Ekki öflugt öryggistæki fyrir alla 13. september 2005 00:01 Það skiptir máli við hvaða símafyrirtæki Íslendingar skipta með tilliti til þess hvort GSM-síminn sé öflugt öryggistæki eða ekki. Neyðarlínan getur einungis staðsett þann sem hringir, samstundis og með nokkurri nákvæmi ef um er að ræða viðskiptavin Símans. Innan félags smábátaeigenda hefur verið gagnrýnt að meira en klukkustund leið frá því neyðarkall barst frá bátnum sem lenti í sjóslysinu á Viðeyjarsundi síðustu helgi og þar til þremur af fimm sem um borð voru var bjargað. Öll gögn, þar á meðal hljóðupptökur af samtölum sem fóru á milli fólksins og starfsfólks Neyðarlínunnar, hafa verið send til lögreglunnar en rannsókn hennar hefur hingað til beinst að öðrum þáttum slyssins. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að farið hafi verið í gegnum öll viðbrögð starfsmanna og niðurstaðan sé sú að þeir hafi brugðist rétt við að öllu leyti og á engan hátt tafið björgunaraðgerðir. Ekki hefði verið hægt að fara öðruvísi að. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði bátinn rekið um kílómetra frá Skarfaskeri eftir að hann steytti þar og tilviljun ein réð því að björgunarmenn fundu fólkið svona fljótt, en eins og áður sagði hafði rúm klukkustund þá liðið frá því það hafði samband við Neyðarlínuna. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að brugðist hafi verið við um leið og beiðni barst en staðaákvörðun var óljós. Ekki var hægt að fá staðsetningu á GSM-símanum sem fólkið hringdi úr. Síminn er eina fyrirtækið sem veitir slíka þjónustu og tók fyrirtækið það upp á sitt eindæmi að koma slíku kerfi á árið 2002. Það getur haft úrslitaþýðingu við björgun mannslífa að unnt sé að staðsetja þann sem hringir hratt og örugglega í þeim tilvikum þegar þeir sem hringja eru ekki færir um að upplýsa hvar þeir eru. Slík tilfelli koma upp daglega. Fyrir um ári sendi Neyðarlínan erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar og fór fram á settar yrðu reglur sem skyldi öll símafyrirtækin til þess að veita upplýsingar um staðsetningu farsíma um leið og símtalið berst til Neyðarlínunnar til þess að viðbrögð verði sem best en nú ber símafyrirtækjum engin lagaleg skylda til þess. Forsvarsmenn Og Vodafone vildu ekki koma í viðtal þegar eftir því var leitað í dag. Þeir sendu frá sér yfirlýsingu þar sem meðal annars kemur fram að Og Vodafone búi yfir þeirri tækni sem tryggir að hægt sé að veita Neyðarlínunni sjálfkrafa upplýsingar. Þær þurfi hins vegar að fara um kerfi í eigu Símans. Síminn og Neyðarlínan halda því hins vegar fram að Og Vodafone hafi frá árinu 2002 staðið til boða að fá aðgang að kerfinu enda sé það bæði Neyðarlínunni og Símanum kappsmál að öryggi allra borgara verði tryggara, óháð því við hvaða símafyrirtæki þeir skipta. Árni P. Jónsson, forstjóri Og Vodafone, segir að Síminn vilji rukka Og Vodafone um upphæð sem hleypur á milljónum til að að tengjast kerfinu og heldur því fram að um forritunarvinnu sé að ræða sem eðlilegt sé að Síminn greiði fyrir. Aðspurður hvort togast sé á um krónur og aurar segir Árni að í sjálfu sér megi segja það. Að mati Og Vodafone sé það alveg klárt hver eigi að klára þá vinnu að skila merkinu inn, Landssíminn, en hann telji að atburðir síðustu daga sýni það að Og Vodafone þurfi að koma að málinu aftur og hann treysti því að allir aðilar séu tilbúnir til þess að leysa það farsællega núna. Spurður hvort viðskiptavinir Símans fái betri þjónustu með tilliti til öryggis heldur en viðskiptavinir Og Vodafone eins og staðan sé í dag segir Árni að hann telji að staðan í dag sýni að Neyðarlínan hafi valið það að vera tengd einu símakerfi, kerfi Landssímans, og að mati Og Vodafone sé það óskynsamleg ákvörðun. Forsvarsmenn fyrirstækisins hafi talið að út frá öryggissjónarmiðum sé langskynsamlegast að Neyðarlínan tengist líka kerfi Og Vodafone. Leitin að manninum, sem saknað er eftir sjóslysið á Viðeyjarsundi, hefur enn engan árangur borið. Björgunarsveitarmenn ætla að ganga fjörur á nýjan leik á morgun. Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Það skiptir máli við hvaða símafyrirtæki Íslendingar skipta með tilliti til þess hvort GSM-síminn sé öflugt öryggistæki eða ekki. Neyðarlínan getur einungis staðsett þann sem hringir, samstundis og með nokkurri nákvæmi ef um er að ræða viðskiptavin Símans. Innan félags smábátaeigenda hefur verið gagnrýnt að meira en klukkustund leið frá því neyðarkall barst frá bátnum sem lenti í sjóslysinu á Viðeyjarsundi síðustu helgi og þar til þremur af fimm sem um borð voru var bjargað. Öll gögn, þar á meðal hljóðupptökur af samtölum sem fóru á milli fólksins og starfsfólks Neyðarlínunnar, hafa verið send til lögreglunnar en rannsókn hennar hefur hingað til beinst að öðrum þáttum slyssins. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að farið hafi verið í gegnum öll viðbrögð starfsmanna og niðurstaðan sé sú að þeir hafi brugðist rétt við að öllu leyti og á engan hátt tafið björgunaraðgerðir. Ekki hefði verið hægt að fara öðruvísi að. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði bátinn rekið um kílómetra frá Skarfaskeri eftir að hann steytti þar og tilviljun ein réð því að björgunarmenn fundu fólkið svona fljótt, en eins og áður sagði hafði rúm klukkustund þá liðið frá því það hafði samband við Neyðarlínuna. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að brugðist hafi verið við um leið og beiðni barst en staðaákvörðun var óljós. Ekki var hægt að fá staðsetningu á GSM-símanum sem fólkið hringdi úr. Síminn er eina fyrirtækið sem veitir slíka þjónustu og tók fyrirtækið það upp á sitt eindæmi að koma slíku kerfi á árið 2002. Það getur haft úrslitaþýðingu við björgun mannslífa að unnt sé að staðsetja þann sem hringir hratt og örugglega í þeim tilvikum þegar þeir sem hringja eru ekki færir um að upplýsa hvar þeir eru. Slík tilfelli koma upp daglega. Fyrir um ári sendi Neyðarlínan erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar og fór fram á settar yrðu reglur sem skyldi öll símafyrirtækin til þess að veita upplýsingar um staðsetningu farsíma um leið og símtalið berst til Neyðarlínunnar til þess að viðbrögð verði sem best en nú ber símafyrirtækjum engin lagaleg skylda til þess. Forsvarsmenn Og Vodafone vildu ekki koma í viðtal þegar eftir því var leitað í dag. Þeir sendu frá sér yfirlýsingu þar sem meðal annars kemur fram að Og Vodafone búi yfir þeirri tækni sem tryggir að hægt sé að veita Neyðarlínunni sjálfkrafa upplýsingar. Þær þurfi hins vegar að fara um kerfi í eigu Símans. Síminn og Neyðarlínan halda því hins vegar fram að Og Vodafone hafi frá árinu 2002 staðið til boða að fá aðgang að kerfinu enda sé það bæði Neyðarlínunni og Símanum kappsmál að öryggi allra borgara verði tryggara, óháð því við hvaða símafyrirtæki þeir skipta. Árni P. Jónsson, forstjóri Og Vodafone, segir að Síminn vilji rukka Og Vodafone um upphæð sem hleypur á milljónum til að að tengjast kerfinu og heldur því fram að um forritunarvinnu sé að ræða sem eðlilegt sé að Síminn greiði fyrir. Aðspurður hvort togast sé á um krónur og aurar segir Árni að í sjálfu sér megi segja það. Að mati Og Vodafone sé það alveg klárt hver eigi að klára þá vinnu að skila merkinu inn, Landssíminn, en hann telji að atburðir síðustu daga sýni það að Og Vodafone þurfi að koma að málinu aftur og hann treysti því að allir aðilar séu tilbúnir til þess að leysa það farsællega núna. Spurður hvort viðskiptavinir Símans fái betri þjónustu með tilliti til öryggis heldur en viðskiptavinir Og Vodafone eins og staðan sé í dag segir Árni að hann telji að staðan í dag sýni að Neyðarlínan hafi valið það að vera tengd einu símakerfi, kerfi Landssímans, og að mati Og Vodafone sé það óskynsamleg ákvörðun. Forsvarsmenn fyrirstækisins hafi talið að út frá öryggissjónarmiðum sé langskynsamlegast að Neyðarlínan tengist líka kerfi Og Vodafone. Leitin að manninum, sem saknað er eftir sjóslysið á Viðeyjarsundi, hefur enn engan árangur borið. Björgunarsveitarmenn ætla að ganga fjörur á nýjan leik á morgun.
Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira