Lausn í kjarnorkudeilu Norður-Kóreumanna 13. febrúar 2007 19:45 Langvinnri deilu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumenn virðist nú lokið með fyrsta skrefi stjórnvalda í Pyongyang að kjarnorkuvopnalausum Kóreuskaga. Samkvæmt nýju samkomulagi verður áætlunin lögð á hilluna í skiptum fyrir eldsneyti. Viðræður sexveldanna svokölluðu um kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Pyongyang hófust fyrst í lok ágúst 2003 og hafa staðið síðan með hléum. Að samningaborðinu koma, auk Norður-Kóreumanna, fulltrúar Bandaríkjanna, Japans, Kína, Rússlands og Suður-Kóreu. Samkvæmt samkomulaginu slökkva Norður-Kóreumenn á kjarnaofninum í Yongbyon innan 60 daga í skiptum fyrir 50 þúsund tonn af olíu eða efnahagsaðstoð sem jafngildi því. Alþjóðlegir eftirlitsmenn verða þó fyrst að staðfesta að slökkt hafi verið á ofninum. Ráðamenn í Pyongyang ætla þá einnig að hætta smíði kjarnavopna. Í heildina fá Norður-Kóreumenn milljón tonn af eldsneyti þegar þeir hafa horfið frá kjarnorkuáætlun sinni að fullu. Bandaríkjamenn ætla að taka Norður-Kóreumenn af lista yfir ríki sem hygli hryðjuverkamönnum og ásamt Japönum taka upp stjórnmálasamband við þá. Bandaríkjamenn eru ánægðir en varkárir í yfirlýsingum sínum. Christopher Hill, samningamaður Bandaríkjamanna í deilunni, segir augljóslega langt í land en bandarísk stjórnvöld séu ánægð með samkomulagið. Þetta sé ákveðið skref í átt að lausn deilunnar. Stjórnmálaskýrendur segja nú komið fordæmi sem ráðamenn í Íran geti fylgt. Mahmoud Ahamdeinejad, Íransforseti, sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC í gær að Íranar væru andvígir útbreiðslu kjarnorkuvopna og alltaf tilbúnir til að ræða kjarnorkuáætlun sína. George Bush, Bandaríkjaforseti, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að hernaðaríhlutun væri síðasta úrræðið. Hann væri viss um að hægt yrði að semja um lausn á deilunni við Írana. Hann sagði írönsku þjóðina góða, heilsteypta og heiðarlega. Ráðamenn í þeirra landi séu þrasgjarnir og fari með látum um leið og þeir ógni heimsbyggðinni. Ríkisstjórin ögri umheiminum og segist vilja kjarnorkuvopn. Takmark Bandaríkjamanna sé að þrýsta áfram á hana og vona um leið að skynsamt fólk taki til sinna ráða um leið og það átti sig á því að þetta sé ekki þess virði - einangrunin frá alþjóðasamfélaginu sé ekki þess virði. Erlent Fréttir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Langvinnri deilu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumenn virðist nú lokið með fyrsta skrefi stjórnvalda í Pyongyang að kjarnorkuvopnalausum Kóreuskaga. Samkvæmt nýju samkomulagi verður áætlunin lögð á hilluna í skiptum fyrir eldsneyti. Viðræður sexveldanna svokölluðu um kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Pyongyang hófust fyrst í lok ágúst 2003 og hafa staðið síðan með hléum. Að samningaborðinu koma, auk Norður-Kóreumanna, fulltrúar Bandaríkjanna, Japans, Kína, Rússlands og Suður-Kóreu. Samkvæmt samkomulaginu slökkva Norður-Kóreumenn á kjarnaofninum í Yongbyon innan 60 daga í skiptum fyrir 50 þúsund tonn af olíu eða efnahagsaðstoð sem jafngildi því. Alþjóðlegir eftirlitsmenn verða þó fyrst að staðfesta að slökkt hafi verið á ofninum. Ráðamenn í Pyongyang ætla þá einnig að hætta smíði kjarnavopna. Í heildina fá Norður-Kóreumenn milljón tonn af eldsneyti þegar þeir hafa horfið frá kjarnorkuáætlun sinni að fullu. Bandaríkjamenn ætla að taka Norður-Kóreumenn af lista yfir ríki sem hygli hryðjuverkamönnum og ásamt Japönum taka upp stjórnmálasamband við þá. Bandaríkjamenn eru ánægðir en varkárir í yfirlýsingum sínum. Christopher Hill, samningamaður Bandaríkjamanna í deilunni, segir augljóslega langt í land en bandarísk stjórnvöld séu ánægð með samkomulagið. Þetta sé ákveðið skref í átt að lausn deilunnar. Stjórnmálaskýrendur segja nú komið fordæmi sem ráðamenn í Íran geti fylgt. Mahmoud Ahamdeinejad, Íransforseti, sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC í gær að Íranar væru andvígir útbreiðslu kjarnorkuvopna og alltaf tilbúnir til að ræða kjarnorkuáætlun sína. George Bush, Bandaríkjaforseti, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að hernaðaríhlutun væri síðasta úrræðið. Hann væri viss um að hægt yrði að semja um lausn á deilunni við Írana. Hann sagði írönsku þjóðina góða, heilsteypta og heiðarlega. Ráðamenn í þeirra landi séu þrasgjarnir og fari með látum um leið og þeir ógni heimsbyggðinni. Ríkisstjórin ögri umheiminum og segist vilja kjarnorkuvopn. Takmark Bandaríkjamanna sé að þrýsta áfram á hana og vona um leið að skynsamt fólk taki til sinna ráða um leið og það átti sig á því að þetta sé ekki þess virði - einangrunin frá alþjóðasamfélaginu sé ekki þess virði.
Erlent Fréttir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira