Þingkosningar í Finnlandi í dag 18. mars 2007 12:15 Kosið er til þings í Finnlandi í dag. Búist er við að mið- og vinstristjórn Matti Vanhanen, forsætisráðherra, haldi velli en svo gæti þó farið að einhverjar hrókeringar yrðu. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma og verður lokað klukkan sex síðdegis. Búist er við fyrstu tölum þá og endanlegum úrslitum seint í kvöld. Fjórar komma þrjár milljónir Finna eru á kjörskrá og hefur tæpur þriðjungur þeirra þegar greitt atkvæði utan kjörfundar. Helst hefur verið tekist á um heilbrigðismál, hag eldri borgara, skattalækkanir og atvinnumál í aðdraganda kosninganna. Miðflokki Vanhanens er spáð nærri því fjórðungi atkvæða. Þakka kjósendur stjórninni, og ekki síst miðflokknum og Vanhanen, gott ástand efnahagsmála. En þó stjórnarsamstarfið hafi reynst farsælt að margra mati gæti farið svo að Vanhanen veldi sér annan flokk í ríkisstjórn fari sem horfir. Hægrimenn hafa bætt við sig fylgi í könnunum og telja margir miðflokksmenn þá jafnvel álitlegri kost til samstarfs en jafnaðarmenn. Stjórnmálaskýrendur segja þann möguleika þó fyrir hendi að jafnaðarmenn og hægriflokkurinn myndi stjórn þrátt fyrir að miðflokkurinn fái það fylgi sem er spáð. Það yrði ekki óvenjulegt stjórnarsamstarf því flokkarnir hafa áður verið saman í ríkisstjórn. Eero Heinaluoma, fjármálaráðherra og leiðtogi jafnaðarmanna, gæti einnig gert kröfu um forsætisráðherraembættið ef ákveðið verður að halda stjórnarsamstarfinu áfram en óvíst er að það fengist í gegn þar sem vinsældir Vanhanens í embætti hafa vaxið síðustu vikur og mánuði að sögn finnskra miðla. Erlent Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Kosið er til þings í Finnlandi í dag. Búist er við að mið- og vinstristjórn Matti Vanhanen, forsætisráðherra, haldi velli en svo gæti þó farið að einhverjar hrókeringar yrðu. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma og verður lokað klukkan sex síðdegis. Búist er við fyrstu tölum þá og endanlegum úrslitum seint í kvöld. Fjórar komma þrjár milljónir Finna eru á kjörskrá og hefur tæpur þriðjungur þeirra þegar greitt atkvæði utan kjörfundar. Helst hefur verið tekist á um heilbrigðismál, hag eldri borgara, skattalækkanir og atvinnumál í aðdraganda kosninganna. Miðflokki Vanhanens er spáð nærri því fjórðungi atkvæða. Þakka kjósendur stjórninni, og ekki síst miðflokknum og Vanhanen, gott ástand efnahagsmála. En þó stjórnarsamstarfið hafi reynst farsælt að margra mati gæti farið svo að Vanhanen veldi sér annan flokk í ríkisstjórn fari sem horfir. Hægrimenn hafa bætt við sig fylgi í könnunum og telja margir miðflokksmenn þá jafnvel álitlegri kost til samstarfs en jafnaðarmenn. Stjórnmálaskýrendur segja þann möguleika þó fyrir hendi að jafnaðarmenn og hægriflokkurinn myndi stjórn þrátt fyrir að miðflokkurinn fái það fylgi sem er spáð. Það yrði ekki óvenjulegt stjórnarsamstarf því flokkarnir hafa áður verið saman í ríkisstjórn. Eero Heinaluoma, fjármálaráðherra og leiðtogi jafnaðarmanna, gæti einnig gert kröfu um forsætisráðherraembættið ef ákveðið verður að halda stjórnarsamstarfinu áfram en óvíst er að það fengist í gegn þar sem vinsældir Vanhanens í embætti hafa vaxið síðustu vikur og mánuði að sögn finnskra miðla.
Erlent Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira