Ekki næst enn samkomulag um breytt orðalag svo hægt verði að stilla til friðar í Líbanon 10. ágúst 2006 12:48 Mynd/AP Ísraelsher náði í nótt og í morgun þremur þorpum í Suður-Líbanon á sitt vald. Hermenn eiga í hörðum átökum við Hizbollah-skæruliða á svæðinu. Ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi um breytt orðalag ályktunar sem miðar að því að stilla til friðar í landinu. Frakkar og Bandaríkjamenn, sem unnu saman upphaflegu ályktunardrögin, sem lögð voru fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um síðustu helgi, hafa ekki geta komið sér saman um breytt orðalag þar sem tekið er tillit til krafa Líbana um tafarlaust vopnahlé. Fulltrúar Frakka og Bandaríkjamanna hafa ekki geta sætst á það hvenær senda eigi alþjóðlegt herlið til Suður-Líbanon og þá hvenær ísraelskt herlið eigi að hverfa þaðan. Það er því alls óvíst hvenær greidd yrðu atkvæði um ályktunina í Öryggisráðinu. En á meðan karpað er um orðalag ályktunarinnar berjast Ísraelsmenn og Hizbollah-skæruliðar enn í Suður-Líbanon. Í morgun bárust fréttir af því að Ísraelsher hefði lagt undir sig bæina Marjayoun, Burj al-Molouk og Qlaiah. Þrátt fyrir það er enn barist í nágrenninu. Íbúar í Marjayoun eru að mestu hluta kristnir. Bærinn stendur um átta kílómetra frá landamærunum að Ísrael. Þar mun hafa komið til harðra átaka í nótt og í morgun. Íbúar segja tvo skriðdreka Ísraelsmanna hafa eyðilagst í árásum skæruliða. Öryggisráð Ísraelsstjórnar samþykkti í gær að veita her landsins umboð til að herða sókn sína inn í Líbanon. Þeirri áætlun verður þó ekki hrundið í framkvæmd á meðan enn er reynt að semja um lausn deilunar á alþjóðavettvangi. Flugskeytum Hizbollah-skæruliða hefur rignt yfir ísraelsk landsvæði í morgun og eru þau sögð minnst fimmtíu það sem af er degi. Tveir féllu þegar eitt flugskeyti skall á íbúðarhúsi í þorpinu Deir al-Assad þar sem arabar eru búsettir. Leiðtogi Hizbollah, Hassan Nasrallah, hefur heitið frekari flugskeytaárásum á ísraelsku borgina Haifa ef innrás Ísraela verði ekki hætt. Skæurliðar hafa í morgun neitað því að Íranar séu meðal liðsmanna þeirra líkt og haldið hefur verið fram. Að minnsta kosti eitt þúsund og ellefu Líbanar, flestir þeirra almennir borgarar, hafa fallið í átökunum síðan þau hófust fyrir rétt rúmum fjórum vikum. Á sama tíma hafa hundrað og sextán Ísraelar týnt lífi, flestir þeirra voru hermenn. Erlent Fréttir Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Sjá meira
Ísraelsher náði í nótt og í morgun þremur þorpum í Suður-Líbanon á sitt vald. Hermenn eiga í hörðum átökum við Hizbollah-skæruliða á svæðinu. Ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi um breytt orðalag ályktunar sem miðar að því að stilla til friðar í landinu. Frakkar og Bandaríkjamenn, sem unnu saman upphaflegu ályktunardrögin, sem lögð voru fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um síðustu helgi, hafa ekki geta komið sér saman um breytt orðalag þar sem tekið er tillit til krafa Líbana um tafarlaust vopnahlé. Fulltrúar Frakka og Bandaríkjamanna hafa ekki geta sætst á það hvenær senda eigi alþjóðlegt herlið til Suður-Líbanon og þá hvenær ísraelskt herlið eigi að hverfa þaðan. Það er því alls óvíst hvenær greidd yrðu atkvæði um ályktunina í Öryggisráðinu. En á meðan karpað er um orðalag ályktunarinnar berjast Ísraelsmenn og Hizbollah-skæruliðar enn í Suður-Líbanon. Í morgun bárust fréttir af því að Ísraelsher hefði lagt undir sig bæina Marjayoun, Burj al-Molouk og Qlaiah. Þrátt fyrir það er enn barist í nágrenninu. Íbúar í Marjayoun eru að mestu hluta kristnir. Bærinn stendur um átta kílómetra frá landamærunum að Ísrael. Þar mun hafa komið til harðra átaka í nótt og í morgun. Íbúar segja tvo skriðdreka Ísraelsmanna hafa eyðilagst í árásum skæruliða. Öryggisráð Ísraelsstjórnar samþykkti í gær að veita her landsins umboð til að herða sókn sína inn í Líbanon. Þeirri áætlun verður þó ekki hrundið í framkvæmd á meðan enn er reynt að semja um lausn deilunar á alþjóðavettvangi. Flugskeytum Hizbollah-skæruliða hefur rignt yfir ísraelsk landsvæði í morgun og eru þau sögð minnst fimmtíu það sem af er degi. Tveir féllu þegar eitt flugskeyti skall á íbúðarhúsi í þorpinu Deir al-Assad þar sem arabar eru búsettir. Leiðtogi Hizbollah, Hassan Nasrallah, hefur heitið frekari flugskeytaárásum á ísraelsku borgina Haifa ef innrás Ísraela verði ekki hætt. Skæurliðar hafa í morgun neitað því að Íranar séu meðal liðsmanna þeirra líkt og haldið hefur verið fram. Að minnsta kosti eitt þúsund og ellefu Líbanar, flestir þeirra almennir borgarar, hafa fallið í átökunum síðan þau hófust fyrir rétt rúmum fjórum vikum. Á sama tíma hafa hundrað og sextán Ísraelar týnt lífi, flestir þeirra voru hermenn.
Erlent Fréttir Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent