Lánum og fjárdrætti blandað saman 11. október 2005 00:01 "Halldór sagði á fundi með blaða- og fréttamönnum í gær, að hann hefði rætt málið við dómsmálaráðherra þá um morguninn og hann hefði útskýrt sín sjónarmið. „Það liggur alveg ljóst fyrir, bæði í mínum huga og dómsmálaráðherra, að ákæruvaldið er algerlega sjálfstætt. Það vill hins vegar þannig til í þessu máli að það er fallinn dómur í Hæstarétti sem ég hef lesið og farið yfir. Og það hlýtur að vera þessu sama ákæruvaldi mikið áhyggjuefni og mikill áfellisdómur. Ég tel að það þurfi að taka mjög alvarlega. Þess vegna finnst mér það mjög gott að ríkissaksóknari hafi nú ákveðið að taka málið til sín. Ég geng út frá því að ríkissaksóknari muni fá nýja aðila til þess að fara yfir málið og meta það í þessu ljósi. Ég vænti þess að ríkissaksóknari geti unnið þetta mál fljótt og vel því það er satt best að segja búið að taka allt of langan tíma. Og þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður og hlýtur að vekja ýmsar spurningar. En það er ekki okkar í ríkisstjórninni að blanda okkur inn í störf ákæruvaldsins því að er sjálfstætt." Halldór gat þess að eitt af því sem rætt væri í stjórnarskrárnefndinni væri að ítreka enn frekar sjálfstæði ákæruvaldsins með því að setja um það ákvæði í stjórnarskrána. Að svo miklu leyti sem niðurstaða dómstóla í Baugsmálinu kann að vera áfellisdómur yfir embætti ríkislögreglustjóra og saksóknara kann það einnig að eiga við um dómsmálaráðherrann sem er æðsti yfirmaður lögreglustjóraembættisins. Þessu neitar forsætisráðherra. „Ákæruvaldið er sjálfstætt og dómsmálaráðherrann hvorki getur né á að blanda sér inn í það. En þegar svona kemur upp hljóta menn að vilja draga lærdóm af því og fara yfir málið. Ég get ekkert neitað því eftir að hafa lesið þennan dóm að þá vakna spurningar í mínum huga. Ég er endurskoðandi að mennt og mér finnst það sérkennilegt þegar ég les það sem gamall endurskoðandi að menn blandi saman hugsanlegum fjárdrætti og hugsanlegum ólöglegum lánum. Í mínum huga er himinn og haf milli þessara mála. Ég hef engar skýringar á því." Aðspurður um það hvort forsætisráðherra vantreysti embætti ríkislögreglustjóra kvaðst hann ekki vilja gerast dómari. „Það er alveg ljóst að með því að ríkissaksóknari hefur ákveðið að taka málið til sín liggur það alveg ljóst fyrir að hið svokallaða ákæruvald muni hugsa sig vel um áður en lengra verður haldið í málinu. Og ég tel að það sé mjög gott." Halldór útilokar að pólitísk afskipti hafi verið af Baugsmálinu og kvaðst ekki vita meira en ðarir um hugsanleg afskipti af þeim toga. „Ég hef enga ástæðu til að ætla að svo sé. Ég hef enga ástæðu til að vantreysta ákætuvaldinu með þeim hætti. Það geta að sjálfsögðu orðið mistök hjá þeim eins og hjá öðrum. Og ég hef engar skýringar á því. Þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður. Það fer ekkert á milli mála. Og það hlýtur að vera þeim sem þarna eru sakborningar mikill léttir að fá þennan dóm miðað við hverju þeir hafa haldið fram." Forsætisráðherrra sagðist ekki vilja fullyrða neitt um það hvort einhver yrði dreginn til ábyrgðar ef sannaðist að Baugsmálið væri ekki á rökum reist. „Ég sagði áðan að við yrðum að draga lærdóm af málinu. Ég vil ekki tala um það sem ekki hefur gerst. Það er nóg að tala um það sem gerst hefur þótt maður fari ekki að ræða eitthvað sem eftir á að gerast. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Sjá meira
"Halldór sagði á fundi með blaða- og fréttamönnum í gær, að hann hefði rætt málið við dómsmálaráðherra þá um morguninn og hann hefði útskýrt sín sjónarmið. „Það liggur alveg ljóst fyrir, bæði í mínum huga og dómsmálaráðherra, að ákæruvaldið er algerlega sjálfstætt. Það vill hins vegar þannig til í þessu máli að það er fallinn dómur í Hæstarétti sem ég hef lesið og farið yfir. Og það hlýtur að vera þessu sama ákæruvaldi mikið áhyggjuefni og mikill áfellisdómur. Ég tel að það þurfi að taka mjög alvarlega. Þess vegna finnst mér það mjög gott að ríkissaksóknari hafi nú ákveðið að taka málið til sín. Ég geng út frá því að ríkissaksóknari muni fá nýja aðila til þess að fara yfir málið og meta það í þessu ljósi. Ég vænti þess að ríkissaksóknari geti unnið þetta mál fljótt og vel því það er satt best að segja búið að taka allt of langan tíma. Og þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður og hlýtur að vekja ýmsar spurningar. En það er ekki okkar í ríkisstjórninni að blanda okkur inn í störf ákæruvaldsins því að er sjálfstætt." Halldór gat þess að eitt af því sem rætt væri í stjórnarskrárnefndinni væri að ítreka enn frekar sjálfstæði ákæruvaldsins með því að setja um það ákvæði í stjórnarskrána. Að svo miklu leyti sem niðurstaða dómstóla í Baugsmálinu kann að vera áfellisdómur yfir embætti ríkislögreglustjóra og saksóknara kann það einnig að eiga við um dómsmálaráðherrann sem er æðsti yfirmaður lögreglustjóraembættisins. Þessu neitar forsætisráðherra. „Ákæruvaldið er sjálfstætt og dómsmálaráðherrann hvorki getur né á að blanda sér inn í það. En þegar svona kemur upp hljóta menn að vilja draga lærdóm af því og fara yfir málið. Ég get ekkert neitað því eftir að hafa lesið þennan dóm að þá vakna spurningar í mínum huga. Ég er endurskoðandi að mennt og mér finnst það sérkennilegt þegar ég les það sem gamall endurskoðandi að menn blandi saman hugsanlegum fjárdrætti og hugsanlegum ólöglegum lánum. Í mínum huga er himinn og haf milli þessara mála. Ég hef engar skýringar á því." Aðspurður um það hvort forsætisráðherra vantreysti embætti ríkislögreglustjóra kvaðst hann ekki vilja gerast dómari. „Það er alveg ljóst að með því að ríkissaksóknari hefur ákveðið að taka málið til sín liggur það alveg ljóst fyrir að hið svokallaða ákæruvald muni hugsa sig vel um áður en lengra verður haldið í málinu. Og ég tel að það sé mjög gott." Halldór útilokar að pólitísk afskipti hafi verið af Baugsmálinu og kvaðst ekki vita meira en ðarir um hugsanleg afskipti af þeim toga. „Ég hef enga ástæðu til að ætla að svo sé. Ég hef enga ástæðu til að vantreysta ákætuvaldinu með þeim hætti. Það geta að sjálfsögðu orðið mistök hjá þeim eins og hjá öðrum. Og ég hef engar skýringar á því. Þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður. Það fer ekkert á milli mála. Og það hlýtur að vera þeim sem þarna eru sakborningar mikill léttir að fá þennan dóm miðað við hverju þeir hafa haldið fram." Forsætisráðherrra sagðist ekki vilja fullyrða neitt um það hvort einhver yrði dreginn til ábyrgðar ef sannaðist að Baugsmálið væri ekki á rökum reist. „Ég sagði áðan að við yrðum að draga lærdóm af málinu. Ég vil ekki tala um það sem ekki hefur gerst. Það er nóg að tala um það sem gerst hefur þótt maður fari ekki að ræða eitthvað sem eftir á að gerast.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent