Bláar stöðvar fyrir Íslendinga 27. júní 2005 00:01 Íslendingar hafa aðgang að klámi. Eftir að heimilin netvæddust í stórum stíl er auðveldlega hægt að nálgast klámefni ef vilji er fyrir hendi. Hægt að fá það frítt og kaupa sig inn á síður með kreditkortum. Nú þegar Skjár einn ætlar að bjóða áhorfendum sínum möguleika á að nálgast efni frá sjónvarpsstöðinni Playboy hljóta að vakna spurningar um hvort klám sé að verða viðurkennd afþreyingarvara og hvort verið sé að slaka á klónum hvað varðar viðurlög við dreifingu á klámi. Playboy-stöðin verður önnur erótíska afþreyingarstöðin sem verður í boði fyrir Íslendinga en fyrir er Private Blue á Digital Ísland. Samkvæmt lögum er dreifing kláms bönnuð. Hvað er klám? Hlýtur því að vera fyrsta spurningin. Í íslensku orðabókinni sem Edda gaf út árið 2002 er klám skilgreint svo: Málfar, mynd eða annað sem beinir athyglinni að kynlífi eða kynfærum án nauðsynjar í listrænu samhengi. Ef hið fyrra er skoðað má spyrja sig hvort eitthvað af þeirri tónlist sem spiluð er á Popp Tíví sé ekki að hluta til klám? Tónlistarmaðurinn 50 Cent er mjög vinsæll á þeirri stöð og þegar rýnt er í texta hans má sjá að það sem hann párar niður á blað gæti þess vegna verið handrit að alvöru klámmynd: wanna unbutton your pants just a lil bit Take 'em off and pull 'em down just a lil bit Get to kissin' and touchin' a lil bit Get to lickin' and -- a lil bit Það dylst hvað 50 cent vill gera í þessu lagi. Annað lag sem hefur verið vinsælt og var víst notað í íslenskri fegurðarsamkeppni er Candy Shop: I'll take you to the candy shop I'll let you lick the lollypop Go 'head girl, don't you stop Keep going 'til you hit the spot Fyrir þá sem ekki vissu þýðir Candy Shop á slangri rappara hóruhús. Því var hálf "klámfengið" að sjá ungar íslenskar stelpur dansa við lag sem fjallaði um það sem fer fram innan veggja hóruhúss. Samkvæmt skilgreiningu orðabókarinnar eru textar 50 cent klám. Vissulega falið á bak við tónlist, klám engu síður. Ef hið seinna í skilgreiningu orðabókarinnar er skoðað falla myndbönd 50 cent einnig undir þann hatt að vera klám að mínu mati. Margir halda því fram að klám sé ofbeldi gagnvart konum. Þar séu þær vanvirtar og líkami þeirra notaður sem söluvara. Þær konur sem leiki í klámmyndum séu ekkert annað en "kynlífsþrælar". Klám eigi því að vera bannvara sem fólk eigi ekki að geta valið um að fá að sjá. Aðrir segja klámmyndaleikkonur hafa valið sér þennan starfsferil og ekki megi taka það val frá þeim. Að hafa vit fyrir þeim væri kvenfyrirlitningin. Klám sé bara enn einn anginn af afþreyingariðnaðinum, líkt og ofbeldismyndir eða ástarmyndir. Taka verður fullt tillit til þessara raka. Höfum við rétt á því að taka valfrelsið af fólki sem vill leika í klámmyndum? Eða álítum við framleiðslu kláms rangan hlut og hana eigi að stöðva? Það hlýtur að teljast umhugsunarefni að íslenskar sjónvarpsstöðvar ýta undir dreifingu efnis frá þessum framleiðendum sem þegar er orðið nógu aðgengilegt. Þó að klám sem er sýnt er á þessum stöðvum sé ekki "gróft", þá eru það á mjög gráu svæði. Íslenskar stöðvar sem hafa ákveðið að njóta þjónustu klámframleiðenda verða því að taka afstöðu til kláms. Samþykkja þær framleiðslu þess í hvaða mynd sem er eða hafa þær búið til sína eigin skilgreiningu á því hvað klám er? Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa aðgang að klámi. Eftir að heimilin netvæddust í stórum stíl er auðveldlega hægt að nálgast klámefni ef vilji er fyrir hendi. Hægt að fá það frítt og kaupa sig inn á síður með kreditkortum. Nú þegar Skjár einn ætlar að bjóða áhorfendum sínum möguleika á að nálgast efni frá sjónvarpsstöðinni Playboy hljóta að vakna spurningar um hvort klám sé að verða viðurkennd afþreyingarvara og hvort verið sé að slaka á klónum hvað varðar viðurlög við dreifingu á klámi. Playboy-stöðin verður önnur erótíska afþreyingarstöðin sem verður í boði fyrir Íslendinga en fyrir er Private Blue á Digital Ísland. Samkvæmt lögum er dreifing kláms bönnuð. Hvað er klám? Hlýtur því að vera fyrsta spurningin. Í íslensku orðabókinni sem Edda gaf út árið 2002 er klám skilgreint svo: Málfar, mynd eða annað sem beinir athyglinni að kynlífi eða kynfærum án nauðsynjar í listrænu samhengi. Ef hið fyrra er skoðað má spyrja sig hvort eitthvað af þeirri tónlist sem spiluð er á Popp Tíví sé ekki að hluta til klám? Tónlistarmaðurinn 50 Cent er mjög vinsæll á þeirri stöð og þegar rýnt er í texta hans má sjá að það sem hann párar niður á blað gæti þess vegna verið handrit að alvöru klámmynd: wanna unbutton your pants just a lil bit Take 'em off and pull 'em down just a lil bit Get to kissin' and touchin' a lil bit Get to lickin' and -- a lil bit Það dylst hvað 50 cent vill gera í þessu lagi. Annað lag sem hefur verið vinsælt og var víst notað í íslenskri fegurðarsamkeppni er Candy Shop: I'll take you to the candy shop I'll let you lick the lollypop Go 'head girl, don't you stop Keep going 'til you hit the spot Fyrir þá sem ekki vissu þýðir Candy Shop á slangri rappara hóruhús. Því var hálf "klámfengið" að sjá ungar íslenskar stelpur dansa við lag sem fjallaði um það sem fer fram innan veggja hóruhúss. Samkvæmt skilgreiningu orðabókarinnar eru textar 50 cent klám. Vissulega falið á bak við tónlist, klám engu síður. Ef hið seinna í skilgreiningu orðabókarinnar er skoðað falla myndbönd 50 cent einnig undir þann hatt að vera klám að mínu mati. Margir halda því fram að klám sé ofbeldi gagnvart konum. Þar séu þær vanvirtar og líkami þeirra notaður sem söluvara. Þær konur sem leiki í klámmyndum séu ekkert annað en "kynlífsþrælar". Klám eigi því að vera bannvara sem fólk eigi ekki að geta valið um að fá að sjá. Aðrir segja klámmyndaleikkonur hafa valið sér þennan starfsferil og ekki megi taka það val frá þeim. Að hafa vit fyrir þeim væri kvenfyrirlitningin. Klám sé bara enn einn anginn af afþreyingariðnaðinum, líkt og ofbeldismyndir eða ástarmyndir. Taka verður fullt tillit til þessara raka. Höfum við rétt á því að taka valfrelsið af fólki sem vill leika í klámmyndum? Eða álítum við framleiðslu kláms rangan hlut og hana eigi að stöðva? Það hlýtur að teljast umhugsunarefni að íslenskar sjónvarpsstöðvar ýta undir dreifingu efnis frá þessum framleiðendum sem þegar er orðið nógu aðgengilegt. Þó að klám sem er sýnt er á þessum stöðvum sé ekki "gróft", þá eru það á mjög gráu svæði. Íslenskar stöðvar sem hafa ákveðið að njóta þjónustu klámframleiðenda verða því að taka afstöðu til kláms. Samþykkja þær framleiðslu þess í hvaða mynd sem er eða hafa þær búið til sína eigin skilgreiningu á því hvað klám er? Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettabladid.is
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun