Ekki næst enn samkomulag um breytt orðalag svo hægt verði að stilla til friðar í Líbanon 10. ágúst 2006 12:48 Mynd/AP Ísraelsher náði í nótt og í morgun þremur þorpum í Suður-Líbanon á sitt vald. Hermenn eiga í hörðum átökum við Hizbollah-skæruliða á svæðinu. Ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi um breytt orðalag ályktunar sem miðar að því að stilla til friðar í landinu. Frakkar og Bandaríkjamenn, sem unnu saman upphaflegu ályktunardrögin, sem lögð voru fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um síðustu helgi, hafa ekki geta komið sér saman um breytt orðalag þar sem tekið er tillit til krafa Líbana um tafarlaust vopnahlé. Fulltrúar Frakka og Bandaríkjamanna hafa ekki geta sætst á það hvenær senda eigi alþjóðlegt herlið til Suður-Líbanon og þá hvenær ísraelskt herlið eigi að hverfa þaðan. Það er því alls óvíst hvenær greidd yrðu atkvæði um ályktunina í Öryggisráðinu. En á meðan karpað er um orðalag ályktunarinnar berjast Ísraelsmenn og Hizbollah-skæruliðar enn í Suður-Líbanon. Í morgun bárust fréttir af því að Ísraelsher hefði lagt undir sig bæina Marjayoun, Burj al-Molouk og Qlaiah. Þrátt fyrir það er enn barist í nágrenninu. Íbúar í Marjayoun eru að mestu hluta kristnir. Bærinn stendur um átta kílómetra frá landamærunum að Ísrael. Þar mun hafa komið til harðra átaka í nótt og í morgun. Íbúar segja tvo skriðdreka Ísraelsmanna hafa eyðilagst í árásum skæruliða. Öryggisráð Ísraelsstjórnar samþykkti í gær að veita her landsins umboð til að herða sókn sína inn í Líbanon. Þeirri áætlun verður þó ekki hrundið í framkvæmd á meðan enn er reynt að semja um lausn deilunar á alþjóðavettvangi. Flugskeytum Hizbollah-skæruliða hefur rignt yfir ísraelsk landsvæði í morgun og eru þau sögð minnst fimmtíu það sem af er degi. Tveir féllu þegar eitt flugskeyti skall á íbúðarhúsi í þorpinu Deir al-Assad þar sem arabar eru búsettir. Leiðtogi Hizbollah, Hassan Nasrallah, hefur heitið frekari flugskeytaárásum á ísraelsku borgina Haifa ef innrás Ísraela verði ekki hætt. Skæurliðar hafa í morgun neitað því að Íranar séu meðal liðsmanna þeirra líkt og haldið hefur verið fram. Að minnsta kosti eitt þúsund og ellefu Líbanar, flestir þeirra almennir borgarar, hafa fallið í átökunum síðan þau hófust fyrir rétt rúmum fjórum vikum. Á sama tíma hafa hundrað og sextán Ísraelar týnt lífi, flestir þeirra voru hermenn. Erlent Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Ísraelsher náði í nótt og í morgun þremur þorpum í Suður-Líbanon á sitt vald. Hermenn eiga í hörðum átökum við Hizbollah-skæruliða á svæðinu. Ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi um breytt orðalag ályktunar sem miðar að því að stilla til friðar í landinu. Frakkar og Bandaríkjamenn, sem unnu saman upphaflegu ályktunardrögin, sem lögð voru fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um síðustu helgi, hafa ekki geta komið sér saman um breytt orðalag þar sem tekið er tillit til krafa Líbana um tafarlaust vopnahlé. Fulltrúar Frakka og Bandaríkjamanna hafa ekki geta sætst á það hvenær senda eigi alþjóðlegt herlið til Suður-Líbanon og þá hvenær ísraelskt herlið eigi að hverfa þaðan. Það er því alls óvíst hvenær greidd yrðu atkvæði um ályktunina í Öryggisráðinu. En á meðan karpað er um orðalag ályktunarinnar berjast Ísraelsmenn og Hizbollah-skæruliðar enn í Suður-Líbanon. Í morgun bárust fréttir af því að Ísraelsher hefði lagt undir sig bæina Marjayoun, Burj al-Molouk og Qlaiah. Þrátt fyrir það er enn barist í nágrenninu. Íbúar í Marjayoun eru að mestu hluta kristnir. Bærinn stendur um átta kílómetra frá landamærunum að Ísrael. Þar mun hafa komið til harðra átaka í nótt og í morgun. Íbúar segja tvo skriðdreka Ísraelsmanna hafa eyðilagst í árásum skæruliða. Öryggisráð Ísraelsstjórnar samþykkti í gær að veita her landsins umboð til að herða sókn sína inn í Líbanon. Þeirri áætlun verður þó ekki hrundið í framkvæmd á meðan enn er reynt að semja um lausn deilunar á alþjóðavettvangi. Flugskeytum Hizbollah-skæruliða hefur rignt yfir ísraelsk landsvæði í morgun og eru þau sögð minnst fimmtíu það sem af er degi. Tveir féllu þegar eitt flugskeyti skall á íbúðarhúsi í þorpinu Deir al-Assad þar sem arabar eru búsettir. Leiðtogi Hizbollah, Hassan Nasrallah, hefur heitið frekari flugskeytaárásum á ísraelsku borgina Haifa ef innrás Ísraela verði ekki hætt. Skæurliðar hafa í morgun neitað því að Íranar séu meðal liðsmanna þeirra líkt og haldið hefur verið fram. Að minnsta kosti eitt þúsund og ellefu Líbanar, flestir þeirra almennir borgarar, hafa fallið í átökunum síðan þau hófust fyrir rétt rúmum fjórum vikum. Á sama tíma hafa hundrað og sextán Ísraelar týnt lífi, flestir þeirra voru hermenn.
Erlent Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira