Ágreiningur um varnarsamninginn 20. október 2005 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í gær um viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna og framtíð varnarsamningsins. Hann vísaði til fregna um að íslenska viðræðunefndin hefði farið fýluferð til Bandaríkjanna og uppstytta hefði orðið í viðræðunum. Steingrímur sagði að málið virtist blasa þannig við Bandaríkjamönnum að Íslendingar hefðu hætt við að mæta á fundinn vegna himinhárra krafna um kostnaðarhlutdeild í rekstri Keflavíkurflugvallar. „Snerist þetta um peninga en ekki loftvarnir? Eru menn á hnjánum að biðja um tilgangslaus hernaðarumsvif peninganna vegna," spurði Steingrímur. Geir H. Haarde utanríkis-ráðherra lýsti vonbrigðum með að ekki skyldi hafa þokast lengra í samningaviðræðunum í þetta sinn. „Það verða auðvitað fundir í málinu. Það er ekki vitað með hvaða hætti þeir verða né hvenær. Við höfum lýst því yfir að við séum tilbúin að taka ríkari þátt i rekstri flugvallarins en verið hefur vegna þess að borgaraleg umsvif hafa aukist. Bandaríkjamenn hafa önnur sjónarmið. Það er lengra bil á milli en við höfðum gert ráð fyrir." Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingunni, sagði að þetta ýtti undir þá skoðun að meiri óvissa ríkti um samningaviðræðurnar en margir vildu viðurkenna og spurði hvort verðmiðinn á arekstri Keflavíkurflugvallar væri hærri en svo að stjórnvöld treystu sér ekki til að reka hann.Þórunn áréttaði að málið yrði að fá umfjöllun í utanríkismálanefnd og undir það tók Steingrímur. „Enginn er hér á hnjánum," sagði Geir. Tvö ríki væru að fjalla um samning frá 1951 og bókanir hefðu verið gerðar um málið 1994 og 1996. „Það liggur ekki fyrir – og það er skýringin á því hvers vegna efnislegar samningaviðræður eru ekki hafnar – nákvæmlega á hvaða grunni þær eiga að vera. Og um það eru mismunandi sjónarmið." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í gær um viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna og framtíð varnarsamningsins. Hann vísaði til fregna um að íslenska viðræðunefndin hefði farið fýluferð til Bandaríkjanna og uppstytta hefði orðið í viðræðunum. Steingrímur sagði að málið virtist blasa þannig við Bandaríkjamönnum að Íslendingar hefðu hætt við að mæta á fundinn vegna himinhárra krafna um kostnaðarhlutdeild í rekstri Keflavíkurflugvallar. „Snerist þetta um peninga en ekki loftvarnir? Eru menn á hnjánum að biðja um tilgangslaus hernaðarumsvif peninganna vegna," spurði Steingrímur. Geir H. Haarde utanríkis-ráðherra lýsti vonbrigðum með að ekki skyldi hafa þokast lengra í samningaviðræðunum í þetta sinn. „Það verða auðvitað fundir í málinu. Það er ekki vitað með hvaða hætti þeir verða né hvenær. Við höfum lýst því yfir að við séum tilbúin að taka ríkari þátt i rekstri flugvallarins en verið hefur vegna þess að borgaraleg umsvif hafa aukist. Bandaríkjamenn hafa önnur sjónarmið. Það er lengra bil á milli en við höfðum gert ráð fyrir." Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingunni, sagði að þetta ýtti undir þá skoðun að meiri óvissa ríkti um samningaviðræðurnar en margir vildu viðurkenna og spurði hvort verðmiðinn á arekstri Keflavíkurflugvallar væri hærri en svo að stjórnvöld treystu sér ekki til að reka hann.Þórunn áréttaði að málið yrði að fá umfjöllun í utanríkismálanefnd og undir það tók Steingrímur. „Enginn er hér á hnjánum," sagði Geir. Tvö ríki væru að fjalla um samning frá 1951 og bókanir hefðu verið gerðar um málið 1994 og 1996. „Það liggur ekki fyrir – og það er skýringin á því hvers vegna efnislegar samningaviðræður eru ekki hafnar – nákvæmlega á hvaða grunni þær eiga að vera. Og um það eru mismunandi sjónarmið."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent