Komst heim eftir rúm 30 ár í gíslingu 17. janúar 2007 18:45 Tæplega sjötugur fiskimaður kom til síns heima í Suður-Kóreu í gær eftir rúmlega 30 ára gíslingu í Norður-Kóreu. Hann segir dvalarstað sinn þar hafa verið þröngt afmarkaðan og á stundum hafi hann einvörðungu haft gras til næringar. Það var árið 1975 sem kommúnistarnir í norðri rændu Choi Wook-il þegar fiskibátur hans var stöðvaður undan austurstönd Suður-Kóreu. Choi er úr hópi hátt í 500 almennra Suður-Kóreumanna sem talið er að Norður-Kóreumenn hafi rænt á síðustu öld. Auk þess telja ráðamenn í Seoul að Norður-Kóreumenn hafi rænt mörg hundruð suður-kóreskum hermönnum í Kóreustríðinu 1950 til 1953. 500 þeirra eru sagðir enn á lífi í Norður-Kóreu. Ráðamenn í Pyongyang segja enga stríðsfanga í haldi hjá þeim og segja almenna borgara hafa komið sjálfviljuga til Norður-Kóreu. Choi, sem er 67 ára, reyndi hvað hann gat til að flýja síðustu 10 árin og tókst að koma sér til Kína í síðasta mánuði. Þar dvaldi hann í húsi ræðismanns Suður-Kóreu þar til hann gat haldið heim. Fjölskylda Chois tók honum opnum örmum á flugvellinum í Incheon í gær. Þar sagði Choi fréttamönnum að dvölin hefði verið helvíti líkust. Hann hafi unnið þar til hann stóð ekki lengur í fæturna og þurft að búa á afgirtu svæði alla daga. Matur hafi ekki verið nægur og ekki næg föt til skiptanna. Þegar verst hafi verið hafi hann þurft að bíta gras til að draga fram lífið. Suður-Kóreumenn hafa gagnrýnt ráðamenn í heimalandinu fyrir að reyna ekki hvað þeir geti til að frelsa landa sína nú þegar þíða væri í samskiptum þjóðanna eftir leiðtogafund árið 2000. Á blaðamannafundi Seoul sagði Cho Jung-pyo, vara-utanríkisráðherra að allt yrði reynt til að tryggja lausn þeirra sem enn væru í haldi. Allt hefði verið gert til hjálpar Choi þegar hann kom til Kína. Erlent Fréttir Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Tæplega sjötugur fiskimaður kom til síns heima í Suður-Kóreu í gær eftir rúmlega 30 ára gíslingu í Norður-Kóreu. Hann segir dvalarstað sinn þar hafa verið þröngt afmarkaðan og á stundum hafi hann einvörðungu haft gras til næringar. Það var árið 1975 sem kommúnistarnir í norðri rændu Choi Wook-il þegar fiskibátur hans var stöðvaður undan austurstönd Suður-Kóreu. Choi er úr hópi hátt í 500 almennra Suður-Kóreumanna sem talið er að Norður-Kóreumenn hafi rænt á síðustu öld. Auk þess telja ráðamenn í Seoul að Norður-Kóreumenn hafi rænt mörg hundruð suður-kóreskum hermönnum í Kóreustríðinu 1950 til 1953. 500 þeirra eru sagðir enn á lífi í Norður-Kóreu. Ráðamenn í Pyongyang segja enga stríðsfanga í haldi hjá þeim og segja almenna borgara hafa komið sjálfviljuga til Norður-Kóreu. Choi, sem er 67 ára, reyndi hvað hann gat til að flýja síðustu 10 árin og tókst að koma sér til Kína í síðasta mánuði. Þar dvaldi hann í húsi ræðismanns Suður-Kóreu þar til hann gat haldið heim. Fjölskylda Chois tók honum opnum örmum á flugvellinum í Incheon í gær. Þar sagði Choi fréttamönnum að dvölin hefði verið helvíti líkust. Hann hafi unnið þar til hann stóð ekki lengur í fæturna og þurft að búa á afgirtu svæði alla daga. Matur hafi ekki verið nægur og ekki næg föt til skiptanna. Þegar verst hafi verið hafi hann þurft að bíta gras til að draga fram lífið. Suður-Kóreumenn hafa gagnrýnt ráðamenn í heimalandinu fyrir að reyna ekki hvað þeir geti til að frelsa landa sína nú þegar þíða væri í samskiptum þjóðanna eftir leiðtogafund árið 2000. Á blaðamannafundi Seoul sagði Cho Jung-pyo, vara-utanríkisráðherra að allt yrði reynt til að tryggja lausn þeirra sem enn væru í haldi. Allt hefði verið gert til hjálpar Choi þegar hann kom til Kína.
Erlent Fréttir Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira