Loftslagið jarðar fer stöðugt hlýnandi 29. janúar 2007 19:02 Útblástur gróðurhúsalofttegunda hefur valdið umtalsverðri hækkun á hitastigi andrúmsloftsins og hafsins með þeim afleiðingum að sjávarborð hefur risið og heimsskautaísinn bráðnað. Þetta er afdráttarlaus niðurstaða skýrslu sem loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna kynnir á næstu dögum. Skýrslan er sú fyrsta af fjórum sem gefnar verða út á árinu en að baki henni liggur þrotlaus vinna 600 sérfræðinga í loftslagsmálum víðs vegar að úr heiminum. 1.600 síðna svellþykkur doðranturinn verður kynntur formlega í lok vikunnar en höfundarnir hittust í París í dag til að reka smiðshöggið á verkið. Niðurstaða þeirra er ekkert sérstaklega upplífgandi: Hitastig jarðar hefur ekki verið hærra í þúsundir ára og á þessari öld mun það hækka um þrjár til sex gráður. Þar er því slegið föstu að magn koltvísýrings í andrúmsloftinu sé langt umfram eðilegar sveiflur síðustu 650.000 ára og að maðurinn eigi þar stærstan hlut að máli Hlýnunin veldur svo því að yfirborð sjávar mun hækka á öldinni um allt að 58 sentimetra, bæði vegna bráðnunar jökul- og heimskautaíss og útþenslu vatns með hækkandi hitastigi. Eitthvað mun hægja á Golftstrauminum af þessum sökum en enn bendir þó ekkert til að hann muni stöðvast með öllu. Höfundar skýrslunnar vonast eftir vitundarvakningu. Sjö ár eru frá því að loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna gaf síðast út skýrslu og nú kveður við örlítið bjartari tón. Til dæmis er ekki spáð jafn mikilli hækkun heimshafanna og síðast. Margir vísindamenn benda hins vegar á að mikil bráðnun jökulíssins á Grænlandi og á Suðurskautinu að undanförnu sé ekki tekin með í reikninginn og því gefi nýja skýrslan ekki rétta mynd af ástandinu. Hlýnun jarðar gæti verið mun meiri ef ekki væri fyrir vaxandi magn ryks og annarra agna í andrúmsloftinu sem endurkasta sólarljósinu aftur út í geiminn. Erlent Fréttir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Sjá meira
Útblástur gróðurhúsalofttegunda hefur valdið umtalsverðri hækkun á hitastigi andrúmsloftsins og hafsins með þeim afleiðingum að sjávarborð hefur risið og heimsskautaísinn bráðnað. Þetta er afdráttarlaus niðurstaða skýrslu sem loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna kynnir á næstu dögum. Skýrslan er sú fyrsta af fjórum sem gefnar verða út á árinu en að baki henni liggur þrotlaus vinna 600 sérfræðinga í loftslagsmálum víðs vegar að úr heiminum. 1.600 síðna svellþykkur doðranturinn verður kynntur formlega í lok vikunnar en höfundarnir hittust í París í dag til að reka smiðshöggið á verkið. Niðurstaða þeirra er ekkert sérstaklega upplífgandi: Hitastig jarðar hefur ekki verið hærra í þúsundir ára og á þessari öld mun það hækka um þrjár til sex gráður. Þar er því slegið föstu að magn koltvísýrings í andrúmsloftinu sé langt umfram eðilegar sveiflur síðustu 650.000 ára og að maðurinn eigi þar stærstan hlut að máli Hlýnunin veldur svo því að yfirborð sjávar mun hækka á öldinni um allt að 58 sentimetra, bæði vegna bráðnunar jökul- og heimskautaíss og útþenslu vatns með hækkandi hitastigi. Eitthvað mun hægja á Golftstrauminum af þessum sökum en enn bendir þó ekkert til að hann muni stöðvast með öllu. Höfundar skýrslunnar vonast eftir vitundarvakningu. Sjö ár eru frá því að loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna gaf síðast út skýrslu og nú kveður við örlítið bjartari tón. Til dæmis er ekki spáð jafn mikilli hækkun heimshafanna og síðast. Margir vísindamenn benda hins vegar á að mikil bráðnun jökulíssins á Grænlandi og á Suðurskautinu að undanförnu sé ekki tekin með í reikninginn og því gefi nýja skýrslan ekki rétta mynd af ástandinu. Hlýnun jarðar gæti verið mun meiri ef ekki væri fyrir vaxandi magn ryks og annarra agna í andrúmsloftinu sem endurkasta sólarljósinu aftur út í geiminn.
Erlent Fréttir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Sjá meira