Bretar hafni stjórnarskrá ESB 29. mars 2007 18:45 Bretar taka ekki upp evruna og hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins nái íhaldsmenn völdum í næstu kosningum. Þetta segir William Hague, fyrrverandi leiðtogi breska Íhaldsflokksins og núverandi talsmaður hans í utanríkismálum. Hann er vongóður um sigur flokks síns í næstu kosningum. William Hague kom til landsins í gær og síðdegis átti hann fund með Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, í Þjóðmenningarhúsinu. Síðan snæddi hann kvöldverð með Geir H. Haarde, forsætisráðherra. Sem talsmaður Íhaldsmanna í utanríkismálum verður Hague utanríkisráðherra Breta vinni flokkur hans sigur í næstu kosningum eftir tvö eða þrjú ár. Af þeirri ástæðu heimsækir hann nú þau ríki sem Bretar eiga í mestum samskiptum við, þar á meðal Ísland. Hague segir kannanir gefa Íhaldsmönnum tilefni til meiri bjartsýni fyrir næstu kosningarnar eftir tvö til þrjú ár. David Cameron, nýr leiðtogi flokksins, hafi byrjað vel. Liðið í kringum hann sé gott og flokkurinn með forystu í flestum könnunum. Því eigi Íhaldsmenn góða möguleika í næstu kosningum. Margt sé þó óunnið. Hague segir mikið keppnisskap í breskum stjórnmálamönnum. Næst geti hvor stóru flokkanna sem er unnið en það sé ólíkt síðustu þremur kosningum þar sem legið hafi nokkurn vegin fyrir að Verkamannaflokkurinn fengi meirihluta á þingi. Hague segir að í utanríkismálum leggi flokkurinn áherslu á að styrkja samskiptin við Bandaríkjamenn, en þó þannig að Bretar verði þeim ekki undirgefnir. Mikilvægt verði einnig að bæta samskipti við múslimaríki, til dæmis við Persaflóa og í Norður-Afríku. Einnig þurfi að gera endurbætur á ýmsum alþjóðastofnunum, þar á meðal öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þegar kemur að Evrópumálum hafa Íhaldsmenn ákveðnar skoðanir. Hague segir það skoðun Íhalsmanna að ESB eigi að einbeita sér að því að þróa raunverulegan sameigilegan markað, tryggja frjáls viðskipti önnur Evrópulönd og lönd utan álfunnar. Taka eigi á loftslagsmálum og fátækt í heiminum. Ekki eigi að stefna að því að gera ESB að miðstýrði pólitískri einingu. Ekki eigi að samþykkja stjórnarskrá ESB og ekki eigi að taka upp Evruna. Hague vildi ekki tjá sig um það hvort hann teldi rétt fyrir Íslendinga að sækja um aðild að sambandinu. Það væri þjóðarinnar að ákveða. Hann sagði þó breska Íhaldsmenn hlynnta stækkun ESB. Erlent Fréttir Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Bretar taka ekki upp evruna og hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins nái íhaldsmenn völdum í næstu kosningum. Þetta segir William Hague, fyrrverandi leiðtogi breska Íhaldsflokksins og núverandi talsmaður hans í utanríkismálum. Hann er vongóður um sigur flokks síns í næstu kosningum. William Hague kom til landsins í gær og síðdegis átti hann fund með Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, í Þjóðmenningarhúsinu. Síðan snæddi hann kvöldverð með Geir H. Haarde, forsætisráðherra. Sem talsmaður Íhaldsmanna í utanríkismálum verður Hague utanríkisráðherra Breta vinni flokkur hans sigur í næstu kosningum eftir tvö eða þrjú ár. Af þeirri ástæðu heimsækir hann nú þau ríki sem Bretar eiga í mestum samskiptum við, þar á meðal Ísland. Hague segir kannanir gefa Íhaldsmönnum tilefni til meiri bjartsýni fyrir næstu kosningarnar eftir tvö til þrjú ár. David Cameron, nýr leiðtogi flokksins, hafi byrjað vel. Liðið í kringum hann sé gott og flokkurinn með forystu í flestum könnunum. Því eigi Íhaldsmenn góða möguleika í næstu kosningum. Margt sé þó óunnið. Hague segir mikið keppnisskap í breskum stjórnmálamönnum. Næst geti hvor stóru flokkanna sem er unnið en það sé ólíkt síðustu þremur kosningum þar sem legið hafi nokkurn vegin fyrir að Verkamannaflokkurinn fengi meirihluta á þingi. Hague segir að í utanríkismálum leggi flokkurinn áherslu á að styrkja samskiptin við Bandaríkjamenn, en þó þannig að Bretar verði þeim ekki undirgefnir. Mikilvægt verði einnig að bæta samskipti við múslimaríki, til dæmis við Persaflóa og í Norður-Afríku. Einnig þurfi að gera endurbætur á ýmsum alþjóðastofnunum, þar á meðal öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þegar kemur að Evrópumálum hafa Íhaldsmenn ákveðnar skoðanir. Hague segir það skoðun Íhalsmanna að ESB eigi að einbeita sér að því að þróa raunverulegan sameigilegan markað, tryggja frjáls viðskipti önnur Evrópulönd og lönd utan álfunnar. Taka eigi á loftslagsmálum og fátækt í heiminum. Ekki eigi að stefna að því að gera ESB að miðstýrði pólitískri einingu. Ekki eigi að samþykkja stjórnarskrá ESB og ekki eigi að taka upp Evruna. Hague vildi ekki tjá sig um það hvort hann teldi rétt fyrir Íslendinga að sækja um aðild að sambandinu. Það væri þjóðarinnar að ákveða. Hann sagði þó breska Íhaldsmenn hlynnta stækkun ESB.
Erlent Fréttir Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira