Segir kaupmátt í sögulegu hámarki 4. nóvember 2005 20:00 Sérstök forsendunefnd Alþýðusambandsins og atvinnurekenda hefur ellefu daga til að úrskurða hvort grundvöllur kjarasamninga sé brostinn - vegna meiri verðbólgu en ráð var fyrir gert. Uppsögn kjarasamninga nú hefði skelfilegar afleiðingar fyrir allan vinnumarkaðinn, segir Ari Edwald og bendir á að kaupmáttur sé í sögulegu hámarki. Í kjarasamningum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins er gengið út frá því að verðbólga verði sem næst tveimur og hálfu prósenti en ekki 4,6 prósent eins og nú er. Þetta þýðir það samt ekki að laun eigi sjálfkrafa að hækka sem því nemur enda væri það ekkert annað en gamaldags vísitölubinding launa. Hana vilja menn í lengstu lög forðast ogóttast reynslu af víxlhækkunum og óðaverðbólgu.Ari Edwald, framkæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin hafa bent á það að ekki sé skynsamlegt að hækka mikið laun núna og það sé af ýmsum ástæðum. Kaupmáttur sé í sögulegu hámarki og þótt einn liður í neysluverðsvísitölu taki sig út úr, eins og fasteignaverð hafi gert, sé sjálfsagt að meta forsendur og skoða hvaða áhrif sú þróun hafi í raun haft á kjör almennings. Eignir almennings hafi hækkað í verði og fjármagnskostnaður hafi lækkað. En staðreyndin er samt sem áður sú að verðbólgan er yfir viðmiðinu og kjarasamningar þar með í uppnámi. Ari segir neysluverðsvísitöluna hafa hækkað meira en samningar hafi gert ráð fyrir og þess vegna sé verðlagsforsenda kjarasamninganna virk. Nú sé að störfum forsendunefnd með tveimur fulltrúum frá ASÍ og tveimur frá SA og hún fari yfir stöðuna. Hún hafi samkvæmt kjarasamningum möguleika á að ná saman um viðbrögð við þeirri stöðu sem uppi er þannig að samningar haldi gildi sínu. Nefndin eigi að ljúka störfum fyrir 15. nóvember og ef hún nái ekki samkomulagi fari umboðið til formanna þeirra félaga sem gert hafi samninga við SA og þeir verði að meta það fyrir 10. desember hvort samningum verði sagt upp og þá tæki það gildi um áramót. Ari bendir á að það séu hins vegar ekki bara þessir samningar við ASÍ sem væru þá í uppnámi því aðrir samningar sem SA hafi gert og samningar ríkisins séu tengdir við forsenduákvæðið. Það myndi því hafa áhrif fyrir allan vinnumarkaðinn ef svo óhönduglega myndi takast til. Hann telji það skelfilega niðurstöðu fyrir allan vinnumarkaðinn ef sú staða kæmi upp. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Sjá meira
Sérstök forsendunefnd Alþýðusambandsins og atvinnurekenda hefur ellefu daga til að úrskurða hvort grundvöllur kjarasamninga sé brostinn - vegna meiri verðbólgu en ráð var fyrir gert. Uppsögn kjarasamninga nú hefði skelfilegar afleiðingar fyrir allan vinnumarkaðinn, segir Ari Edwald og bendir á að kaupmáttur sé í sögulegu hámarki. Í kjarasamningum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins er gengið út frá því að verðbólga verði sem næst tveimur og hálfu prósenti en ekki 4,6 prósent eins og nú er. Þetta þýðir það samt ekki að laun eigi sjálfkrafa að hækka sem því nemur enda væri það ekkert annað en gamaldags vísitölubinding launa. Hana vilja menn í lengstu lög forðast ogóttast reynslu af víxlhækkunum og óðaverðbólgu.Ari Edwald, framkæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin hafa bent á það að ekki sé skynsamlegt að hækka mikið laun núna og það sé af ýmsum ástæðum. Kaupmáttur sé í sögulegu hámarki og þótt einn liður í neysluverðsvísitölu taki sig út úr, eins og fasteignaverð hafi gert, sé sjálfsagt að meta forsendur og skoða hvaða áhrif sú þróun hafi í raun haft á kjör almennings. Eignir almennings hafi hækkað í verði og fjármagnskostnaður hafi lækkað. En staðreyndin er samt sem áður sú að verðbólgan er yfir viðmiðinu og kjarasamningar þar með í uppnámi. Ari segir neysluverðsvísitöluna hafa hækkað meira en samningar hafi gert ráð fyrir og þess vegna sé verðlagsforsenda kjarasamninganna virk. Nú sé að störfum forsendunefnd með tveimur fulltrúum frá ASÍ og tveimur frá SA og hún fari yfir stöðuna. Hún hafi samkvæmt kjarasamningum möguleika á að ná saman um viðbrögð við þeirri stöðu sem uppi er þannig að samningar haldi gildi sínu. Nefndin eigi að ljúka störfum fyrir 15. nóvember og ef hún nái ekki samkomulagi fari umboðið til formanna þeirra félaga sem gert hafi samninga við SA og þeir verði að meta það fyrir 10. desember hvort samningum verði sagt upp og þá tæki það gildi um áramót. Ari bendir á að það séu hins vegar ekki bara þessir samningar við ASÍ sem væru þá í uppnámi því aðrir samningar sem SA hafi gert og samningar ríkisins séu tengdir við forsenduákvæðið. Það myndi því hafa áhrif fyrir allan vinnumarkaðinn ef svo óhönduglega myndi takast til. Hann telji það skelfilega niðurstöðu fyrir allan vinnumarkaðinn ef sú staða kæmi upp.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent