Óljós afstaða í flugvallarmáli 16. september 2005 00:01 Samgönguráðherra telur augljóst að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur ef það fer yfirhöfuð úr Reykjavík. Fyrir tveimur vikum sagðist hann þó ekki vilja bera ábyrgð á því. Á fjölmennum fundi um flugvallarmál í Reykjanesbæ í gærkvöldi sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra að Keflavík væri eini raunhæfi valkostinn fyrir innanlandsflug ef flugvöllurinn færi frá Reykjavík. Það var Hjálmar Árnason alþingismaður sem boðaði til fundarins og tók fyrstur til máls. Hann sagði forsendur í flugvallarmálum breyttar. Samgöngubætur hefðu orðið á milli Reykjavíkur og Keflavíkur og borgarfulltrúar í Reykjavík virtust sammála um að flugvöllurinn ætti að fara úr Vatnsmýrinni. Því væri rétt að skoða Keflavík sem raunhæfan valkost. Samgönguráðherra steig síðan í pontu og byrjaði á að ítreka þá skoðun sína að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni enn um sinn. Vísaði hann þá bæði til flugöryggis og eins þeirrar enduruppbyggingar sem hefði orðið í Vatnsmýrinni. Almenn samstaða ríkti á fundinum um að ef flugvöllurinn færi úr Vatnsmýrinni væri Keflavík eini kosturinn og Sturla var þar engin undantekning. Sagðist að vísu ekki hafa rannsakað þá hugmynd að fara með flugvöllinn til Mosfellsbæjar en það væri skoðun sín að Keflavík væri eini raunhæfi kosturinn fyrir utan Reykavík. Sturla sagði enn fremur að það lægi alveg fyrir að ef ekki væri hægt að hafa innanlandsflugið í höfuðborginni eða í næstu sveitarfélögum þá myndi það flytjast til Keflavíkur. Það hefði hann alltaf sagt. Fyrir tveimur vikum var Sturla gestur í Íslandi í dag. Þá var hann spurður að því hvort hann þvertæki fyrir það að flugvöllurinn færi til Keflavíkur. Hann svaraði því til að það væri mjög erfið ákvörðun fyrir samgönguráðherra að beina innanlandsfluginu þangað þar sem það hefði verið mat flugrekstraraðila að það myndi leggjast af, og hver vildi taka þá ákvörðun. Ekki hann. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Samgönguráðherra telur augljóst að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur ef það fer yfirhöfuð úr Reykjavík. Fyrir tveimur vikum sagðist hann þó ekki vilja bera ábyrgð á því. Á fjölmennum fundi um flugvallarmál í Reykjanesbæ í gærkvöldi sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra að Keflavík væri eini raunhæfi valkostinn fyrir innanlandsflug ef flugvöllurinn færi frá Reykjavík. Það var Hjálmar Árnason alþingismaður sem boðaði til fundarins og tók fyrstur til máls. Hann sagði forsendur í flugvallarmálum breyttar. Samgöngubætur hefðu orðið á milli Reykjavíkur og Keflavíkur og borgarfulltrúar í Reykjavík virtust sammála um að flugvöllurinn ætti að fara úr Vatnsmýrinni. Því væri rétt að skoða Keflavík sem raunhæfan valkost. Samgönguráðherra steig síðan í pontu og byrjaði á að ítreka þá skoðun sína að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni enn um sinn. Vísaði hann þá bæði til flugöryggis og eins þeirrar enduruppbyggingar sem hefði orðið í Vatnsmýrinni. Almenn samstaða ríkti á fundinum um að ef flugvöllurinn færi úr Vatnsmýrinni væri Keflavík eini kosturinn og Sturla var þar engin undantekning. Sagðist að vísu ekki hafa rannsakað þá hugmynd að fara með flugvöllinn til Mosfellsbæjar en það væri skoðun sín að Keflavík væri eini raunhæfi kosturinn fyrir utan Reykavík. Sturla sagði enn fremur að það lægi alveg fyrir að ef ekki væri hægt að hafa innanlandsflugið í höfuðborginni eða í næstu sveitarfélögum þá myndi það flytjast til Keflavíkur. Það hefði hann alltaf sagt. Fyrir tveimur vikum var Sturla gestur í Íslandi í dag. Þá var hann spurður að því hvort hann þvertæki fyrir það að flugvöllurinn færi til Keflavíkur. Hann svaraði því til að það væri mjög erfið ákvörðun fyrir samgönguráðherra að beina innanlandsfluginu þangað þar sem það hefði verið mat flugrekstraraðila að það myndi leggjast af, og hver vildi taka þá ákvörðun. Ekki hann.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent