Ráðning Davíðs til skammar 9. september 2005 00:01 Ágúst Einarsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir vinnubrögð við ráðningu Davíðs Oddssonar í Seðlabankann til háborinnar skammar og sýna að ráðamenn hafi ekkert lært í þessum efnum. Alþingi hefur í þrígang fellt frumvörp þess efnis að auglýsa beri stöðu seðlabankastjóra. Eftirlaunalögin sem stórefldu lífeyrisréttindi fyrrverandi ráðherra voru réttlætt með þeim hætti að það ætti að hjálpa stjórnmálamönnum að hætta í stjórnmálum með reisn án þess að sækja í opinber embætti. Síðar kom í ljós að lögin höfðu í raun þau áhrif að þeir gátu þegið eftirlaunagreiðslur ráðherra og sinnt jafnframt æðstu stöðum á vegum hins opinbera. Sem sagt, verið á tvöföldum launum. Ágúst segir að sama ásóknin sé í þessi embætti á kostnað skattborgara, hvort sem um sendiherrastörf sé að ræða eða einhver önnur störf. Frægasta dæmið sé eftirlaunalögin sem samþykkt hafi verið sérstaklega fyrir Davíð Oddsson sem tryggt hafi honum eftirlaun umfram aðra menn þar sem tekjur vegna skáldssagnagerðar drógust ekki frá eftirlaunum. „Samt sem áður er hann maðurinn sem fer núna í (Seðla)bankann og hefur ekki til þess forsendur sem gilda annars staðar í vestrænum heimi. Þetta er dapurleg niðurstaða og mér finnst þessi vinnubrögð vera fyrir neðan allar hellur,“ segir Ágúst. Þorvaldur Gylfason, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir í Fréttablaðinu í dag að höfuðmarkmið nýrra laga um Seðlabankann hafi verið að auka sjálfstæði hans í stjórnkerfinu. Brýnt sé að halda stjórnmálamönnum frá bankanum til að minnka hættuna á spillingu. Stjórnmálamenn séu því ekki einungis taldir óhæfir heldur beinlínis vanhæfir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar sem situr í bankaráði Seðlabankans, segir að ráða eigi seðlabankastjóra með faglegum hætti; það eigi að skilgreina þær hæfniskröfur sem gerðar séu, auglýsa starfið laust og ráða í það samkvæmt þeim leikreglum. Hún kveðst reyndar hafa flutt frumvarp um þetta á þingi fyrir tveimur árum. Slík frumvörp hafa þrívegis verið felld í þinginu. Ágúst Einarsson sagði sig úr bankaráðinu árið 1994 ásamt Guðmundi Magnússyni prófessor til að mótmæla ráðningu Steingríms Hermannssonar. Fréttaflutningur hafi verið um það í nokkra daga eða vikur en svo hafi það bara verið búið. „Menn hafa ekkert lært af því, það er alveg greinilegt,“ segir Ágúst. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Ágúst Einarsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir vinnubrögð við ráðningu Davíðs Oddssonar í Seðlabankann til háborinnar skammar og sýna að ráðamenn hafi ekkert lært í þessum efnum. Alþingi hefur í þrígang fellt frumvörp þess efnis að auglýsa beri stöðu seðlabankastjóra. Eftirlaunalögin sem stórefldu lífeyrisréttindi fyrrverandi ráðherra voru réttlætt með þeim hætti að það ætti að hjálpa stjórnmálamönnum að hætta í stjórnmálum með reisn án þess að sækja í opinber embætti. Síðar kom í ljós að lögin höfðu í raun þau áhrif að þeir gátu þegið eftirlaunagreiðslur ráðherra og sinnt jafnframt æðstu stöðum á vegum hins opinbera. Sem sagt, verið á tvöföldum launum. Ágúst segir að sama ásóknin sé í þessi embætti á kostnað skattborgara, hvort sem um sendiherrastörf sé að ræða eða einhver önnur störf. Frægasta dæmið sé eftirlaunalögin sem samþykkt hafi verið sérstaklega fyrir Davíð Oddsson sem tryggt hafi honum eftirlaun umfram aðra menn þar sem tekjur vegna skáldssagnagerðar drógust ekki frá eftirlaunum. „Samt sem áður er hann maðurinn sem fer núna í (Seðla)bankann og hefur ekki til þess forsendur sem gilda annars staðar í vestrænum heimi. Þetta er dapurleg niðurstaða og mér finnst þessi vinnubrögð vera fyrir neðan allar hellur,“ segir Ágúst. Þorvaldur Gylfason, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir í Fréttablaðinu í dag að höfuðmarkmið nýrra laga um Seðlabankann hafi verið að auka sjálfstæði hans í stjórnkerfinu. Brýnt sé að halda stjórnmálamönnum frá bankanum til að minnka hættuna á spillingu. Stjórnmálamenn séu því ekki einungis taldir óhæfir heldur beinlínis vanhæfir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar sem situr í bankaráði Seðlabankans, segir að ráða eigi seðlabankastjóra með faglegum hætti; það eigi að skilgreina þær hæfniskröfur sem gerðar séu, auglýsa starfið laust og ráða í það samkvæmt þeim leikreglum. Hún kveðst reyndar hafa flutt frumvarp um þetta á þingi fyrir tveimur árum. Slík frumvörp hafa þrívegis verið felld í þinginu. Ágúst Einarsson sagði sig úr bankaráðinu árið 1994 ásamt Guðmundi Magnússyni prófessor til að mótmæla ráðningu Steingríms Hermannssonar. Fréttaflutningur hafi verið um það í nokkra daga eða vikur en svo hafi það bara verið búið. „Menn hafa ekkert lært af því, það er alveg greinilegt,“ segir Ágúst.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent