Grundvöllur lýðræðis 15. nóvember 2008 06:00 Þegar allt er komið á hvolf í íslensku samfélagi og almenningur veit ekki sitt rjúkandi ráð og réttlát reiði í garð yfirvalda er að taka völdin, ber brýna nauðsyn til að huga að réttarbótum í samfélaginu um leið og búið er að taka upp evru og afþakka lán IMF og sækja um aðild að ESB og á þann hátt slökkva elda sem brunnið hafa síðan 29. september. Meðal þess sem íhuga þarf er þrískiptingu valds, en óskýr aðgreining þessa valds er eitt af mörgum meinum samfélagsins. Í annarri grein stjórnarskrárinnar stendur að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvald og forseti og önnur stjórnarvöld með framkvæmdarvald og dómendur með dómsvald. Rétt sýnist að sleppa forseta úr þessari upptalningu af því að hann er valdalaus, eins og dæmin sanna. Flestum er ljóst að þrískipting valds, sem er grundvöllur lýðræðis ásamt með frjálsri skoðanamyndun, hefur vikið fyrir ráðherravaldi og gömlu flokkseinræði á Íslandi. Til þess að koma á raunverulegri þrískiptingu valds, þarf í fyrsta lagi að auka ábyrgð og vald Alþingis og alþingismanna með því að koma á einmenningskjördæmum þar sem framboðin eru ákveðin af starfandi stjórnmálaflokkum og samtökum, ekki í prófkjörum sem er gróðrarstía pólitískrar spillingar. Í öðru lagi þarf að kjósa forseta sem jafnframt gegnir störfum forsætisráðherra og er ábyrgur fyrir myndun ríkisstjórnar - framkvæmdavaldinu - og situr ekki á Alþingi frekar en aðrir ráðherrar, en hafa þar málfrelsi eins og er í norska Stórþinginu. Í þriðja lagi á Alþingi að kjósa dómara í Hæstarétt svo og í héraðsdóma þar sem aukinn meirihluta atkvæða þyrfti til þess að dómari hlyti kosningu. Hugsanlega ætti þetta að vera í höndum fámennrar öldungadeildar Alþingis þar sem í ættu sæti fulltrúar sveitarfélaga, atvinnulífs og menningarstofnana og mætti þá fækka alþingismönnum sem því næmi til þess að dreifa valdi. Stjórnmálaflokkar og samtök eiga að vera grundvöllur stjórnmálastarfs í landinu og bera ábyrgð á framboðum til Alþingis en ekki að skýla sér á bak við prófkjör sem eru bæði spillingardíki og mismuna einstaklingum. Þá á 40% reglan að gilda um kynskiptingu til framboða og allra embætta og starfs í landinu. Flokkar og samtök eiga síðan að sjálfsögðu að birta opinberlega lög sín og starfsreglur svo og allt bókhald. Nú þarf allt að vera opinbert og öllum aðgengilegt - vera uppi á borðinu, eins og sagt er, einnig laun framkvæmdastjóra fyrirtækja og stofnana ríkis og einkafyrirtækja. Við höfum ekki lengur efni á mismunun og misrétti. Endur-bætur á íslensku lýðræði og réttarbætur til handa þjóðinni er eitt af þeim verkefnum sem eru mest aðkallandi og mega ekki bíða . Höfundur er fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Þegar allt er komið á hvolf í íslensku samfélagi og almenningur veit ekki sitt rjúkandi ráð og réttlát reiði í garð yfirvalda er að taka völdin, ber brýna nauðsyn til að huga að réttarbótum í samfélaginu um leið og búið er að taka upp evru og afþakka lán IMF og sækja um aðild að ESB og á þann hátt slökkva elda sem brunnið hafa síðan 29. september. Meðal þess sem íhuga þarf er þrískiptingu valds, en óskýr aðgreining þessa valds er eitt af mörgum meinum samfélagsins. Í annarri grein stjórnarskrárinnar stendur að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvald og forseti og önnur stjórnarvöld með framkvæmdarvald og dómendur með dómsvald. Rétt sýnist að sleppa forseta úr þessari upptalningu af því að hann er valdalaus, eins og dæmin sanna. Flestum er ljóst að þrískipting valds, sem er grundvöllur lýðræðis ásamt með frjálsri skoðanamyndun, hefur vikið fyrir ráðherravaldi og gömlu flokkseinræði á Íslandi. Til þess að koma á raunverulegri þrískiptingu valds, þarf í fyrsta lagi að auka ábyrgð og vald Alþingis og alþingismanna með því að koma á einmenningskjördæmum þar sem framboðin eru ákveðin af starfandi stjórnmálaflokkum og samtökum, ekki í prófkjörum sem er gróðrarstía pólitískrar spillingar. Í öðru lagi þarf að kjósa forseta sem jafnframt gegnir störfum forsætisráðherra og er ábyrgur fyrir myndun ríkisstjórnar - framkvæmdavaldinu - og situr ekki á Alþingi frekar en aðrir ráðherrar, en hafa þar málfrelsi eins og er í norska Stórþinginu. Í þriðja lagi á Alþingi að kjósa dómara í Hæstarétt svo og í héraðsdóma þar sem aukinn meirihluta atkvæða þyrfti til þess að dómari hlyti kosningu. Hugsanlega ætti þetta að vera í höndum fámennrar öldungadeildar Alþingis þar sem í ættu sæti fulltrúar sveitarfélaga, atvinnulífs og menningarstofnana og mætti þá fækka alþingismönnum sem því næmi til þess að dreifa valdi. Stjórnmálaflokkar og samtök eiga að vera grundvöllur stjórnmálastarfs í landinu og bera ábyrgð á framboðum til Alþingis en ekki að skýla sér á bak við prófkjör sem eru bæði spillingardíki og mismuna einstaklingum. Þá á 40% reglan að gilda um kynskiptingu til framboða og allra embætta og starfs í landinu. Flokkar og samtök eiga síðan að sjálfsögðu að birta opinberlega lög sín og starfsreglur svo og allt bókhald. Nú þarf allt að vera opinbert og öllum aðgengilegt - vera uppi á borðinu, eins og sagt er, einnig laun framkvæmdastjóra fyrirtækja og stofnana ríkis og einkafyrirtækja. Við höfum ekki lengur efni á mismunun og misrétti. Endur-bætur á íslensku lýðræði og réttarbætur til handa þjóðinni er eitt af þeim verkefnum sem eru mest aðkallandi og mega ekki bíða . Höfundur er fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar