast um að breyta stefnunni. Öll þurfum við að læra af þessari reynslu. Ein af mikilvægustu rótum mannlegs heiðarleika er sú að Guð þekkir okkur öll með nafni og heyrir og sér til okkar á sérhverri stund. Heiðarleiki, - líka í viðskiptum, fjármálum og opinberu starfi -, er ekki aðeins fallegt orð heldur stendur á þessari traustu rót. Gildi kristninnar hafa aldrei brugðist. Þau eru ekki ævinlega virt í raun þótt höfð séu í hávegum í orði. En þau eru leiðarvísan, það viðmið sem aldrei bregst. Boðskapur Krists er lífsstefna mennskunnar og líknarstefna mannsins í þessum heimi. Drottinn hefur aldrei lofað okkur velmegun, gróða eða stöðugum fagnaði í vellystingum praktuglega í jarðlífinu. En hann hefur heitið því að hlusta á okkur og að ganga með okkur, líka í öllum vonbrigðum og þjáningum. Hann vill hlusta, fylgja, hugga og endurreisa. Hann er orðheldinn og trúfastur. Hann er ástríkur, miskunnsamur og réttlátur. En við verðum líka að hlusta og læra að virða þessi gildi í lífi okkar og hegða lífi okkar og samfélagi í samræmi við þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru var haldinn þjóðfundur til þess að greina og kynna þau gildi sem ætla má að Íslendingar flestir vilji að móti þjóðlíf og stjórnarfar. Niðurstöður þjóðfundarins eru þær að menn vilja leggja áherslu á heiðarleika, jafnrétti, virðingu og réttlæti. Þjóðfundurinn er aðdáunarvert frumkvæði og má ekki þokast til hliðar fyrir hávaðamálum líðandi stundar. Menn geta sagt að það sé auðvelt að nefna þessi gamalkunnu gildi, en vandinn felist í því að gefa þeim raunverulegt og varanlegt innihald í verki. Þar ráðast úrslitin og þess vegna má þjóðfundinum eiginlega aldrei ljúka. Þetta er endalaust verkefni, að minna á þessi gildi, að fylgja þeim eftir, að veita bæði ráðgjöf og aðhald. Í þessu er enginn lokaáfangi heldur skiptir hreyfingin sjálf öllu máli áfram, viðleitnin til að koma góðu til leiðar. Gildi þjóðfundarins eru ekki nýmæli. Þessi gildi hafa aldrei brugðist og þau brugðust ekki á síðasta ári. Menn misfóru með viðskiptalegt frelsi. Áhættusækni á fjármálamarkaði keyrði sjálfa sig í þrot og dró samfélagið niður með sér. Stjórnvöld, löggjöf og eftirlitsstofnanir höfðu ekki við hraðanum. Sjálfsánægjan reyndist ofurdramb og féll um sjálfa sig. Sú villa að fjármunum sé treystandi var afhjúpuð. Sú villa að græðgi sé góð var afhjúpuð. Íslenska krónan er auðvitað fórnarlamb mannlegra ákvarðana, en hún hafði aldrei reynst stöðug eða traust viðmiðun. Allt þetta sannaðist nú sem löngum áður. Þjóðfundurinn staðfestir að íslenska þjóðin heldur þreki sínu, grunngildum og þrótti til þess að ná sér aftur á strik. Tilhögun fundarins sýnir að það er vel unnt að virkja fjöldann til málefnalegrar vinnu og árangurs. Og þjóðfundurinn sýnir líka að enda þótt margir hafi tekið einhvern þátt í bólgu liðinna ára, þá ná menn áttunum aftur og geta sameinast um að breyta stefnunni. Öll þurfum við að læra af þessari reynslu. Ein af mikilvægustu rótum mannlegs heiðarleika er sú að Guð þekkir okkur öll með nafni og heyrir og sér til okkar á sérhverri stund. Heiðarleiki, - líka í viðskiptum, fjármálum og opinberu starfi -, er ekki aðeins fallegt orð heldur stendur á þessari traustu rót. Gildi kristninnar hafa aldrei brugðist. Þau eru ekki ævinlega virt í raun þótt höfð séu í hávegum í orði. En þau eru leiðarvísan, það viðmið sem aldrei bregst. Boðskapur Krists er lífsstefna mennskunnar og líknarstefna mannsins í þessum heimi. Drottinn hefur aldrei lofað okkur velmegun, gróða eða stöðugum fagnaði í vellystingum praktuglega í jarðlífinu. En hann hefur heitið því að hlusta á okkur og að ganga með okkur, líka í öllum vonbrigðum og þjáningum. Hann vill hlusta, fylgja, hugga og endurreisa. Hann er orðheldinn og trúfastur. Hann er ástríkur, miskunnsamur og réttlátur. En við verðum líka að hlusta og læra að virða þessi gildi í lífi okkar og hegða lífi okkar og samfélagi í samræmi við þau.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun