Bláar stöðvar fyrir Íslendinga 27. júní 2005 00:01 Íslendingar hafa aðgang að klámi. Eftir að heimilin netvæddust í stórum stíl er auðveldlega hægt að nálgast klámefni ef vilji er fyrir hendi. Hægt að fá það frítt og kaupa sig inn á síður með kreditkortum. Nú þegar Skjár einn ætlar að bjóða áhorfendum sínum möguleika á að nálgast efni frá sjónvarpsstöðinni Playboy hljóta að vakna spurningar um hvort klám sé að verða viðurkennd afþreyingarvara og hvort verið sé að slaka á klónum hvað varðar viðurlög við dreifingu á klámi. Playboy-stöðin verður önnur erótíska afþreyingarstöðin sem verður í boði fyrir Íslendinga en fyrir er Private Blue á Digital Ísland. Samkvæmt lögum er dreifing kláms bönnuð. Hvað er klám? Hlýtur því að vera fyrsta spurningin. Í íslensku orðabókinni sem Edda gaf út árið 2002 er klám skilgreint svo: Málfar, mynd eða annað sem beinir athyglinni að kynlífi eða kynfærum án nauðsynjar í listrænu samhengi. Ef hið fyrra er skoðað má spyrja sig hvort eitthvað af þeirri tónlist sem spiluð er á Popp Tíví sé ekki að hluta til klám? Tónlistarmaðurinn 50 Cent er mjög vinsæll á þeirri stöð og þegar rýnt er í texta hans má sjá að það sem hann párar niður á blað gæti þess vegna verið handrit að alvöru klámmynd: wanna unbutton your pants just a lil bit Take 'em off and pull 'em down just a lil bit Get to kissin' and touchin' a lil bit Get to lickin' and -- a lil bit Það dylst hvað 50 cent vill gera í þessu lagi. Annað lag sem hefur verið vinsælt og var víst notað í íslenskri fegurðarsamkeppni er Candy Shop: I'll take you to the candy shop I'll let you lick the lollypop Go 'head girl, don't you stop Keep going 'til you hit the spot Fyrir þá sem ekki vissu þýðir Candy Shop á slangri rappara hóruhús. Því var hálf "klámfengið" að sjá ungar íslenskar stelpur dansa við lag sem fjallaði um það sem fer fram innan veggja hóruhúss. Samkvæmt skilgreiningu orðabókarinnar eru textar 50 cent klám. Vissulega falið á bak við tónlist, klám engu síður. Ef hið seinna í skilgreiningu orðabókarinnar er skoðað falla myndbönd 50 cent einnig undir þann hatt að vera klám að mínu mati. Margir halda því fram að klám sé ofbeldi gagnvart konum. Þar séu þær vanvirtar og líkami þeirra notaður sem söluvara. Þær konur sem leiki í klámmyndum séu ekkert annað en "kynlífsþrælar". Klám eigi því að vera bannvara sem fólk eigi ekki að geta valið um að fá að sjá. Aðrir segja klámmyndaleikkonur hafa valið sér þennan starfsferil og ekki megi taka það val frá þeim. Að hafa vit fyrir þeim væri kvenfyrirlitningin. Klám sé bara enn einn anginn af afþreyingariðnaðinum, líkt og ofbeldismyndir eða ástarmyndir. Taka verður fullt tillit til þessara raka. Höfum við rétt á því að taka valfrelsið af fólki sem vill leika í klámmyndum? Eða álítum við framleiðslu kláms rangan hlut og hana eigi að stöðva? Það hlýtur að teljast umhugsunarefni að íslenskar sjónvarpsstöðvar ýta undir dreifingu efnis frá þessum framleiðendum sem þegar er orðið nógu aðgengilegt. Þó að klám sem er sýnt er á þessum stöðvum sé ekki "gróft", þá eru það á mjög gráu svæði. Íslenskar stöðvar sem hafa ákveðið að njóta þjónustu klámframleiðenda verða því að taka afstöðu til kláms. Samþykkja þær framleiðslu þess í hvaða mynd sem er eða hafa þær búið til sína eigin skilgreiningu á því hvað klám er? Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa aðgang að klámi. Eftir að heimilin netvæddust í stórum stíl er auðveldlega hægt að nálgast klámefni ef vilji er fyrir hendi. Hægt að fá það frítt og kaupa sig inn á síður með kreditkortum. Nú þegar Skjár einn ætlar að bjóða áhorfendum sínum möguleika á að nálgast efni frá sjónvarpsstöðinni Playboy hljóta að vakna spurningar um hvort klám sé að verða viðurkennd afþreyingarvara og hvort verið sé að slaka á klónum hvað varðar viðurlög við dreifingu á klámi. Playboy-stöðin verður önnur erótíska afþreyingarstöðin sem verður í boði fyrir Íslendinga en fyrir er Private Blue á Digital Ísland. Samkvæmt lögum er dreifing kláms bönnuð. Hvað er klám? Hlýtur því að vera fyrsta spurningin. Í íslensku orðabókinni sem Edda gaf út árið 2002 er klám skilgreint svo: Málfar, mynd eða annað sem beinir athyglinni að kynlífi eða kynfærum án nauðsynjar í listrænu samhengi. Ef hið fyrra er skoðað má spyrja sig hvort eitthvað af þeirri tónlist sem spiluð er á Popp Tíví sé ekki að hluta til klám? Tónlistarmaðurinn 50 Cent er mjög vinsæll á þeirri stöð og þegar rýnt er í texta hans má sjá að það sem hann párar niður á blað gæti þess vegna verið handrit að alvöru klámmynd: wanna unbutton your pants just a lil bit Take 'em off and pull 'em down just a lil bit Get to kissin' and touchin' a lil bit Get to lickin' and -- a lil bit Það dylst hvað 50 cent vill gera í þessu lagi. Annað lag sem hefur verið vinsælt og var víst notað í íslenskri fegurðarsamkeppni er Candy Shop: I'll take you to the candy shop I'll let you lick the lollypop Go 'head girl, don't you stop Keep going 'til you hit the spot Fyrir þá sem ekki vissu þýðir Candy Shop á slangri rappara hóruhús. Því var hálf "klámfengið" að sjá ungar íslenskar stelpur dansa við lag sem fjallaði um það sem fer fram innan veggja hóruhúss. Samkvæmt skilgreiningu orðabókarinnar eru textar 50 cent klám. Vissulega falið á bak við tónlist, klám engu síður. Ef hið seinna í skilgreiningu orðabókarinnar er skoðað falla myndbönd 50 cent einnig undir þann hatt að vera klám að mínu mati. Margir halda því fram að klám sé ofbeldi gagnvart konum. Þar séu þær vanvirtar og líkami þeirra notaður sem söluvara. Þær konur sem leiki í klámmyndum séu ekkert annað en "kynlífsþrælar". Klám eigi því að vera bannvara sem fólk eigi ekki að geta valið um að fá að sjá. Aðrir segja klámmyndaleikkonur hafa valið sér þennan starfsferil og ekki megi taka það val frá þeim. Að hafa vit fyrir þeim væri kvenfyrirlitningin. Klám sé bara enn einn anginn af afþreyingariðnaðinum, líkt og ofbeldismyndir eða ástarmyndir. Taka verður fullt tillit til þessara raka. Höfum við rétt á því að taka valfrelsið af fólki sem vill leika í klámmyndum? Eða álítum við framleiðslu kláms rangan hlut og hana eigi að stöðva? Það hlýtur að teljast umhugsunarefni að íslenskar sjónvarpsstöðvar ýta undir dreifingu efnis frá þessum framleiðendum sem þegar er orðið nógu aðgengilegt. Þó að klám sem er sýnt er á þessum stöðvum sé ekki "gróft", þá eru það á mjög gráu svæði. Íslenskar stöðvar sem hafa ákveðið að njóta þjónustu klámframleiðenda verða því að taka afstöðu til kláms. Samþykkja þær framleiðslu þess í hvaða mynd sem er eða hafa þær búið til sína eigin skilgreiningu á því hvað klám er? Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettabladid.is
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun