Dómur í Skeljungsráninu þyngdur 21. mars 2005 00:01 Hæstiréttur þyngdi í morgun um hálft ár dóm yfir Stefáni Aðalsteini Sigmundssyni fyrir Skeljungsránið svokallaða sem framið var fyrir áratug. Þegar tvær starfskonur Skeljungs komu með peningasendingu að Íslandsbanka í Lækjargötu í febrúar árið 1995 var önnur þeirra slegin í höfuðið með slökkvitæki og peningatöskurnar hrifsaðar af þeim. Í þeim var jafnvirði sex milljóna króna. Ræningjarnir voru tveir en komust brott á bíl sem þriðji maðurinn ók. Bílnum hafði verið stolið og fannst hann skömmu síðar í innkeyrslu á Ásvallagötu. Þá fannst fatnaður ræningjanna og brunnar peningatöskur í Hvalfirði. Mennirnir fundust ekki og árin liðu. Árið 2002 gaf svo fyrrverandi sambýliskona eins þeirra, Stefáns Sigmundssonar, sig fram við lögreglu og sagði að hann hefði á sínum tíma viðurkennt fyrir sér að hafa framið ránið. Hann játaði við yfirheyrslur hjá lögreglu aðild sína að málinu í apríl á síðasta ári en fyrir dómi neitaði hann. En héraðsdómur taldi framburð sambýliskonu hans fyrrverandi og annarra vitna trúverðugan en framgöngu Stefáns fyrir dómi ekki trúverðuga og óhætt að byggja á játningu hans fyrir lögreglu. Þegar refsing var ákveðin í Héraðsdómi var tekið tillit til þess að langt er frá því að brotið var framið en Hæstiréttur þyngdi svo dóminn í tvö og hálft ár í morgun. Lögum hefur ekki verið komið yfir hina mennina tvo sem voru í félagi við Stefán. Annar þeirra er nú látinn en ekki hefur tekist að staðfesta grunsemdir varðandi þann þriðja. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Sjá meira
Hæstiréttur þyngdi í morgun um hálft ár dóm yfir Stefáni Aðalsteini Sigmundssyni fyrir Skeljungsránið svokallaða sem framið var fyrir áratug. Þegar tvær starfskonur Skeljungs komu með peningasendingu að Íslandsbanka í Lækjargötu í febrúar árið 1995 var önnur þeirra slegin í höfuðið með slökkvitæki og peningatöskurnar hrifsaðar af þeim. Í þeim var jafnvirði sex milljóna króna. Ræningjarnir voru tveir en komust brott á bíl sem þriðji maðurinn ók. Bílnum hafði verið stolið og fannst hann skömmu síðar í innkeyrslu á Ásvallagötu. Þá fannst fatnaður ræningjanna og brunnar peningatöskur í Hvalfirði. Mennirnir fundust ekki og árin liðu. Árið 2002 gaf svo fyrrverandi sambýliskona eins þeirra, Stefáns Sigmundssonar, sig fram við lögreglu og sagði að hann hefði á sínum tíma viðurkennt fyrir sér að hafa framið ránið. Hann játaði við yfirheyrslur hjá lögreglu aðild sína að málinu í apríl á síðasta ári en fyrir dómi neitaði hann. En héraðsdómur taldi framburð sambýliskonu hans fyrrverandi og annarra vitna trúverðugan en framgöngu Stefáns fyrir dómi ekki trúverðuga og óhætt að byggja á játningu hans fyrir lögreglu. Þegar refsing var ákveðin í Héraðsdómi var tekið tillit til þess að langt er frá því að brotið var framið en Hæstiréttur þyngdi svo dóminn í tvö og hálft ár í morgun. Lögum hefur ekki verið komið yfir hina mennina tvo sem voru í félagi við Stefán. Annar þeirra er nú látinn en ekki hefur tekist að staðfesta grunsemdir varðandi þann þriðja.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Sjá meira