Loftárásum haldið áfram 9. janúar 2007 19:00 Loftárásum Bandaríkjamanna á Sómalíu var haldið áfram í dag og fullyrða vitni að fjölmargir óbreyttir borgarar hafi fallið í þeim, þar á meðal fjögurra ára drengur. Skotmörkin eru al-Kaída-liðar, sem sumir eru sagðir bera ábyrgð á sprengjuárásum á sendiráð Bandaríkjamanna fyrir átta árum. Talið er að leiðtogi hryðjuverkasamtakanna í Austur-Afríku hafi verið í þeirra hópi en óvíst að hann hafi fallið. Tilgangurinn með árásum Bandaríkjamanna er tvíþættur. Þeir vilja styðja við bakið á bráðabirgðastjórn landsins sem hefur mátt berjast við íslamska uppreinsarmenn þar í marga mánuði. Á sama tíma vilja þeir hafa hendur í hári eða fella al-Kaída liða sem þá grunar um aðild að hryðjuverkaárásum á bandarísk sendiráð í Kenýa og Tansaníu 1998. Árásirnar kostuðu 250 manns lífið. Hryðjuverkamennirnir eru sagðir í hópi uppreisnarmanna sem Bandaríkjamenn fullyrða að tengist samtökunum sterkum böndum. Á meðal þeirra munu vera Abu Talha al-Sudani, sem sagður er leiðtogi al-Kaída í Austur-Afríku, og Fazul Abdullah Mohammed, sem er eftirlýstur af bandarísku Alríkislögreglunni og sagður hafa skipulagt hryðjuverkin fyrir átta árum. Því var þungvopnuð, fjögurra hreyfla herflugvél send til árása seint í gærkvöldi frá herstöð Bandaríkjamanna í nágrannaríkinu Djibútí. Þegar vopnum slíkrar vélar er beitt eira þau engu á stóru svæði. Fyrst var skotið á þorpið Hayo. Heimildir BBC herma að þar hafi fjórir óbreyttir borgarar hið minnsta fallið, þar á meðal fjögurra ára drengur. Síðan var skotið á svæði í Badmado. Árásirnar héldu svo áfram í dag og skotmarkið þá nærri bænum Afmadow í Suður-Sómalíu. Vitni segja vel á þriðja tug óbreyttra borgara hafa týnt lífi. Abdullah Yusuf, forseti Sómalíu, segir Bandaríkjamenn hafa verið í rétt hafi þeir ráðist gegn al-Kaída liðum. Það var ekki fyrr en síðdegis sem bandaríska varnarmálaráðuneytið staðfesti að árásir hefðu verið gerðar í gær. Þeim hafi verið beint gegn al-Kaída liðum og byggt á trúverðugum upplýsingum bandarísku leyniþjónustunnar. Alls óvíst er að árásir síðasta sólahrings hafi nokkur áhrif á baráttuþrek uppreisnarmanna, enda hafa þeir hótað skæruhernaði gegn ríkisstjórn og her Sómalíu. Því til stuðnings bárust fréttir af því síðdegis að óþekktir vígamenn hefðu gert flugskeytaárás á bækistöð eþíópískra og sómalskra hermanna í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Ekki er vitað um mannfall. Sprengingar og skothríð hafa einnig heyrst frá öðrum stöðum í borginni. Erlent Fréttir Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Sjá meira
Loftárásum Bandaríkjamanna á Sómalíu var haldið áfram í dag og fullyrða vitni að fjölmargir óbreyttir borgarar hafi fallið í þeim, þar á meðal fjögurra ára drengur. Skotmörkin eru al-Kaída-liðar, sem sumir eru sagðir bera ábyrgð á sprengjuárásum á sendiráð Bandaríkjamanna fyrir átta árum. Talið er að leiðtogi hryðjuverkasamtakanna í Austur-Afríku hafi verið í þeirra hópi en óvíst að hann hafi fallið. Tilgangurinn með árásum Bandaríkjamanna er tvíþættur. Þeir vilja styðja við bakið á bráðabirgðastjórn landsins sem hefur mátt berjast við íslamska uppreinsarmenn þar í marga mánuði. Á sama tíma vilja þeir hafa hendur í hári eða fella al-Kaída liða sem þá grunar um aðild að hryðjuverkaárásum á bandarísk sendiráð í Kenýa og Tansaníu 1998. Árásirnar kostuðu 250 manns lífið. Hryðjuverkamennirnir eru sagðir í hópi uppreisnarmanna sem Bandaríkjamenn fullyrða að tengist samtökunum sterkum böndum. Á meðal þeirra munu vera Abu Talha al-Sudani, sem sagður er leiðtogi al-Kaída í Austur-Afríku, og Fazul Abdullah Mohammed, sem er eftirlýstur af bandarísku Alríkislögreglunni og sagður hafa skipulagt hryðjuverkin fyrir átta árum. Því var þungvopnuð, fjögurra hreyfla herflugvél send til árása seint í gærkvöldi frá herstöð Bandaríkjamanna í nágrannaríkinu Djibútí. Þegar vopnum slíkrar vélar er beitt eira þau engu á stóru svæði. Fyrst var skotið á þorpið Hayo. Heimildir BBC herma að þar hafi fjórir óbreyttir borgarar hið minnsta fallið, þar á meðal fjögurra ára drengur. Síðan var skotið á svæði í Badmado. Árásirnar héldu svo áfram í dag og skotmarkið þá nærri bænum Afmadow í Suður-Sómalíu. Vitni segja vel á þriðja tug óbreyttra borgara hafa týnt lífi. Abdullah Yusuf, forseti Sómalíu, segir Bandaríkjamenn hafa verið í rétt hafi þeir ráðist gegn al-Kaída liðum. Það var ekki fyrr en síðdegis sem bandaríska varnarmálaráðuneytið staðfesti að árásir hefðu verið gerðar í gær. Þeim hafi verið beint gegn al-Kaída liðum og byggt á trúverðugum upplýsingum bandarísku leyniþjónustunnar. Alls óvíst er að árásir síðasta sólahrings hafi nokkur áhrif á baráttuþrek uppreisnarmanna, enda hafa þeir hótað skæruhernaði gegn ríkisstjórn og her Sómalíu. Því til stuðnings bárust fréttir af því síðdegis að óþekktir vígamenn hefðu gert flugskeytaárás á bækistöð eþíópískra og sómalskra hermanna í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Ekki er vitað um mannfall. Sprengingar og skothríð hafa einnig heyrst frá öðrum stöðum í borginni.
Erlent Fréttir Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Sjá meira