Ráðuneytum verður fækkað 12. ágúst 2005 00:01 "Við erum fyrst og fremst að vinna að því að gera stjórnsýsluna markvissari og meira í takt við tímann," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær var samþykkt að fela Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra og Árna Magnússyni félagsmálaráðherra að leiða verkefni um endurskoðun á skipulagi stjórnsýslunnar. Verkefnið verður undir forystu forsætisráðuneytisins en Halldór Ásgrímsson viðraði upphaflega hugmyndir þessa efnis í hátíðarræðu sinni 17. júní síðastliðinn. "Það hafa orðið gífurlegar breytingar á okkar þjóðfélagi frá því að breytingar af þessu tagi voru gerðar síðast árið 1969 en reyndar hefur umhverfisráðuneytið verið stofnað síðan þá. Það hafa verið í gangi mjög margar hugmyndir um breytingar, þar á meðal að færa verkefni milli ráðuneyta, hugsanlega sameina einhver ráðuneyti og koma á starfi aðstoðarráðherra. Það er allavega orðið löngu tímabært að fara í vinnu af þessu tagi," segir Halldór. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segist binda miklar vonir við þá vinnu sem er fram undan. "Við höfum lýst því yfir að það er tímabært að endurskipuleggja stjórnarráðið og hafa aðra og skýrari verkaskiptingu milli ráðuneyta með talsverðri fækkun þeirra líka. Ég held að það verði töluverð uppstokkun enda hefur lítil sem engin breyting orðið á þessu skipulagi frá árinu 1969," segir Árni. Hann segir of snemmt að segja til um hversu mikið ráðuneytum geti fækkað en búast megi við talsverðri fækkun. "Ég hef sjálfur sagt það að mér finnst að það sé hægt að fækka umtalsvert. En það verður að koma í ljós þegar vinnan er hafin," segir Árni. Ekki náðist í Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
"Við erum fyrst og fremst að vinna að því að gera stjórnsýsluna markvissari og meira í takt við tímann," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær var samþykkt að fela Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra og Árna Magnússyni félagsmálaráðherra að leiða verkefni um endurskoðun á skipulagi stjórnsýslunnar. Verkefnið verður undir forystu forsætisráðuneytisins en Halldór Ásgrímsson viðraði upphaflega hugmyndir þessa efnis í hátíðarræðu sinni 17. júní síðastliðinn. "Það hafa orðið gífurlegar breytingar á okkar þjóðfélagi frá því að breytingar af þessu tagi voru gerðar síðast árið 1969 en reyndar hefur umhverfisráðuneytið verið stofnað síðan þá. Það hafa verið í gangi mjög margar hugmyndir um breytingar, þar á meðal að færa verkefni milli ráðuneyta, hugsanlega sameina einhver ráðuneyti og koma á starfi aðstoðarráðherra. Það er allavega orðið löngu tímabært að fara í vinnu af þessu tagi," segir Halldór. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segist binda miklar vonir við þá vinnu sem er fram undan. "Við höfum lýst því yfir að það er tímabært að endurskipuleggja stjórnarráðið og hafa aðra og skýrari verkaskiptingu milli ráðuneyta með talsverðri fækkun þeirra líka. Ég held að það verði töluverð uppstokkun enda hefur lítil sem engin breyting orðið á þessu skipulagi frá árinu 1969," segir Árni. Hann segir of snemmt að segja til um hversu mikið ráðuneytum geti fækkað en búast megi við talsverðri fækkun. "Ég hef sjálfur sagt það að mér finnst að það sé hægt að fækka umtalsvert. En það verður að koma í ljós þegar vinnan er hafin," segir Árni. Ekki náðist í Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira