Heillaður af Íslandi 26. ágúst 2006 09:30 Glatt á hjalla Geir Haarde forsætisráðherra segir Gary Doer, fylkisstjóra Manitoba, einhverja afar skemmtilega sögu á fundi þeirra í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum á fimmtudagskvöld MYND/Gunnar vigfússon „Það er ákaflega gaman að eiga í samskiptum við land þar sem er svona mikill uppgangur og hér er uppgangurinn og bjartsýnin svo greinileg að maður sér þau á byggingakrönunum um alla borg,“ sagði Gary Doer, fylkisstjóri Manitobafylkis í Kanada, í samtali við blaðamann Fréttablaðsins í gær. Doer er staddur hér á landi í opinberri heimsókn í annað sinn á ferli sínum sem fylkisstjóri, en hann kom hingað fyrst fyrir fimm árum. Opinberum heimsóknum milli Manitoba og Íslands hefur farið fjölgandi undanfarin ár, enda er þar að finna langstærsta hóp fólks af íslenskum ættum þegar litið er út fyrir Íslandsstrendur. Það er því vel viðeigandi að Doer er hér staddur ásamt félaga sínum Eric Stefanson, fyrrverandi þingmanni í Kanada, en hann er af íslensku bergi brotinn. „Samskipti Manitoba við Ísland eru ákaflega mikilvæg, því svo margir Manitoba-búar geta rakið ættir sínar hingað,“ sagði Doer. „En ég er ekki hér bara til að ræða um fortíðina, heldur einnig um framtíðina.“ Hann vonast til þess að heimsóknin leiði til aukinna viðskipta milli landanna, sem og að Kanadamenn og Íslendingar samnýti enn frekar vísindaþekkingu landanna. Eitt af málunum sem hann er hér staddur til að ræða við Íslendinga um eru strætisvagnar sem ganga fyrir vetni, en líkt og í Reykjavík er verið að prófa slíka strætisvagna í Manitoba. Þegar er mikið samstarf meðþjóðunum og má þar nefna skiptinemaverkefnið Snorra, sem styrkir íslenska og kanadíska námsmenn til náms í hinu landinu. „Þetta verkefni veitir ungu fólki frá báðum löndum frábært tækifæri til að kynnast menningarheimi hinnar þjóðarinnar, tungumáli og lífsháttum,“ sagði Doer. „Og það er vel þess virði að styðja þetta samstarf.“ Doer hitti, auk annarra, forsætisráðherra Íslands, Geir H. Haarde, á fimmtudagskvöld, og bauð hann Geir að sækja Manitoba heim næsta sumar þegar Íslendingadagurinn verður haldinn hátíðlegur með pompi og prakt. Doer vonast til þess að beint flug hefjist innan tíðar milli Íslands og Manitoba, sem myndi að sjálfsögðu auðvelda samskipti millum landanna tveggja. Þetta er mál sem liggur hjarta hans nærri, enda segist Doer vera afar heillaður af Íslandi. „Það hljómar eins og klisja, að segja að Ísland sé ákaflega fallegt land og að dást að því hversu opið og hlýtt fólk Íslendingar eru, en það er samt satt,“ sagði Doer með bros á vör, og bætti svo hlæjandi við, „Þó ekkert íslenskt blóð renni í æðum mínum, kallar Eric mig „eftirhermu-Íslending“.“ Þeir félagar fljúga heim á morgun. Erlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
„Það er ákaflega gaman að eiga í samskiptum við land þar sem er svona mikill uppgangur og hér er uppgangurinn og bjartsýnin svo greinileg að maður sér þau á byggingakrönunum um alla borg,“ sagði Gary Doer, fylkisstjóri Manitobafylkis í Kanada, í samtali við blaðamann Fréttablaðsins í gær. Doer er staddur hér á landi í opinberri heimsókn í annað sinn á ferli sínum sem fylkisstjóri, en hann kom hingað fyrst fyrir fimm árum. Opinberum heimsóknum milli Manitoba og Íslands hefur farið fjölgandi undanfarin ár, enda er þar að finna langstærsta hóp fólks af íslenskum ættum þegar litið er út fyrir Íslandsstrendur. Það er því vel viðeigandi að Doer er hér staddur ásamt félaga sínum Eric Stefanson, fyrrverandi þingmanni í Kanada, en hann er af íslensku bergi brotinn. „Samskipti Manitoba við Ísland eru ákaflega mikilvæg, því svo margir Manitoba-búar geta rakið ættir sínar hingað,“ sagði Doer. „En ég er ekki hér bara til að ræða um fortíðina, heldur einnig um framtíðina.“ Hann vonast til þess að heimsóknin leiði til aukinna viðskipta milli landanna, sem og að Kanadamenn og Íslendingar samnýti enn frekar vísindaþekkingu landanna. Eitt af málunum sem hann er hér staddur til að ræða við Íslendinga um eru strætisvagnar sem ganga fyrir vetni, en líkt og í Reykjavík er verið að prófa slíka strætisvagna í Manitoba. Þegar er mikið samstarf meðþjóðunum og má þar nefna skiptinemaverkefnið Snorra, sem styrkir íslenska og kanadíska námsmenn til náms í hinu landinu. „Þetta verkefni veitir ungu fólki frá báðum löndum frábært tækifæri til að kynnast menningarheimi hinnar þjóðarinnar, tungumáli og lífsháttum,“ sagði Doer. „Og það er vel þess virði að styðja þetta samstarf.“ Doer hitti, auk annarra, forsætisráðherra Íslands, Geir H. Haarde, á fimmtudagskvöld, og bauð hann Geir að sækja Manitoba heim næsta sumar þegar Íslendingadagurinn verður haldinn hátíðlegur með pompi og prakt. Doer vonast til þess að beint flug hefjist innan tíðar milli Íslands og Manitoba, sem myndi að sjálfsögðu auðvelda samskipti millum landanna tveggja. Þetta er mál sem liggur hjarta hans nærri, enda segist Doer vera afar heillaður af Íslandi. „Það hljómar eins og klisja, að segja að Ísland sé ákaflega fallegt land og að dást að því hversu opið og hlýtt fólk Íslendingar eru, en það er samt satt,“ sagði Doer með bros á vör, og bætti svo hlæjandi við, „Þó ekkert íslenskt blóð renni í æðum mínum, kallar Eric mig „eftirhermu-Íslending“.“ Þeir félagar fljúga heim á morgun.
Erlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira