Kynna tillögur vegna fuglaflensu 6. október 2005 00:01 Tillögur að viðbrögðum íslenska ríkisins vegna hættu á að fuglaflensan verði að heimsfaraldri verða kynntar í ríkisstjórn á næstu dögum. Kostnaður við að hrinda tillögunum í framkvæmd gæti orðið á annað hundrað milljóna króna. Spánska veikin sem geisaði hér árið 1918, var fuglaflensa sem stökkbreyttist og barst í menn. Það eru ráðuneytisstjórarnir Þorsteinn Geirsson í dómsmálaráðuneytinu og Davíð Á. Gunnarsson í heilbrigðisráðuneytinu sem hafa haft veg og vanda að undirbúningi áætlunarinnar sem fjallar um viðbúnað íslenska ríkisins vegna hættunar sem stafar að hugsanlegum heimsfaraldri. Efni skýrslunnar er trúnaðarmál þar til hún hefur verið rædd í ríkisstjórn. Endanleg fjárhagsáætlun liggur ekki fyrir en að minnsta kosti annað hundrað milljónir kostar að hrinda tillögunum í framkvæmd. Davíð Á. Gunnarsson er þessa stundina á alþjóðlegum fundi sem bandarísk stjórnvöld halda í samráði við Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Verið að ræða samræmd viðbrögð við fuglaflensu en Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur hvatt þjóðir heims til að samræma viðbúnað sinn. Spánska veikin er einhver mannskæðasta inflúensa sem sögur fara af en hún dró hátt í 500 Íslendinga til dauða árið 1918. Vísindamenn við rannsóknarstofu í Atlanta hafa nú endurlífgað veiruna með því að nota lungu tveggja hermanna sem létust úr veikinni og lík konu frá Alaska sem hafði verið grafin í sífrera. Meðal þess sem vísindamennirnir hafa komist að er að spánska veikin var fuglaflensa sem stökkbreyttist og barst í mannfólk. Þetta þykir enn frekar undirstrika hættuna á að fuglaflensan verði að heimsfaraldri. Vísindamennirnir vonast til þess rannsóknirnar leiði til vopna í baráttunni gegn fuglaflensu en Reuters-fréttastofan vitnar til vísindamanna sem vara við afleiðingunum og óttast að veira berist út af rannsóknarstofum með skelfilegum afleiðingum. Þá segja enn aðrir að vísindamennirnir hafi skapað eitt skaðvænlegasta sýklavopn sem til er. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Tillögur að viðbrögðum íslenska ríkisins vegna hættu á að fuglaflensan verði að heimsfaraldri verða kynntar í ríkisstjórn á næstu dögum. Kostnaður við að hrinda tillögunum í framkvæmd gæti orðið á annað hundrað milljóna króna. Spánska veikin sem geisaði hér árið 1918, var fuglaflensa sem stökkbreyttist og barst í menn. Það eru ráðuneytisstjórarnir Þorsteinn Geirsson í dómsmálaráðuneytinu og Davíð Á. Gunnarsson í heilbrigðisráðuneytinu sem hafa haft veg og vanda að undirbúningi áætlunarinnar sem fjallar um viðbúnað íslenska ríkisins vegna hættunar sem stafar að hugsanlegum heimsfaraldri. Efni skýrslunnar er trúnaðarmál þar til hún hefur verið rædd í ríkisstjórn. Endanleg fjárhagsáætlun liggur ekki fyrir en að minnsta kosti annað hundrað milljónir kostar að hrinda tillögunum í framkvæmd. Davíð Á. Gunnarsson er þessa stundina á alþjóðlegum fundi sem bandarísk stjórnvöld halda í samráði við Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Verið að ræða samræmd viðbrögð við fuglaflensu en Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur hvatt þjóðir heims til að samræma viðbúnað sinn. Spánska veikin er einhver mannskæðasta inflúensa sem sögur fara af en hún dró hátt í 500 Íslendinga til dauða árið 1918. Vísindamenn við rannsóknarstofu í Atlanta hafa nú endurlífgað veiruna með því að nota lungu tveggja hermanna sem létust úr veikinni og lík konu frá Alaska sem hafði verið grafin í sífrera. Meðal þess sem vísindamennirnir hafa komist að er að spánska veikin var fuglaflensa sem stökkbreyttist og barst í mannfólk. Þetta þykir enn frekar undirstrika hættuna á að fuglaflensan verði að heimsfaraldri. Vísindamennirnir vonast til þess rannsóknirnar leiði til vopna í baráttunni gegn fuglaflensu en Reuters-fréttastofan vitnar til vísindamanna sem vara við afleiðingunum og óttast að veira berist út af rannsóknarstofum með skelfilegum afleiðingum. Þá segja enn aðrir að vísindamennirnir hafi skapað eitt skaðvænlegasta sýklavopn sem til er.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent