Var að ljúka grein umpyntingar í Tsjetsjeníu 9. október 2006 06:30 Mótmæli í Moskvu. Morðið á Önnu Politskovskaja varð aðalefni mótmælafundar í Moskvu í gær, þar sem upphaflega átti að mótmæla því að meira en hundrað Georgíumenn voru reknir úr landi í vikunni. Stjórnvöld í Rússlandi hétu því í gær að hafa uppi á morðingja fréttakonunnar Önnu Politskovskaja, sem myrt var á laugardag. Starfsfélagar hennar á blaðinu Novaya Gazeta, þar sem hún starfaði, treysta þó varlega á þau loforð og ætla sjálfir að hefja rannsókn á morði hennar. Þeir eru þess fullvissir að hún hafi verið myrt vegna skrifa sinna, en hún hefur gagnrýnt harðlega stríðsrekstur Vladimírs Pútín forseta í Tsjetsjeníu. Þeir segja að hún hafi ætlað að birta í blaðinu í dag grein um pyntingar og mannrán í Tsjetsjeníu, byggða á viðtölum við sjónarvotta og með myndum af fórnarlömbum pyntinga. ,,Okkur barst aldrei greinin, en hún hafði sannanir fyrir þessu og hafði undir höndum ljósmyndir, sagði Vitalí Jerúshenskí, aðstoðarritstjóri blaðsins, í viðtali við rússneska útvarpsstöð. Anna Politskovskaja fannst látin á laugardaginn í lyftu í húsinu þar sem hún bjó í Moskvu. Hún var særð tveimur skotsárum. Skammbyssa og fjórar byssukúlur fundust hjá líkinu. Bæði Evrópusambandið og Bandaríkin hafa krafist þess af rússneskum stjórnvöldum að ítarleg rannsókn verði gerð á morðinu. Oleg Orlov hjá mannréttindasamtökunum Memorial segist viss um að Politskovskaja hafi verið myrt að undirlagi þeirra sem bera ábyrgð á mannréttindabrotum í Tsjetsjeníu. Politskovskaja var einn af sárafáum blaðamönnum í Rússlandi sem fjölluðu um mannréttindabrot í Tsjetsjeníu. Hún hefur gagnrýnt harðlega Ramzan Kadyrov, sem er forsætisráðherra í Tsjetsjeníu með stuðningi rússneskra stjórnvalda. Hún hefur einnig reitt aðra ráðamenn til reiði, þar á meðal rússneska herinn með umfjöllun sinni um hann. Á hinn bóginn hefur hún unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir skrif sín. Fleiri þekktir blaðamenn, sem höfðu gagnrýnt stjórnvöld í Rússlandi, hafa verið myrtir síðan Vladimír Pútín forseti komst til valda árið 2000. Þekktastur þeirra var Paul Klebnikov, ritstjóri rússnesku útgáfunnar af viðskiptatímaritinu Forbes, en hann var myrtur í júlí árið 2004. Tveir Tsjetsjenar voru á sínum tíma ákærðir fyrir það morð, en þeir voru látnir lausir fyrr á þessu ári. Erlent Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Stjórnvöld í Rússlandi hétu því í gær að hafa uppi á morðingja fréttakonunnar Önnu Politskovskaja, sem myrt var á laugardag. Starfsfélagar hennar á blaðinu Novaya Gazeta, þar sem hún starfaði, treysta þó varlega á þau loforð og ætla sjálfir að hefja rannsókn á morði hennar. Þeir eru þess fullvissir að hún hafi verið myrt vegna skrifa sinna, en hún hefur gagnrýnt harðlega stríðsrekstur Vladimírs Pútín forseta í Tsjetsjeníu. Þeir segja að hún hafi ætlað að birta í blaðinu í dag grein um pyntingar og mannrán í Tsjetsjeníu, byggða á viðtölum við sjónarvotta og með myndum af fórnarlömbum pyntinga. ,,Okkur barst aldrei greinin, en hún hafði sannanir fyrir þessu og hafði undir höndum ljósmyndir, sagði Vitalí Jerúshenskí, aðstoðarritstjóri blaðsins, í viðtali við rússneska útvarpsstöð. Anna Politskovskaja fannst látin á laugardaginn í lyftu í húsinu þar sem hún bjó í Moskvu. Hún var særð tveimur skotsárum. Skammbyssa og fjórar byssukúlur fundust hjá líkinu. Bæði Evrópusambandið og Bandaríkin hafa krafist þess af rússneskum stjórnvöldum að ítarleg rannsókn verði gerð á morðinu. Oleg Orlov hjá mannréttindasamtökunum Memorial segist viss um að Politskovskaja hafi verið myrt að undirlagi þeirra sem bera ábyrgð á mannréttindabrotum í Tsjetsjeníu. Politskovskaja var einn af sárafáum blaðamönnum í Rússlandi sem fjölluðu um mannréttindabrot í Tsjetsjeníu. Hún hefur gagnrýnt harðlega Ramzan Kadyrov, sem er forsætisráðherra í Tsjetsjeníu með stuðningi rússneskra stjórnvalda. Hún hefur einnig reitt aðra ráðamenn til reiði, þar á meðal rússneska herinn með umfjöllun sinni um hann. Á hinn bóginn hefur hún unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir skrif sín. Fleiri þekktir blaðamenn, sem höfðu gagnrýnt stjórnvöld í Rússlandi, hafa verið myrtir síðan Vladimír Pútín forseti komst til valda árið 2000. Þekktastur þeirra var Paul Klebnikov, ritstjóri rússnesku útgáfunnar af viðskiptatímaritinu Forbes, en hann var myrtur í júlí árið 2004. Tveir Tsjetsjenar voru á sínum tíma ákærðir fyrir það morð, en þeir voru látnir lausir fyrr á þessu ári.
Erlent Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira