Reyna að liðsinna Aroni Pálma 6. október 2005 00:01 Geir Haarde utanríkisráðherra segir að stjórnvöld ætli að skoða frekar hvað hægt verði að gera til að liðsinna Aroni Pálma Ágústssyni. Forstöðumaður Barnaverndarstofu telur að barátta stuðningsmanna Arons hér á landi hafi lítil áhrif og segir að varlega þurfi að fara að ríkisstjóranum í Texas. Geir Haarde utanríkisráðherra sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar að á sínum tíma hefði allt verið gert til að liðsinna og hjálpa Aroni Pálma í gegnum sendiráð Íslands í Washington. Utanríkisþjónustan hefði beitt sér í málinu og meðal annars rætt við fulltrúa ríkisstjórans í Texas. Geir sagði að íslensk stjórnvöld ætluðu nú að skoða málið frekar og kanna hvort eitthvað yrði hægt að gera til að losa Aron Pálma úr prísundinni í Texas. Samfylkingin hefur óskað eftir utandagskrárumræðu um málið. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að að hans mati eigi utanríkisráðherra að tala við sendiherra Bandaríkjanna hér á landi og taka málið upp við stjórnvöld bæði í Washington og Texas og leggja sitt af mörkum til þess að koma hreyfingu á málið. Hann sé sannfærður um að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi. Allir þurfi að leggjast á eitt til að fá Aron Pálma heim. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, segir ekki bjart yfir Aroni Pálma, en hann hefur reynt að ræða við yfirvöld í Texas um mál hans. Bragi telur að það þurfi að fara af mikilli varúð að ríkisstjóranum í Texas, en það þurfi að snúa sér beint að honum. Það þurfi að gera faglega og hófstillt. Texas-búar séu afar stoltir og þeim sé afar illa við það að vera sagt fyrir verkum, en þá snúist þeir öndverðir við. Þeir taki hins vegar afskaplega vel rökum. Bragi telur að barátta RJF-stuðningshópsins sé dýrmæt fyrir Aron sjálfan og hans líðan. Hins vegar telji hann að barátta hópsins bæði hér heima og ytra hafi ekki mjög mikil áhrif á ríkisstjóra Texas eða hans afstöðu. Þar telji hann að þurfi að koma til diplómatískar og faglegar leiðir ef árangur eigi að nást. Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Geir Haarde utanríkisráðherra segir að stjórnvöld ætli að skoða frekar hvað hægt verði að gera til að liðsinna Aroni Pálma Ágústssyni. Forstöðumaður Barnaverndarstofu telur að barátta stuðningsmanna Arons hér á landi hafi lítil áhrif og segir að varlega þurfi að fara að ríkisstjóranum í Texas. Geir Haarde utanríkisráðherra sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar að á sínum tíma hefði allt verið gert til að liðsinna og hjálpa Aroni Pálma í gegnum sendiráð Íslands í Washington. Utanríkisþjónustan hefði beitt sér í málinu og meðal annars rætt við fulltrúa ríkisstjórans í Texas. Geir sagði að íslensk stjórnvöld ætluðu nú að skoða málið frekar og kanna hvort eitthvað yrði hægt að gera til að losa Aron Pálma úr prísundinni í Texas. Samfylkingin hefur óskað eftir utandagskrárumræðu um málið. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að að hans mati eigi utanríkisráðherra að tala við sendiherra Bandaríkjanna hér á landi og taka málið upp við stjórnvöld bæði í Washington og Texas og leggja sitt af mörkum til þess að koma hreyfingu á málið. Hann sé sannfærður um að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi. Allir þurfi að leggjast á eitt til að fá Aron Pálma heim. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, segir ekki bjart yfir Aroni Pálma, en hann hefur reynt að ræða við yfirvöld í Texas um mál hans. Bragi telur að það þurfi að fara af mikilli varúð að ríkisstjóranum í Texas, en það þurfi að snúa sér beint að honum. Það þurfi að gera faglega og hófstillt. Texas-búar séu afar stoltir og þeim sé afar illa við það að vera sagt fyrir verkum, en þá snúist þeir öndverðir við. Þeir taki hins vegar afskaplega vel rökum. Bragi telur að barátta RJF-stuðningshópsins sé dýrmæt fyrir Aron sjálfan og hans líðan. Hins vegar telji hann að barátta hópsins bæði hér heima og ytra hafi ekki mjög mikil áhrif á ríkisstjóra Texas eða hans afstöðu. Þar telji hann að þurfi að koma til diplómatískar og faglegar leiðir ef árangur eigi að nást.
Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent