Kallað hermenn heim en ekki gæsluliða Guðjón Helgason skrifar 6. september 2007 18:45 Nærri tuttugu þjóðir hafa kallað herlið sitt heim frá Írak frá innrásinni 2003. Fulltrúar sumra ríkjanna starfa þó enn þar á vegum Sameinuðu þjóðanna eða Atlantshafsbandalagsins þrátt fyrir heimkvaðningu hermanna. Bandarískir hermenn í Írak eru nú 158 þúsund er voru 250 þúsund. Bretar voru með 45 þúsund hermenn en þeir eru nú 5.500 og fer fækkandi. Pólverjar hafa verið með fjölmennt herlið í Írak frá innrásinni 2003 - 2500 hermenn þegar mest var - nú 194. Ástralar voru með 2000 manna lið í landinu en 638 hermenn nú. Sautján lönd til viðbótar hafa lagt til herlið en kallað hluta þess heim. Þar á meðal eru Suðurkóreumenn, Eystrasaltsríkin, Rúmenar, Georgíumenn, Salvadorar, Tékkar, Aserar, Mongólar, Armenar, Albanar, Bosníumenn og Búlgarar. Samanlagt telur lið þessara ríkja 3200 hermenn. Önnur lönd hafa ákveðið að stíga skrefið til fulls og hafa kallað allt herlið heim. Þar á meðal eru Danir, Úkraínumenn, Hollendingar, Spánverjar, Japanar, Ungverjar, Norðmenn og Nýsjálendingar. Samanlagt nærri 11000 hermenn. Mörg þessi ríki eru þó enn með fulltrúa sína að störfum í Írak vegna ýmissa verkefna NATO eða Sameinuðu þjóðanna. Þar á meðal eru Danir og Hollendingar að þjálfa íraskar lögreglusveitir. Íslendingar hafa ákveðið að kalla upplýsingafulltrúa þess verkefnis heim en Íslendingar hafa gegnt því verkefni síða 2005. Áður voru tveir íslenskir sprengjusérfræðingar í Írak sem hafa báðir snúið heim fyrir nokkru. Umræða um heimkvaðningu hermanna hefur magnast í Bandaríkjunum síðustu vikur. David Petraeus, herforingi í Írak, og Ryan Crocker, sendiherra Bandríkjanna, skil Bandaríkjaþingi skýrslu á mánudaginn þar sem þeir meta hvaða áhrif það hafi haft að að fjölga bandarískum hermönnum í Írak í sumar. Stjórnmálaskýrendur segja niðurstöðuna ráða ákvörðun Bush Bandaríkjaforseta. Erlent Fréttir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Nærri tuttugu þjóðir hafa kallað herlið sitt heim frá Írak frá innrásinni 2003. Fulltrúar sumra ríkjanna starfa þó enn þar á vegum Sameinuðu þjóðanna eða Atlantshafsbandalagsins þrátt fyrir heimkvaðningu hermanna. Bandarískir hermenn í Írak eru nú 158 þúsund er voru 250 þúsund. Bretar voru með 45 þúsund hermenn en þeir eru nú 5.500 og fer fækkandi. Pólverjar hafa verið með fjölmennt herlið í Írak frá innrásinni 2003 - 2500 hermenn þegar mest var - nú 194. Ástralar voru með 2000 manna lið í landinu en 638 hermenn nú. Sautján lönd til viðbótar hafa lagt til herlið en kallað hluta þess heim. Þar á meðal eru Suðurkóreumenn, Eystrasaltsríkin, Rúmenar, Georgíumenn, Salvadorar, Tékkar, Aserar, Mongólar, Armenar, Albanar, Bosníumenn og Búlgarar. Samanlagt telur lið þessara ríkja 3200 hermenn. Önnur lönd hafa ákveðið að stíga skrefið til fulls og hafa kallað allt herlið heim. Þar á meðal eru Danir, Úkraínumenn, Hollendingar, Spánverjar, Japanar, Ungverjar, Norðmenn og Nýsjálendingar. Samanlagt nærri 11000 hermenn. Mörg þessi ríki eru þó enn með fulltrúa sína að störfum í Írak vegna ýmissa verkefna NATO eða Sameinuðu þjóðanna. Þar á meðal eru Danir og Hollendingar að þjálfa íraskar lögreglusveitir. Íslendingar hafa ákveðið að kalla upplýsingafulltrúa þess verkefnis heim en Íslendingar hafa gegnt því verkefni síða 2005. Áður voru tveir íslenskir sprengjusérfræðingar í Írak sem hafa báðir snúið heim fyrir nokkru. Umræða um heimkvaðningu hermanna hefur magnast í Bandaríkjunum síðustu vikur. David Petraeus, herforingi í Írak, og Ryan Crocker, sendiherra Bandríkjanna, skil Bandaríkjaþingi skýrslu á mánudaginn þar sem þeir meta hvaða áhrif það hafi haft að að fjölga bandarískum hermönnum í Írak í sumar. Stjórnmálaskýrendur segja niðurstöðuna ráða ákvörðun Bush Bandaríkjaforseta.
Erlent Fréttir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira