Tvö í framboði til varaformanns 8. september 2005 00:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sækjast bæði eftir varaformannsembættinu í Sjálfstæðisflokknum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sækist ekki eftir embættinu og telur mikilvægt að flokksmenn ruggi ekki bátnum. Það var stöðugur straumur á heimili Þorgerðar Katrínar fyrir stundu, en þangað flykktust stuðningsmenn hennar. Þorgerður Katrín tilkynnti í dag að hún hygðist gefa kost á sér til varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum. Hún segir ákvörðunina ekki hafa verið tekna í skyndingu eftir að formaður flokksins tilkynnti brotthvarf sitt í gær. Þorgerður Katrín segir að á síðustu dögum og vikum þá hafi menn verið að melta ýmsa hluti með sér og hugsanlega gert ráð fyrir breytingum á landsfundi í vor. Hún hafði hugsað málið og tók síðan fullnaðar ákvörðun rétt fyrir hádegi og í framhaldi ákvað hún að opinbera tíðindin í stað þess að liggja á þeim. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri ætlar líka í formannsslaginn og er nýbúinn að ákveða það. Hann segist hafa tekið daginn í að ákveða þetta. Ef þau tvö verða ein í framboði yrði brotið blað því hvorki kona né það sem kalla mætti landsbyggðarmann hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn. Þorgerður Katrín segist ekki vilja skilgreina mun á sér og Kristjáni Þór, en í ljósi þess að næsti formaður er karl, má ætla að það sé henni í hag að vera kona. Hún segir aðspurð um það að eflaust megi líta á það þannig og fyrir sig væri það stórt og mikið tækifæri að fá að leiða Sjálfstæðisflokkin með Geir H. Haarde. Hún sagði hann vera mjög heppilegan sem formann og styður hann eindregið. Kristján segist vona að baráttan verði drengileg og spennandi og sagði einnig að Þorgerður Katrín væri mjög hæfur frambjóðandi. Bjarni Benediktsson formaður allsherjarnefndar Alþingis mun vera að skoða hug sinn, en Björn Bjarnason ætlar ekki að gefa kost á sér til varaformanns og telur betra að fara gætilega. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir það vera mjög mikilvægt nú þegar Davíð lætur af störfum sem formaður að þá gangi menn skipulega til þess verks að fylla hans skarð og séu ekki að rugga bátnum að óþörfu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sækjast bæði eftir varaformannsembættinu í Sjálfstæðisflokknum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sækist ekki eftir embættinu og telur mikilvægt að flokksmenn ruggi ekki bátnum. Það var stöðugur straumur á heimili Þorgerðar Katrínar fyrir stundu, en þangað flykktust stuðningsmenn hennar. Þorgerður Katrín tilkynnti í dag að hún hygðist gefa kost á sér til varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum. Hún segir ákvörðunina ekki hafa verið tekna í skyndingu eftir að formaður flokksins tilkynnti brotthvarf sitt í gær. Þorgerður Katrín segir að á síðustu dögum og vikum þá hafi menn verið að melta ýmsa hluti með sér og hugsanlega gert ráð fyrir breytingum á landsfundi í vor. Hún hafði hugsað málið og tók síðan fullnaðar ákvörðun rétt fyrir hádegi og í framhaldi ákvað hún að opinbera tíðindin í stað þess að liggja á þeim. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri ætlar líka í formannsslaginn og er nýbúinn að ákveða það. Hann segist hafa tekið daginn í að ákveða þetta. Ef þau tvö verða ein í framboði yrði brotið blað því hvorki kona né það sem kalla mætti landsbyggðarmann hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn. Þorgerður Katrín segist ekki vilja skilgreina mun á sér og Kristjáni Þór, en í ljósi þess að næsti formaður er karl, má ætla að það sé henni í hag að vera kona. Hún segir aðspurð um það að eflaust megi líta á það þannig og fyrir sig væri það stórt og mikið tækifæri að fá að leiða Sjálfstæðisflokkin með Geir H. Haarde. Hún sagði hann vera mjög heppilegan sem formann og styður hann eindregið. Kristján segist vona að baráttan verði drengileg og spennandi og sagði einnig að Þorgerður Katrín væri mjög hæfur frambjóðandi. Bjarni Benediktsson formaður allsherjarnefndar Alþingis mun vera að skoða hug sinn, en Björn Bjarnason ætlar ekki að gefa kost á sér til varaformanns og telur betra að fara gætilega. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir það vera mjög mikilvægt nú þegar Davíð lætur af störfum sem formaður að þá gangi menn skipulega til þess verks að fylla hans skarð og séu ekki að rugga bátnum að óþörfu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent