Íraksstríði mótmælt í Bandaríkjunum 28. janúar 2007 12:45 Tugir þúsunda Bandaríkjamann mótmæltu stríðsrekstrinum í Írak í gær. Mótmælin voru haldin víða um Bandaríkin. Þau fóru að mestu friðsamlega fram en í Washington varð að stöðva mótmælendur þegar þeir reyndu að gera áhlaup á þinghúsið. Mótmælt var í Washington, Los Angeles, Oklahoma og Des Moines. Í höfuðborginni tóku þingmenn þátt í mótmælunum ásamt þekktum leikurum á borð við Tim Robbins og Sean Penn. Leikkonan Jane Fona hélt ræðu og sagði 34 ár frá því að hún hafi tekið síðast þátt í mótmælum vegna stríðsátaka en nú gæti hún ekki orða bundist. Hún sagði það grátlegt að enn þyrfti að standa í þessu, ljóst væri að ráðamenn hefðu ekkert lært af Víetnamstríðinu. Ekki var gengið að Hvíta húsinu í þetta sinn líkt og gert var fyrir rúmum 30 árum en þessi í stað framhjá þinghúsinu þar sem áætlun Bush Bandaríkjaforseta um að fjölga í herliðinu í Írak verður rædd á næstu dögum. Mótmælendur vildu sýna andstöðu sína í verki og hljóp kapp í stóran hóp sem reyndi að hlaupa yfir grasflötina við þinghúsið og að byggingunni. Lögregla stöðvaði för hópsins og til nokkurra átaka kom. Þeir sem skipulögðu mótmælin í Washington höfuð gert sér vonir um að 100 þúsund mótmælendur mættu á svæðið en eitthvað var hópurinn fámennari að sögn lögreglu. 20 almennir borgarar hafa týnt lífi í sprengjuárásum í Írak síðasta sólahring og um 60 særst. 5 skólastúlkur týndu lífi þegar skotið var úr sprengjuvörpu á grunnskóla í hverfi súnnía í vesturhluta Bagdad í morgun. 20 særðust þegar glerbrotum rigndi yfir þá sem voru inn í skólanum. Sjíum er kennt um. 14 andspyrnumenn féllu í loftárás Bandaríkjahers í Baquba í gær um leið og 3 hermenn féllu í sprenguárás norður af Bagdad. Ekkert lát er á blóðbaðinu og benda mótmælin til vaxandi andstöðu almennra Bandaríkjamanna við stríðsreksturinn í Írak. Erlent Fréttir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Sjá meira
Tugir þúsunda Bandaríkjamann mótmæltu stríðsrekstrinum í Írak í gær. Mótmælin voru haldin víða um Bandaríkin. Þau fóru að mestu friðsamlega fram en í Washington varð að stöðva mótmælendur þegar þeir reyndu að gera áhlaup á þinghúsið. Mótmælt var í Washington, Los Angeles, Oklahoma og Des Moines. Í höfuðborginni tóku þingmenn þátt í mótmælunum ásamt þekktum leikurum á borð við Tim Robbins og Sean Penn. Leikkonan Jane Fona hélt ræðu og sagði 34 ár frá því að hún hafi tekið síðast þátt í mótmælum vegna stríðsátaka en nú gæti hún ekki orða bundist. Hún sagði það grátlegt að enn þyrfti að standa í þessu, ljóst væri að ráðamenn hefðu ekkert lært af Víetnamstríðinu. Ekki var gengið að Hvíta húsinu í þetta sinn líkt og gert var fyrir rúmum 30 árum en þessi í stað framhjá þinghúsinu þar sem áætlun Bush Bandaríkjaforseta um að fjölga í herliðinu í Írak verður rædd á næstu dögum. Mótmælendur vildu sýna andstöðu sína í verki og hljóp kapp í stóran hóp sem reyndi að hlaupa yfir grasflötina við þinghúsið og að byggingunni. Lögregla stöðvaði för hópsins og til nokkurra átaka kom. Þeir sem skipulögðu mótmælin í Washington höfuð gert sér vonir um að 100 þúsund mótmælendur mættu á svæðið en eitthvað var hópurinn fámennari að sögn lögreglu. 20 almennir borgarar hafa týnt lífi í sprengjuárásum í Írak síðasta sólahring og um 60 særst. 5 skólastúlkur týndu lífi þegar skotið var úr sprengjuvörpu á grunnskóla í hverfi súnnía í vesturhluta Bagdad í morgun. 20 særðust þegar glerbrotum rigndi yfir þá sem voru inn í skólanum. Sjíum er kennt um. 14 andspyrnumenn féllu í loftárás Bandaríkjahers í Baquba í gær um leið og 3 hermenn féllu í sprenguárás norður af Bagdad. Ekkert lát er á blóðbaðinu og benda mótmælin til vaxandi andstöðu almennra Bandaríkjamanna við stríðsreksturinn í Írak.
Erlent Fréttir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Sjá meira