Dómur í Skeljungsráninu þyngdur 21. mars 2005 00:01 Hæstiréttur þyngdi í morgun um hálft ár dóm yfir Stefáni Aðalsteini Sigmundssyni fyrir Skeljungsránið svokallaða sem framið var fyrir áratug. Þegar tvær starfskonur Skeljungs komu með peningasendingu að Íslandsbanka í Lækjargötu í febrúar árið 1995 var önnur þeirra slegin í höfuðið með slökkvitæki og peningatöskurnar hrifsaðar af þeim. Í þeim var jafnvirði sex milljóna króna. Ræningjarnir voru tveir en komust brott á bíl sem þriðji maðurinn ók. Bílnum hafði verið stolið og fannst hann skömmu síðar í innkeyrslu á Ásvallagötu. Þá fannst fatnaður ræningjanna og brunnar peningatöskur í Hvalfirði. Mennirnir fundust ekki og árin liðu. Árið 2002 gaf svo fyrrverandi sambýliskona eins þeirra, Stefáns Sigmundssonar, sig fram við lögreglu og sagði að hann hefði á sínum tíma viðurkennt fyrir sér að hafa framið ránið. Hann játaði við yfirheyrslur hjá lögreglu aðild sína að málinu í apríl á síðasta ári en fyrir dómi neitaði hann. En héraðsdómur taldi framburð sambýliskonu hans fyrrverandi og annarra vitna trúverðugan en framgöngu Stefáns fyrir dómi ekki trúverðuga og óhætt að byggja á játningu hans fyrir lögreglu. Þegar refsing var ákveðin í Héraðsdómi var tekið tillit til þess að langt er frá því að brotið var framið en Hæstiréttur þyngdi svo dóminn í tvö og hálft ár í morgun. Lögum hefur ekki verið komið yfir hina mennina tvo sem voru í félagi við Stefán. Annar þeirra er nú látinn en ekki hefur tekist að staðfesta grunsemdir varðandi þann þriðja. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Hæstiréttur þyngdi í morgun um hálft ár dóm yfir Stefáni Aðalsteini Sigmundssyni fyrir Skeljungsránið svokallaða sem framið var fyrir áratug. Þegar tvær starfskonur Skeljungs komu með peningasendingu að Íslandsbanka í Lækjargötu í febrúar árið 1995 var önnur þeirra slegin í höfuðið með slökkvitæki og peningatöskurnar hrifsaðar af þeim. Í þeim var jafnvirði sex milljóna króna. Ræningjarnir voru tveir en komust brott á bíl sem þriðji maðurinn ók. Bílnum hafði verið stolið og fannst hann skömmu síðar í innkeyrslu á Ásvallagötu. Þá fannst fatnaður ræningjanna og brunnar peningatöskur í Hvalfirði. Mennirnir fundust ekki og árin liðu. Árið 2002 gaf svo fyrrverandi sambýliskona eins þeirra, Stefáns Sigmundssonar, sig fram við lögreglu og sagði að hann hefði á sínum tíma viðurkennt fyrir sér að hafa framið ránið. Hann játaði við yfirheyrslur hjá lögreglu aðild sína að málinu í apríl á síðasta ári en fyrir dómi neitaði hann. En héraðsdómur taldi framburð sambýliskonu hans fyrrverandi og annarra vitna trúverðugan en framgöngu Stefáns fyrir dómi ekki trúverðuga og óhætt að byggja á játningu hans fyrir lögreglu. Þegar refsing var ákveðin í Héraðsdómi var tekið tillit til þess að langt er frá því að brotið var framið en Hæstiréttur þyngdi svo dóminn í tvö og hálft ár í morgun. Lögum hefur ekki verið komið yfir hina mennina tvo sem voru í félagi við Stefán. Annar þeirra er nú látinn en ekki hefur tekist að staðfesta grunsemdir varðandi þann þriðja.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira