Segja Siv hafa smalað 18. september 2005 00:01 Óánægja blossaði upp meðal framsóknarkvenna á landsþingi Landssambands framsóknarkvenna, LFK, sem haldið var á Ísafirði um helgina, þegar í ljós kom að stuðningsmenn Bryndísar Bjarnarson, sem sóttist eftir formannsembætti sambandsins, höfðu smalað hátt í tuttugu ungum konum á þingið til þess eins að greiða henni atkvæði. Meðal stuðningsmanna Bryndísar er Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, sem heyrðist hvað hæst í þegar Freyjumálið svokallaða kom upp fyrr á árinu, þegar hópur kvenna í Framsóknarfélaginu Freyju í Kópavogi, sem Siv er félagi í, smalaði hópi kvenna á aðalfund félagsins í því skyni að koma nýjum konum í stjórn félagsins. Landsþing LFK hófst í gærmorgun og voru um sextíu konur víðs vegar af landinu mættar. Seint á laugardag bættust um 20 konur í hópinn, sem komið höfðu með flugi til Ísafjarðar, þar sem þingið var haldið, til þess eins að greiða Bryndísi atkvæði þegar kjósa átti í stjórn. Elsa B. Friðfinnsdóttir var ein þeirra sem var ósátt við framgöngu stuðningsmanna Bryndísar og gagnrýndi þá opinberlega á þinginu. "Tveir kvenkyns þingmanna flokksins hvöttu til þess á þinginu á laugardag að mál væru rædd innan flokksins og þau útkljáð þar. Því fannst mér ástæða til að segja eitthvað þegar ljóst var hvernig staðið var að smölun á þingið," segir Elsa. "Það er athyglisvert að þetta er sami hópur og gagnrýndi yfirtökuna á Freyju, en beitti nákvæmlega sömu aðferðum til að tryggja þeim sem áttu sæti í stjórn LFK áframhaldandi völd," segir Elsa. Siv Friðleifsdóttir kannast ekki við að hafa tekið þátt í smölun. "Þetta var kröftugt þing og ályktað um mörg mikilvæg mál," segir hún. "Þarna mættu margar konur sem vilja starfa í samtökunum og hafa starfað í þeim lengi," segir Siv. Bryndís Bjarnarson segir engar smalanir hafa verið viðhafðar. "Þær konur sem komu með flugi á laugardagseftirmiðdag tóku þátt í kvölddagskránni og svo málefnaumræðu á þinginu í gær. Það er eðlilegt að fólk komi til að styðja þá sem bjóða sig fram. Auðvitað fylgja stuðningsmenn öllum frambjóðendum og var þetta eðlileg mæting miðað við að verið var að skipta um fólk í stjórninni," segir Bryndís. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Óánægja blossaði upp meðal framsóknarkvenna á landsþingi Landssambands framsóknarkvenna, LFK, sem haldið var á Ísafirði um helgina, þegar í ljós kom að stuðningsmenn Bryndísar Bjarnarson, sem sóttist eftir formannsembætti sambandsins, höfðu smalað hátt í tuttugu ungum konum á þingið til þess eins að greiða henni atkvæði. Meðal stuðningsmanna Bryndísar er Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, sem heyrðist hvað hæst í þegar Freyjumálið svokallaða kom upp fyrr á árinu, þegar hópur kvenna í Framsóknarfélaginu Freyju í Kópavogi, sem Siv er félagi í, smalaði hópi kvenna á aðalfund félagsins í því skyni að koma nýjum konum í stjórn félagsins. Landsþing LFK hófst í gærmorgun og voru um sextíu konur víðs vegar af landinu mættar. Seint á laugardag bættust um 20 konur í hópinn, sem komið höfðu með flugi til Ísafjarðar, þar sem þingið var haldið, til þess eins að greiða Bryndísi atkvæði þegar kjósa átti í stjórn. Elsa B. Friðfinnsdóttir var ein þeirra sem var ósátt við framgöngu stuðningsmanna Bryndísar og gagnrýndi þá opinberlega á þinginu. "Tveir kvenkyns þingmanna flokksins hvöttu til þess á þinginu á laugardag að mál væru rædd innan flokksins og þau útkljáð þar. Því fannst mér ástæða til að segja eitthvað þegar ljóst var hvernig staðið var að smölun á þingið," segir Elsa. "Það er athyglisvert að þetta er sami hópur og gagnrýndi yfirtökuna á Freyju, en beitti nákvæmlega sömu aðferðum til að tryggja þeim sem áttu sæti í stjórn LFK áframhaldandi völd," segir Elsa. Siv Friðleifsdóttir kannast ekki við að hafa tekið þátt í smölun. "Þetta var kröftugt þing og ályktað um mörg mikilvæg mál," segir hún. "Þarna mættu margar konur sem vilja starfa í samtökunum og hafa starfað í þeim lengi," segir Siv. Bryndís Bjarnarson segir engar smalanir hafa verið viðhafðar. "Þær konur sem komu með flugi á laugardagseftirmiðdag tóku þátt í kvölddagskránni og svo málefnaumræðu á þinginu í gær. Það er eðlilegt að fólk komi til að styðja þá sem bjóða sig fram. Auðvitað fylgja stuðningsmenn öllum frambjóðendum og var þetta eðlileg mæting miðað við að verið var að skipta um fólk í stjórninni," segir Bryndís.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent