Ráðuneytum verður fækkað 12. ágúst 2005 00:01 "Við erum fyrst og fremst að vinna að því að gera stjórnsýsluna markvissari og meira í takt við tímann," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær var samþykkt að fela Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra og Árna Magnússyni félagsmálaráðherra að leiða verkefni um endurskoðun á skipulagi stjórnsýslunnar. Verkefnið verður undir forystu forsætisráðuneytisins en Halldór Ásgrímsson viðraði upphaflega hugmyndir þessa efnis í hátíðarræðu sinni 17. júní síðastliðinn. "Það hafa orðið gífurlegar breytingar á okkar þjóðfélagi frá því að breytingar af þessu tagi voru gerðar síðast árið 1969 en reyndar hefur umhverfisráðuneytið verið stofnað síðan þá. Það hafa verið í gangi mjög margar hugmyndir um breytingar, þar á meðal að færa verkefni milli ráðuneyta, hugsanlega sameina einhver ráðuneyti og koma á starfi aðstoðarráðherra. Það er allavega orðið löngu tímabært að fara í vinnu af þessu tagi," segir Halldór. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segist binda miklar vonir við þá vinnu sem er fram undan. "Við höfum lýst því yfir að það er tímabært að endurskipuleggja stjórnarráðið og hafa aðra og skýrari verkaskiptingu milli ráðuneyta með talsverðri fækkun þeirra líka. Ég held að það verði töluverð uppstokkun enda hefur lítil sem engin breyting orðið á þessu skipulagi frá árinu 1969," segir Árni. Hann segir of snemmt að segja til um hversu mikið ráðuneytum geti fækkað en búast megi við talsverðri fækkun. "Ég hef sjálfur sagt það að mér finnst að það sé hægt að fækka umtalsvert. En það verður að koma í ljós þegar vinnan er hafin," segir Árni. Ekki náðist í Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
"Við erum fyrst og fremst að vinna að því að gera stjórnsýsluna markvissari og meira í takt við tímann," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær var samþykkt að fela Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra og Árna Magnússyni félagsmálaráðherra að leiða verkefni um endurskoðun á skipulagi stjórnsýslunnar. Verkefnið verður undir forystu forsætisráðuneytisins en Halldór Ásgrímsson viðraði upphaflega hugmyndir þessa efnis í hátíðarræðu sinni 17. júní síðastliðinn. "Það hafa orðið gífurlegar breytingar á okkar þjóðfélagi frá því að breytingar af þessu tagi voru gerðar síðast árið 1969 en reyndar hefur umhverfisráðuneytið verið stofnað síðan þá. Það hafa verið í gangi mjög margar hugmyndir um breytingar, þar á meðal að færa verkefni milli ráðuneyta, hugsanlega sameina einhver ráðuneyti og koma á starfi aðstoðarráðherra. Það er allavega orðið löngu tímabært að fara í vinnu af þessu tagi," segir Halldór. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segist binda miklar vonir við þá vinnu sem er fram undan. "Við höfum lýst því yfir að það er tímabært að endurskipuleggja stjórnarráðið og hafa aðra og skýrari verkaskiptingu milli ráðuneyta með talsverðri fækkun þeirra líka. Ég held að það verði töluverð uppstokkun enda hefur lítil sem engin breyting orðið á þessu skipulagi frá árinu 1969," segir Árni. Hann segir of snemmt að segja til um hversu mikið ráðuneytum geti fækkað en búast megi við talsverðri fækkun. "Ég hef sjálfur sagt það að mér finnst að það sé hægt að fækka umtalsvert. En það verður að koma í ljós þegar vinnan er hafin," segir Árni. Ekki náðist í Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira